föstudagur, febrúar 20, 2004

Vinnuhelgi

Júúúhúú. Vinnuhelgi framundan. Þar sem líf mitt snýst að miklu leiti um helgarnar (ekki af því að ég er alki heldur af því að það er bara allt miklu skemmtilegra um helgar :þ ) þá er ekkert allt of gaman að þurfa að vera á tólf tíma vöktum föstudag fram á sunnudag. Merkilegt samt hvað vinnuhelgarnar geta orðið skemmtilegar. Ef það er eitthvað í gangi á kvöldin þá mætir maður bara samt, en er bara með "fulle fem" og hlær að hinum vitleysingunum og fer snemma heim og vaknar svo tiltölulega hress. Ég sem var svo ánægður með hvað ég þoldi lengi við í þessari vinnu, er orðinn svolítið þreyttur á henni. Er farinn að sjá að þetta á engan vegin við mig til lengri tíma. Ég verð að vera að gera eitthvað sem ég hef áhuga á. Ég geri mér grein fyrir því að það eru rosalega margir sem fara í vinnuna af því að þeir þurfa þess, þola það kannski ekki en reyna að gera það besta úr því. Mig langar að vera einn af þeim heppnu sem hefur ástríðu fyrir því sem hann er að gera og finnst ekki leiðinlegt að þurfa að mæta til vinnu. Kannski svolítið erfitt að biðja um það þegar maður hefur enga stefnu og enga hugmynd um hvað maður gæti hugsað sér að gera. En hey, mér eru allir vegir opnir, ég gæti orðið hvað sem ég vill, og þess vegna verður maður bara að stinga sér í djúpu lögina og prófa eitthvað og vona að maður finni sig fyrir rest. Eins gott að ég er búinn að æfa sund svona lengi!!! Hahahahahahahah vá hvað þetta var vondur brandari. Ég þyrfti að fara að kíkja í sund.

Sá Along Came Polly í kvöld. Fínasta mynd, átti sína spretti en engan vegin neitt meistaraverk. Afþreying. Ekki það að There's Something About Mary hafi ekki verið afþreying en hún hafði bara eitthvað æðislegt karma (for lack of a better word) við sig sem maður elskaði (samanburður útaf Ben nokkrum Stiller). Þessi mynd fellur í fjöldann. Það hefði verið hægt að gera töluvert skemmtilegri karaktera því myndin og söguþráðurinn bauð alveg uppá það, en manni var alveg sama hvernig hún endaði, og það er aldrei gott. Vonandi þarft þú annað hvort ekki að mæta í vinnu um helgina eða elskar það sem þú ert að gera svo mikið að þér er alveg sama! Nú og ef þú ert í skóla þá vona ég að það sé lítið að læra heima. :)
Maggi.
blog comments powered by Disqus