föstudagur, febrúar 13, 2004

Spontant

Ég hringdi í Bigga í gær og hann talaði um að fara í bæinn með Atla og Eyjó að gera "eitthvað". Ég huxaði nottla strax "bjór" og "ég kem með". Þannig að það var úr, við skelltum okkur í bæinn, fengum okkur að éta, kíktum á Jómba og fengum okkur bjór, og skelltum okkur svo niður í bæ. Þetta var ekkert fyllerí, bara smá pöbbarölt á fimmtudegi, og var líka bara svona helvíti gaman! Við fórum á Grand Rokk þar sem Röskva var með kosningavöku því H-skólakosningarnar voru fyrr um daginn. Röskva tapaði, en samt var miklu betri stemmning þar heldur en hjá Vöku sem var á Pravda. Við sátum og spjölluðum (á Grand Rokk) og spiluðum póker og höfðum gaman. Þar hitti ég líka Betu í fyrsta skipti og það var gaman, hún er ennþá sætari "in person" eins og sumir eru. Lýsir upp allt í fimmtíu metra radíus með því að brosa. :)

Svo röltum við strákarnir um bæinn, spjölluðum við einhverja Frakka og einn ónefndur var næstum búin að höstla gorgeus tvíbura (segir hann). Við fundum okkur ekkert að borða því klukkan var rúmlega tvö og allt að loka og enginn vildi hleypa okkur inn. (Mental note: það lokar allt í bænum klukkan tvö á fimmtudögum.) Þannig að við dröttuðumst heim til Jómba aftur og rotuðumst þar um alla íbúð.

Í dag fórum við svo í Kringluna og á Laugarveginn og svona. Keyptum mest lítið, ég keypti ammælisgjöf handa Fjólu systur (verður mjööög fróðlegt að sjá hvernig henni líkar), en ég tók þeim mun meira af myndum. Rúmlega 250 myndir af öllu og engu. Nokkrar voru mjög flottar og ég birti hérna eina af krökkum sem ég sá í Kringlunni. Þau voru bara að bíða eftir foreldrunum sem voru í Hagkaup og sátu og horfðu á sjónvarpið fyrir ofan innganginn í Skífunni, og á fólkið í kring. (Smelltu á myndina, þetta er bara hluti af henni) Já, þetta var góður dagur.
Maggi.
blog comments powered by Disqus