föstudagur, febrúar 28, 2003

Myndir myndir og myndir


Ég vil byrja á að óska afmælisbarni dagsins til hamingju! Megir þú eiga mörg hamingjurík ár framundan og vonandi skemmtiru þér vel í kvöld. Og til hamingju með ammælisgjöfina sem þú færð í kvöld! Hehehehehe, you'll see.

Ég ákvað það áðan að það væri tími til kominn að ég myndi (!) birta einhverjar myndir hér á síðunni. Ég meina, til hvers að eiga stafræna myndavél (að vísu á ég ekki slíka vél í augnablikinu en whateva) ef maður hendir ekki myndum inn á netið af og til. Því kemur hér fyrsti skammturinn af myndum og vonandi hefur einhver gaman af þeim. Þetta eru 36 myndir frá hinum ýmsu viðburðum í mínu lífi á árinu 2002. Ef vel mælist til þá stendur lítið í vegi fyrir að setja fleiri myndir inn. Myndirnar er að finna hérna!
..:: myndamag ::..
Hressleiki já


Ég fór á sundæfingu áðan og þrátt fyrir yfirlýsingar um að ég ætlaði bara í pottinn endaði það nottla með því að ég synti 4 km. En ég held að ég keppi samt ekkert. Var mishress alla æfinguna og held að ég gæti ekki rassgat ef ég færi á mótið. Lítið gaman að keppa þegar maður er eins og kúkur í lauginni sem fær aldrei bréf. Var ég sá eini sem fattaði það lag aldrei? Eða eru þessir gaurar bara í alvörunni svona svaðalega steiktir? Ammæli á morgun og ammæli hinn. Það verður gaman um helgina. Vonandi fer hreyfigeta mín bara að koma aftur fljótlega því það er lítið gaman að hafa gaman ef maður þarf að sitja eins og gína allan tímann.
..:: tha m ::..

fimmtudagur, febrúar 27, 2003

Trallallallallalalalala!!!


Jújú, eins og kom fram í fyrirsögninni er ég búinn í prófum í bili. Engin alvöru próf þangað til í mæ (mæ er skemmtilegur mánuður) þannig að það er eins og hundrað ár í framtíðinni miðað við daginn í dag. Þetta gekk líka bara svona glæsilega vel, amk þegar er tekið inn í myndina að það hefði verið auðveldara fyrir páfann að afneita trúnni heldur en fyrir mig að læra í gær. Ég eyddi öllum deginum í að reyna að læra en ég var bara alveg útbrunninn. Lærði allt of mikið á mánudaginn fyrir siðfræðina (skamm Einar, skamm skamm). En þetta gekk allt upp, prófin í dag voru ekkert svo erfið. Það eina sem var erfitt var að sitja í þessum mannskemmandi stólum í fjóra klukkutíma og finna hvernig bakmeiðslin ígerðust með hverri sekúntunni. Það var ekki þægileg tilfinning. Svona eins og að draga af sér neglurnar með flísatöng. Nei kanski ekki alveg en það var samt vont. Sem minnir mig á að það fyrsta sem ég ætla að gera þegar ég flyt útaf hótel mömmu er að kaupa mér La-Z-Boy. Mmmmm... La-Z-Boy. Það er besta uppfinning mannsins. Nú er ég farinn að tjilla í heitapottinum því ég kann ekki að synda án þess að hreyfa bakið á mér. Heitipotturinn er næstbesta uppfinning mannsins.
..:: joy 2 da world ::..

