þriðjudagur, febrúar 03, 2004

Góðar fréttir

Já ég sparaði mér hellings pening í dag! Reyndar gerð ég það ekki, ég komst bara að því að ég þarf ekki að borga fyrir nærri jafn miklar bólusetningar og mér hafði verið talin trú um. En það er einskonar sparnaður er það ekki? Við fórum aftur til Sigrúnar hjúkrunarfræðings í dag og hún var búin að tala við þennan sérfræðing í bænum, og hann var bara ánægður með það sem komið var og sagði að við þyrftum ekkert meira! Ég var alveg að búast við því að við þyrftum alveg helling í viðbót og að þetta myndi kosta tuttugu til þrjátíu þúsund kall! En þegar upp var staðið kostaði þetta ekki nema níu þúsund.

Og nú stefnir allt í það að ég muni eiga töluvert meiri pening en ég hafði reiknað með þegar við förum út. Ekki af því að við þurftum fáar bólusetningar, heldur af því að ég þarf líklegast að segja upp vinnunni, og þá fæ ég borgað orlofið mitt og sumarfríið og vetrarfríið sem ég verð búinn að vinna mér inn. Svo hef ég verið duglegur í aukavinnu undanfarið og ætla að halda því áfram og þá bætist við peningur líka. Svo þarf ég bara að halda áfram að spara og þá verð ég kominn í tæpa milljón þegar ég fer út! Ég væri amk alveg sáttur við 900 þúsund kall. Kostnaðaráætlunin hljómar sem stendur uppá 700 þúsund, en það er nottla bara skot útí loftið, og gæti því breyst töluvert. Annars benti mér einhver á að fara í bankann núna og kaupa dollara fyrir hellings pening því hann er svo svakalegri lægð núna, hann fer varla mikið lægra. Eða hvað? Ég meina, 68 krónur! Það er ekki neitt.

Ég hef verið að spá í hvort ég ætti að skipta yfir á MovableType, s.s. hætta hjá Blogger. Ég nenni því varla, koma mér inní nýtt kerfi og svona. Ég geri það samt eflaust einhvern daginn. Kannski næst þegar ég skipti um útlit. Sem verður (ef ég þekki sjálfan mig rétt, and I think I do) áður en við förum í heimsreisuna okkar. Þá verður sko bloggað! Ég var annars að hugsa um hvort ég ætti að tala við mbl.is og hafa pistla þar ef það væri einhver sjéns. Ég hef nú gert það áður, þegar við vorum í Ástralíu skrifuðum við reglulega pistla og sendum þeim myndir þarna á mbl.is og það gekk bara mjög vel. Ég býst ekkert við borgun, bara að fá smá athygli og útrás fyrir tjáningarþörf minni í stærri stíl en vanalega. :) En ég ætla að fara að reyna að njóta dagsins. Ég fór ekki í vinnuna því ég er búinn að vinna svo marga daga í röð að bakið á mér er farið að kvarta meira en eðlilegt getur talist. Og fæturnir á mér líka ef útí það er farið. Og ég er kominn með fullt af sárum á hendurnar vegna kulda. Ég er bara allur í hönk. Þá er bara málið að slappa af, og það er sko mín sérgrein.
Maggi.
blog comments powered by Disqus