Levity, The Cooler
Alveg er maður að missa sig í kvikmyndaglápi þessa dagana. Í dag horfði ég á tvær myndir (og ég fór líka á aukavakt í vinnunni sko, ekki eins og ég hafi bara hangið heima og horft á imbann!). Það voru Levity og The Cooler, báðar frá árinu 2003. Ekki veit ég hvort þær eru komnar út hér á landi, en ég býst við að þær fari báðar beint á vídjó ef þær koma. Þær eru samt báðar mjög góðar, þótt Levity hafi höfðað betur til mín. Billy Bob Thornton leikur alltaf jafn vel, og í myndinni eru frábærar og áhugaverðar persónur sem heldur henni uppi því atburðarásin er ekki hröð. Levity fjallar um mann sem, eftir 20 ára fangelsisvist, reynir að losna við byrðina á sálinni sem hann hefur eftir að hafa drepið mann. The Cooler fjallar um mann (William H. Macy) sem vinnur við að færa fólki ógæfu í spilavíti, og það sem gerist þegar ógæfan í lífi hans tekur að breytast í gæfu. Mæli með þeim báðum.
Damien Rice spilar á Nasa á morgun og ef ég verð heppinn verð ég þar í góðu stuði í góðu sæti. Ég ætla að reyna að mæta snemma og hlamma mér niður við eitt borðið áður en staðurinn troðfyllist. Ég held nefnilega að maður njóti þessara tónleika mun betur ef maður situr, frekar en að standa einhverstaðar í einhverjum troðningi og vitleysu. Anyhoo, vinna á morgun, og svo tónleikar og djamm um kvöldið! Frí á laugardaginn sem betur fer, ekki gaman að mæta draugþunnur í vinnuna, hef gert það einu sinni og geri það sko (vonandi) aldrei aftur. En síðan hvenær hefur maður lært af reynslunni?
Maggi.
Halló heimur!
Fyrir 2 árum