laugardagur, febrúar 14, 2004

Klósettpappír

Já, það er allt til. Kíktu hingað og lestu gagnrýni um klósettpappír! Alveg merkilegt helvíti. Ef þú vilt skoða umsagnir um fleiri tegundir þá ferðu hingað. Annars má alveg benda á það að það er alveg fáránlega ódýrt að versla á netinu. Kannski ekki klósettpappír, en til dæmis er myndavélin mín (sami pakki með aukahlutum) kominn á 38 þúsund kall (ég borgaði 52 þús í desember). Þótt við bætist sendingarkostnaður og skattur hérna þá er það samt meira en helmingi ódýrara en að kaupa hér á landi. Þannig að ef þig langar í myndavél eða álíka dót þá er núna rétti tíminn til að gera það meðan dollarinn er svona fáránlega ódýr miðað við krónuna. Góður tími til að skella sér í heimsreisu líka auðvitað! :) Þetta var allt planað með okkur í huga þú skilur.

Annars er ég svolítið fúll yfir því að bara tveir hafi nennt að lesa smásöguna mína. Ég veit amk bara um tvo sem hafa gert það, og mig langaði virkilega mikið að fá komment á hana til að vita hvort þið hafið gaman af að lesa eitthvað svona og hvort ég ætti að skrifa meira. Ætli kommentleysið sé ekki bara til vitnis um að ég eigi bara að halda mig fá slíkum skrifum? HRMPH! Þið um það! Ég pósta bara því sem mér sýnist! Hver segir að þið séuð svona frábær, ha!? Svona stælar sko, alltaf sami kjafturinn á ykkur.
Maggi.
blog comments powered by Disqus