föstudagur, mars 26, 2004

Röfl... ---> ROFL!!! :D

Það rættist heldur betur úr deginum eftir þessa röfl rasíu sem ég skrifaði í hádeginu og er hér fyrir neðan. Það var nákvæmlega ekkert planað það sem eftir var af deginum en svo var ég alltí einu dreginn í Reykjavík þar sem ég festi kaup á tveimur hlutum sem eru hver öðrum frábærari. Bakpoka, einkar handhægum fyrir heimsreisur, en þess má geta að ég ætla að nota hann í heimsreisunni minni sem nú eru rétt rúmar þrjár vikur í. Það er hægt að taka hann í sundur og nota annan hlutann sem minni bakpoka, mjög hentugt. Og svo er hægt að loka honum alveg að aftan (þar sem maður festir pokann á sig um axlir og mitti) sem er mjög gott þegar maður er að fljúga. Sem starfsmaður á flugvelli veit ég að böndin á þessum ferðabakpokum flækjast í öllu og slitna og eyðileggja stundum töskurnar. Hann er 60 lítar þessi poki og verður það bara að duga mér, óþarfi að vera að dröslast með eitthvað endalaust af drasli. Hinn hluturinn sem ég keypti var magnari sem magnar upp sjónvarpsmerkið sem kemur frá tölvunni minni og ég sendi niður í sjónvarpið þar. Merkið þarf nefnilega að fara svo langa leið að snjór var kominn á myndina þegar merkið loksins barst niður. En magnarinn leysti (loksins!!) þetta vandamál þannig að nú get ég horft á myndir sem ég sæki á netinu niðri í stofu í DVD gæðum eða svo gott sem. :D Hamingja hamingja.

But wait, there's more!! Svo kom í ljós núna rétt áðan að ég er að fara í sumarbústað í kvöld! Það þýðir að þetta er þriðja fríhelgin mín í röð sem ég fer í bústað! Ekki slæmur árangur það um miðjan marsmánuð! :D Á morgun hitti ég pabba síðdegis og svo fer ég út að borða og í Borgarleikhúsið með hele famelíen að sjá Chicago. Eftir það ætlum ég og Þorgeirz og Japönskuneminn að rölta niður í bæ að kíkja á stemmninguna og aldrei að vita nema maður gluggi í bjór. Þannig að þetta verður sko heldur betur viðburðarík helgi! Ég verð eflaust ekki líklegur til stórræða á sunnudaginn það get ég sko sagt ykkur. :D
Maggi.
blog comments powered by Disqus