Shake
Ég sá hlut á skrifborðinu mínu. Ég rétti úr handleggnum, opnaði lófann og greip um hlutinn. Þvínæst færði ég hlutinn nær andliti mínu og skoðaði hann. Þegar því var lokið setti ég hlutinn aftur á upprunalegan stað með því að rétta úr handleggnum og opna lófann. Þetta er dæmigerð færsla í The Dullest Blog In The World. Alveg snilld, gott skot á tilgangsleysi bloggsins.
Ég er búinn að vera með FM lagið Milkshake með Kelis á repeat í svolítinn tíma. Takturinn í þessu lagi er ekkert annað en snilld og fær mig til að dilla mér í hvert skipti sem ég heyri hann. Ef augnablikið sem ég heyri taktinn er ekki við dillihæfi þá hreyfi ég hausinn í kinkakollihreyfingu í takt við lagið. Ef vænlegast er í stöðunni að sýna engin merki um að mér líki tónlistin þá geri ég bara bæði inní hausnum á mér og dansa líka með. :) Svona er þetta með öll lög sem hafa svona góðan takt!
Placebo kemur til landsins í sumar!!! Þetta eru yndisleg tíðindi og það er hér með ákveðið að mitt fyrsta verk þegar ég kem heim eftir heimsreisuna mína er að fara á Placebo í Höllinni! Flott að koma beint af Hróarskeldu og fara daginn eftir á svaka tónleika í höllinni. Woohoo!! Ég er strax farinn að hlakka til. Yeah. Verð bara að fara að dæmi Mr. Torgeirz og fara með Haiku í tilefni þessara yndislegu frétta.
Placebo kemur,
ætla ég að slamma mjög.
Enginn má skrópa.
Læti í gestum,
svitaperlur á enni.
Þetta verður snilld.
Maggi.
Halló heimur!
Fyrir 2 árum