þriðjudagur, febrúar 03, 2004

Tickled pink

Ég var að skoða síður sem unnu blogg verðlaun The Guardian í Englandi. Fullt af skemmtilegum bloggum þar, og sérstaklega hafði ég gaman af þessu og þessu, sem fengu verðlaun fyrir skemmtilegar ljósmyndir. Mikið af virkilega skemmtilegum myndum á þessum síðum.

Ég tók myndavélina mína mína í vinnuna í dag og ætlaði kannski að taka rúnt um svæðið ef tími gæfist til og taka myndir. Ég er nefnilega oftar og oftar að taka eftir flottu myndefni útum allt, og oftar en ekki eru það myndir sem hver sem er gæti ekki tekið því ekki allir fá að koma svona nálægt flugvélum á hverjum degi. Ég rétt kíkti eftir vinnu og reyndi að taka 360° mynd sem heppnaðist þó ekki. Þarf meiri tíma og helst þrífót. Þarf endilega að fara að redda mér þrífót, gengur ekki svona. Best að henda inn nýrri mynd svona fyrst ég er nú að blogga á annað borð. Þessi er tekin með Bebbu og Hjörleifi á leið heim úr Reykjavík á laugardaginn. Takk fyrir farið aftur. :)

En núna slípí tæm. Fleiri bólusetningar á morgun. Rosalega er svakalega dýrt að láta hjúkku sprauta sig með sjúkómum, það setur mann bara á hausinn! Við fórum síðasta þriðjudag, aftur á morgun, þriðjudag, og svo aftur eftir mánuð. Þetta verða einhverjir tugir þúsunda. Suss hvað heimsreisan kostar. Eins gott að það verði ekki leiðinlegt. Eins og það sé hætta á því. ;)
Maggi.
blog comments powered by Disqus