mánudagur, febrúar 16, 2004

My name is Keitaro Urishima

Ég átti nokkur áhugaverð samtöl í gærkvöldi, í nótt og í morgun. Ég kíkti á Torgeirz og hitti þar einnig Bjørk, Jobu Kretz og Freysier. Við áttum mjög fínt kvöld saman sem dróst á langinn og endaði ekki fyrr en hálf átta um morguninn en þá voru nú aðeins þrjár hugrakkar sálir eftir uppistandandi. Takk fyrir kvöldið þið öll.

Ég fór á pílumót í fyrsta skipti í gær og það var ágætt. Gekk illa en skemmti mér ágætlega samt sem áður. Á eflaust eftir að prófa það aftur seinna, en ég sé núna að ég þarf að æfa mig töluvert til að eiga eitthvað erindi þangað. Rosalega margir góðir og nokkrir algjörir snillingar.

Ég lærði á nokkrar nýjar hljómsveitir í gær og á eftir að sækja efni með þeim og mynda mér mínar eigin skoðanir á þeim. Kannski læt ég vita hérna hvað mér finnst þess virði að kíkja á. Eflaust mun ég fíla þetta allt því að fólkið sem var með mér í gær hefur ágætan tónlistarsmekk.

Það þýðir ekkert fyrir mig að reyna að skrifa eitthvað skemmtilegt hérna því ég er í þannig skapi. Ég komst að því að það voru þónokkrir sem lásu smásöguna mína og hefur hún bara fengið ágæta dóma mér til mikillar kátínu. Ég er að spá í að skrifa aðra fljótlega (kannski bara á morgun). Ég er að spá í að láta hana vera farsa. Eða kannski sambland af farsa og hádramantík. Svona eins og líf mitt er. En ef maður blandar því saman fær maður þá ekki bara út smekklausan farsa? Jæja, það er bara ein leið til að komast að því.

Ný mynd komin í rammann. Þessa tók ég á föstudaginn í Hagkaup (því myndavélin mín er enn heima hjá Torgeirz síðan í gær og ég kemst því ekki í myndirnar sem ég tók þá) og sýnir hún Jómba reyna að gera upp barnæsku sína með fyrirsætustörfum. Drengurinn er fæddur til módelstarfa segi ég. Mér er heitt. Góða nótt.
Maggi.
blog comments powered by Disqus