fimmtudagur, mars 25, 2004

Hahahaha! Ah... Wúú.

Það er gott að hlægja vel. Ég var að horfa á þáttinn sem ég minntist á um daginn (sem ég er nýbúinn að uppgötva) og kallast The O.C. Tónlistin í þáttunum er oft á tíðum góð, til dæmis hefur amk tvisvar komið lag með Mazzy Star (sem ég er nýbúinn að uppgötva) og fleiri góðum grúppum. Í þættinum sem ég var að horfa á byrjaði svo lag sem ég þekkti strax því þar var enginn annar á ferðinni en Damien Rice! (sem ég er nýbúinn að uppgötva).

Þetta er í sjálfu sér ekkert svo fyndið en ég gat bara ekki hætt að hlægja. Í þessum uppgerðarlega, fyrirsjáanlega, illa leikna (en þó stórskemmtilega) unglingadrama kom lag með þessum tilfinningaríka, yndislega, frábæra, heimspekilega þenkjandi tónlistarmanni, og ég er tiltölulega nýbúinn að uppgötva bæði hann og þáttinn. Þetta var svo algjörlega útúr kú og á sama tíma smellpassaði þetta svo saman, að ég gat ekki gert annað en að hlægja dátt. Eflaust finnst engum þetta fyndið en mér, en ég get svosem neytt þig til að lesa hvað sem ég skrifa þannig að who cares! :D

Ferðaskipulagning og bollalegging gengur upp og ofan. Þetta er allt að reddast svosem (sjö níu þrettán fimmtán nítján) en við erum að standa í fullt af reddingum og svona fram og til baka. Við erum t.d. búnir að redda okkur vegabréfsáritun til Taílands og munum líka redda árituninni til Kína hér á landi og frekar auðveldlega, en í þessum töluðu orðum eru vegabréfin okkar beggja á leiðinni til Danmerkur til að vera stimpluð í bak og fyrir svo við megum komast inní Víetnam. Þá eigum við bara eftir Kambódíu og næsta sendiráð er í Þýskalandi þannig að við þurfum örugglega að senda passana okkar þangað líka. Eins gott að við fáum þá til baka áður en við förum út því annars erum við ekkert að fara út á tilsettum tíma! Þetta reddast. Svo er eitthvað fokk í gangi með greiðsluna til ferðaskrifstofunnar en ég hef litlar áhyggjur af því, við erum búnir að borga og eigum kvittun fyrir því. Peningurinn hlýtur að skila sér á réttan stað. En núna, Gettu betur! Og svo Starsky And Hutch! :D
Maggi.
blog comments powered by Disqus