BUUURRRGGGEEERRR KIIIIINNNNGGG!!!!!
Já þetta er satt! Þessi merkisdagur er runninn upp!!! Fyrsti Burger King staðurinn hefur verið opnaður á Íslandi! Sem sannur aðdáandi þessara yndislegu matsölustaða fór ég auðvitað strax fyrsta daginn og fékk mér djúsí eldsteikta hamborgara! Úff hvað þeir voru góðir. Það þarf enga spákonu til að segja mér að ég á eftir að heimsækja Burger King oftar en einu sinni og oftar en tvisvar á næstu vikum, mánuðum og árum. Annars er Burger King staðurinn flottur og á besta stað í Smáralind. Á móti miðasölunni í Smárabíó og hinum megin við ganginn hjá Pizza Hut. Það eina sem ég hef að setja útá er að maður þarf að skammta sér gosið sjálfur það eru smá leiðindi sérstaklega þegar það er mikið að gera. En annars bara algjör fullkomnun og maturinn yndislegur. Ég fékk mér tvo ostborgara og stóran skammt af laukhringjum og rann þetta allt ljúflega niður. Ég á eftir að verða feiiiitur. Burger King dagurinn hinn mikli verður átjándi febrúar kallaður hér eftir. Burger King var mér innblástur fyrir smá myndasyrpu hérna við tölvuna og leit fyrsta myndin svona út. Ég hélt auðvitað áfram og þetta var næsta mynd. Ég gat auðvitað ekki hætt og önnur mynd leit dagsins ljós. Ég kann mér auðvitað engin takmörk og fjórða og síðasta myndin var tekin en þá var nóg komið af listrænum tilburðum í tilefni dagsins og ég lagði frá mér myndavélina.
Ég fór í bíó eftir ferðina á Burger King og sá ég myndina Paycheck. Henni er leikstýrt af John Woo og það var ástæðan fyrir því að ég skemmti mér konunglega. Torgeirz er nefnilega mikið á móti honum og öllu sem hann skilar frá sér. Myndin er líka uppfull af pretentious arty farty kjaftæði eins og fer svo rosalega mikið í taugarnar á áðurnefndum bloggara. Byssukúlur í slow motion, gler að brotna í slow motion eða dúfur í slow motion eru í hverju einasta atriði og svona. Ég mátti hafa mig allan við að springa ekki úr hlátri þegar dularfull hurð opnaðist og snjóhvít dúfa í ultra-slowmo flögraði í gegn í átt að myndavélinni. Sérstaklega útaf þessari teiknimynd sem Torgeirz birti á síðunni sinni fyrir skömmu. Þvílíkt skot (og mjög verðskuldað) á John Woo. Ef maður hefur húmor fyrir þessu þá er alveg frábært að horfa á þessa mynd. Ef manni er alveg sama og vill bara frekar hefðbundna spennumynd þá er hún líka fín sko. Uma Thurman er hot, og Ben Affleck mjög áhyggjufullur og talar heimspekingslega og hegðar sér eins og James Bond þótt hann eigi að vera verkfræðingur. Mjög Hollywoodlegt og frábært bara. :)
Myndirnar frá því á laugardaginn (ég náði loksins í myndavélina mína í dag) pössuðu ekki í rammann þannig að ég ákvað að sýna ykkur bara tvær í staðinn. Önnur er af mér og Björk og hin er af Jóhanni og Einari Frey. Annars voru flestar myndirnar úr fókus eða illa lýstar sögum birtuleysis og bjórneyslu. :)
Ég hef sterkan grun um að helgin 27. - 29. febrúar eigi eftir að verða alveg fáránlega skemmtileg. Já alveg fáránlega segi ég og skrifa. Segi kannski meira um það og skrifa þegar nær dregur.
Maggi.
Halló heimur!
Fyrir 2 árum