sunnudagur, febrúar 22, 2004

Gleðilegan konudag!

Já, enn einn merkisdagurinn á dagatali Íslendinga er runninn upp! Konudagurinn. Og það er engin smá hrina í þessari viku. Konudagurinn, bolludagur, sprengidagur og öskudagur! Eigum við ekki bara að hafa fimmtudaginn skírdag eða sumardaginn fyrsta og hafa föstudaginn hinn langa! Laugardagurinn má svo alveg vera... hmmm... er enginn merkisdagur sem kemur alltaf upp á laugardegi? Jæja þá, hann er hvort eð er besti dagurinn í öllum vikum þannig að hann hefur það. Það þarf ekkert að bæta neinu við. Annars er bara sniðugt að hafa einn dag þar sem karlar neyðast til að vera góðir við konurnar sínar. Þær sem eru vanar því fá bara auka skammt og þær sem kynnast því sjaldan eru örugglega voða glaðar að fá blóm. Vonandi eru ekki til karlar sem eru vondir við konurnar sínar á konudaginn, það er auðvitað mjög slæmt, í dag sem alla daga. Jæja, nóg komið af konudagsbulli.

Vinnuhelgin er að renna sitt skeið og við tekur undirbúningur fyrir næstu helgi, sem er fríhelgi eins og lög gera ráð fyrir. Þá verður húllumhæ mikið, enda kemur fríhelgi bara upp tvisvar í mánuði. :) Ætti maður að skella sér á Burger King í kvöld? Það eru nú liðnir alveg fjórir dagar síðan ég fór síðast. Þetta er eitthvað til að hugsa um. :)
Maggi.
blog comments powered by Disqus