þriðjudagur, febrúar 24, 2004

Bofs

Ég gerði ekkert í dag. Ekki neitt. Ekki bofs. Ég ætlaði nú að gera mjög fáa hluti, en úr þeim varð ekkert. Þegar maður hefur lítið að gera kemur maður engu í verk. En stundum þegar maður hefur mikið að gera er maður eins og stormsveipur um allt og klára meira en maður ætlaði sér. Svona er maður skrítinn. Fínt að vísu að taka daginn bara í að slappa af eftir vinnuhelgina. Maður nennir nefnilega ekkert að fara snemma að sofa því það er helgi, en samt þarf maður að vakna klukkan hálf fimm og fara að vinna. Ekki skrítið að maður sé þreyttur eftir svoleiðis helgi. En núna ætla ég að fara að sofa þótt klukkan sé ekki nema eitt. Þannig er mál með vexti (heimskulegt orðatiltæki) að ég þarf að mæta á námskeið uppí vinnu klukkan níu í fyrramálið! Maður fær ekki einu sinni að hafa frí á frídögum núorðið. Hvurslax. En ég ætla amk ekkert að mæta næstu helgi. Því get ég lofað ykkur öllum. En jæja, nú er nóg komið af tilgangslausu röfli í dag, ég lofa að koma mjög sjaldan með svona færslur sem er auðveldlega hægt að taka saman í eina setningu: Ég hef ekkert að segja.
Góða nótt.
Maggi.
blog comments powered by Disqus