fimmtudagur, febrúar 26, 2004

On the other hand, you have different fingers.

Ég er búinn að horfa á fyrstu tvo þættina af Angels in America. Það er mini-serían sem fékk fimm Golden Globe verðlaun um daginn ef ég man rétt. Þetta byrjar mjög vel (er bara fimm þættir, klukkutími hver), og þrátt fyrir að þættirnir séu mjög dramantískir þá finnst mér þeir fyndnir líka. Virkilega vel leiknir og bara ótrúlega gott sjónvarpsefni. Ætti nottla að vera bíómynd en fimm klukkutíma mynd virkar bara ekki. Þannig að þetta er bara betra. Mæli með því að allir sjái þessa þætti þegar Stöð 2 nælir sér í sjónvarpsréttinn! Ég tel engar líkur á því að þeir láti þetta framhjá sér fara.

En best að fara að horfa á Requiem For A Dream. :)
Maggi.
blog comments powered by Disqus