fimmtudagur, mars 18, 2004

Thirteen

Ég sá myndina Thirteen í kvöld og var bara nokkuð ánægður með hana. Þetta er svona troubled-teen mynd, þar sem stelpan, besta vinkonan og mamman eru í aðalhlutverkum. Vel leikin og áhrifarík mynd. Skilur eitthvað eftir sig. Mæli með henni.

Hmm. Ég ætlaði einhvernveginn að skrifa miklu meira um myndina en ég verð víst bara að bulla eitthvað annað. Það gengur eitthvað erfiðlega að fá þetta fólk í London til að díla við okkur. Ég hélt að þetta væri allt komið en svo tókst þeim að fokka þessu eitthvað upp. Vonandi náum við bara að panta þessi flug áður en það verður allt uppselt. Og vonandi dullast ég til að gera eitthvað í þessum vegabréfsáritunarmálum áður en það er of seint. Og vonandi drullast ég líka til að gera þessa möppu sem ég þarf að skila inn með umsókninni um LHÍ í byrjun apríl. Verst að ég er með ólæknandi sjúkdóm sem lýsir sér þannig að ég verð að gera allt á síðustu stundu. Ótrúleg leti. Maður getur ekki drullast til að gera svona hluti þótt þeir séu mjög nauðsynlegir og í sjálfu sér ekkert leiðinlegir. En það þarf að gera þá. Og maður dregur þá lengur og lengur þar til maður annað hvort verður bara að gera þá eða þá að það er of seint og maður bölvar sjálfum sér fyrir að vera svona heimskur að vera ekki löngu búinn að þessu og sver að maður ætli alltaf að drífa í að gera allt þaðan í frá. Svo gerir maður það nákvæmlega sama aftur næst þegar eitthvað þarf að gera. Óþolandi þessi breiskleiki mannana. Og minn sérstaklega. Úff. Breiski breiski breisk. Nuff said.

Og já, þær sökuðu mig um að vera ekki bitrari en þær! Þessar gellur eru greinilega ekki búnar að lesa mig lengi. Ég er bitur og breiskur. Veit ekki hvort ég er meira. Ég er meira að segja bitur útí breiskleikann í mér. Þvílíkt ástand. Ég held ég láti staðar numið áður en ég fer að sálgreina mig eitthvað meira, ég gæti grafið upp eitthvað sem bætti enn á biturleikann í mér. Úff. Svona gerist þegar maður bloggar svona þreyttur.
Maggi.
blog comments powered by Disqus