Easy Like Thursday Morning
Ah hvað þetta var eitthvað góður dagur. Ég vaknaði á hádegi og fór niður og fékk mér tebolla og tvær brauðsneiðar. Svo hafði ég til sundföt, setti minispilarann minn í vasann og klæddi mig vel og fór útí kuldann. Ég hafði myndavélina mína við höndina allan tímann og tók alveg fullt af myndum á leiðinni niður í sundlaug. Svo slakaði ég á í heitu pottunum og kíkti í gufu og synti smá áður en ég lagði af stað niður í bæ. Batteríið kláraðist að vísu þegar ég var að taka myndir af öndunum á andapollinun þannig að ég gat ekki tekið jafn mikið af myndum og ég hefði kosið. Svo rölti ég niður á göngugötu og kíkti í bakarí, þar sem ég keypti mér upphitaða ostaslaufu, negrakoss og kókómjólk. Þetta borðaði ég á röltinu um bæinn. Svo kíkti ég í nokkrar búðir til að sjá hvort ég fyndi á mig skyrtu, sem fannst þó ekki. Svo rölti ég aftur upp gilið og alla leið heim í makindum. Ég hlustaði á spilarann allan tímann, fyrst á ( ) með SigurRós, og svo á Musick með Maus.
Ákaflega gott að eiga svona áhyggjulausan og rólegan dag. Ég kem myndunum líklegast inní tölvuna hans pabba í kvöld og þá set ég einhverjar flottar inn. Ég hef grun um að þær hafi nokkrar heppnast ansi vel sem ég tók. Nú held ég að ég leggi mig eða glápi á vídjó eða eitthvað álíka áreynslulaust.
Maggi.
Halló heimur!
Fyrir 2 árum