STOPzilla! In The Name Of Love
Úff, ég er búinn að eyða miklum tíma á netinu í að finna crack fyrir þetta blessaða forrit, og það tókst að lokum! Jay! Forritið er semsagt STOPzilla og er algjört möst ef þú notar Internetið að einhverju ráði (og fyrst þú ert að lesa þetta þá býst ég við að þú sért í þeim hópi). Það stoppar þessar helvítis popup auglýsingar sem eru alltaf að birtast þegar maður fer inná fjölmargar heimasíður. Svo hindrar forritið líka að einhver brjótist inní tölvuna þína, eða njósni um þig og svona. Voða sniðugt. Ef þig langar í crackið (og ég þori að veðja að þú finnir það ekki) af nýjustu útgáfunni þá sendiru mér bara póst og ég meila því á þig.
Ég flýg heim í kvöld. Þessi flunkufína dvöl mín hér á Akureyri er á enda. Strákarnir (sem festust í Borgarnesi) komust hingað til Akureyrar á laugardeginum og við djömmuðum saman, fórum í Sjallann og svona. Það var bara mjög fínt, þótt dvölin þeirra hér í höfuðborginni (Norðurlands) hafi verið frekar stutt í annan endann. Ég er ekkert smá feginn að hafa hætt við að keyra með þeim og flogið hingað á undan. Hefði ekki haft geðheilsuna í að vera fastur í bíl hálfa helgina. Ég tók slatta af skemmtilegum myndum, og þið fáið að sjá eitthvað af þeim hérna á síðunni auðvitað. Myndin sem ég setti inn núna er af Andrési og Eyjó, Andrés stekkur ofan af húsþaki (á íbúðinni sem strákarnir leigðu) og Eyjó er með vídjókameruna fyrir neðan að taka allt upp. Fleiri flottar myndir af snillingum í snjósköflum birtast fljótlega. Vonandi áttuð þið góða helgi og vonandi er ekki alltof mikill mánudagur í ykkur.
Maggi.
Halló heimur!
Fyrir 2 árum