miðvikudagur, febrúar 26, 2003

Back 2 da future


Já, mig langar að senda bakið mitt til framtíðarinnar. Eins og ég sagði í gær sleppti ég því að læra og tók þá afdrifaríku ákvörðun að fara í fútbol. Og mér tókst að stúta á mér bakinu. Það var ekki eitthvað eitt atvik sem rústaði svona skemmtilega á mér bakinu heldu versnaði þetta eftir því sem leið á leikinn. Þegar ég hætti var ég alveg búinn, harðsperrur farnar að myndast á leiðinlegum stöðum og bakið á mér emjaði úr aumingjaskap. Ég get örugglega ekki synt í nokkra daga útaf þessu. Ég get pottþétt ekki synt á þessu sundmóti. Djöfull hljómar þetta eins og leim afsökun af því að ég nenni ekki að keppa, en það er ekki málið sko! Úff. Enginn maður hefur lent í eins miklum erfiðleikum að klæða sig í sokkana sína eins og ég í morgun. Ég hélt ég myndi deyja. Ég sé alveg fréttina fyrir mér í Fréttablaðinu: "Sokkar urðu Magnúsi að fjörtjóni! Ungur drengur úr Reykjanesbæ lét lífið er hann reyndi án árangurs að klæða sig í sokkana sína. Aðkoman var hræðileg, sokkar útum allt og Magnús lá niðurbrotinn, steindauður á gólfinu í herberginu sínu að Faxabraut í Keflavík. Hans verður sárt saknað og verða allir hans sokkar brenndir við hátíðlega athöfn í Skrúðgarðinum kl. 4 á laugardaginn nk."
..:: backmag ::..

þriðjudagur, febrúar 25, 2003

Hurru nú mig!


Maður er bara orðinn frægur! Frægasta bloggdrottning landsins bara farinn að lesa bloggið manns! Lítið þarf nú til að gleðja lítið hjarta. Og könnunin mín virkar víst! En ég er samt ekki sáttur við þetta kjaftæði efst á síðunni og veit ekki hvað plantaði þessari línu þarna efst en það hlýtur að vera afkvæmi djöfulsins. canEdit = new Array(); Hvað þýðir þetta annars?
Annars er ég að spá í að ditcha (?) lærdómnum í kvöld og iðka knattspyrnu með vinunum. Maður verður nú að gefa sjálfum sér smá viðurkenningu eftir daginn. Anyhoo, to sum up, betarokk og djöfullinn eru farin að lesa bloggið mitt. (og ef þú ert ný/nýr hér skaltu sko ekki halda að þú sért að fara neitt án þess að skrifa í gestabókina!!)
..:: magchen ::..
One down... two to go.


Jæja, þá er fyrsta prófið búið í þessari prófatörn. Þetta var próf í siðfræði og gekk líka bara svona helvíti vel! Ég er bara nokkuð bjartsýnn á þetta og væri nokkuð sáttur með að fá svona átta. Ætla engar vonir að gera mér (yeah right!). Nú er bara málið að vera duglegur að læra fyrir hin tvö prófin sem eru því miður bæði á fimmtudaginn. Vonandi gengur það allt vel. Þau próf verða þó pottþétt erfiðari því í þessu fengum við að vita hvaða spurningar kæmu. Eða svona næstum. Við fengum blað með fimmtán spurningum og þrjár þeirra komu á prófinu. Við strákarnir undirbjuggum okkur bara vel fyrir allar spurningarnar og því var þetta ekkert svo erfitt. En ég er farinn að lesa Þeætetos (sem er bók í þekkingarfræði, eftir Platón, skrifuð 360 fyrir Krist takk fyrir!). Góðar stundir.
..:: m ::..

mánudagur, febrúar 24, 2003

Long distance


Áðan prófaði ég eitthvað sem ég hef vitað allt of lengi að sé hægt án þess að prófa það. Ég talaði semsagt við Elísabetu og Nonna í Noregi gegnum netið á MSN! Semsagt talaði við þau með míkrófón og heyrnartólum. Það var sniðugt, núna getur maður spjallað við þau hvenær sem er! :)

Ég er að fara í þrjú próf í þessari viku. Tvö þeirra gilda 50% af lokaeinkun og eitt gildir 35%. Ég er að vona að ég geti bullað mig útúr þessu einhvernvegin. Ég er svosem alveg búinn að lesa allt aðal-efnið og mæta í alla tímana, en ég er ekki búinn að lesa allt efnið sem útskýrir frumtextann. Þannig að ég vona bara það besta! Reyni að æfa mig vel á þessum tíma sem ég hef til stefnu. Wish me luck!

Næstu helgi ætla ég að fagna próflokum með allskonar húllumhæi! Ég er boðinn í ammæli bæði á föstudagskvöldið og laugardagskvöldið en það er galli á gjöf Njarðar! Það er þriggja daga sundmót um helgina. Og þar sem það eru ekki fimm dagar í þessari helgi þá skarast þetta óumflýjanlega. Ég er að reyna að losna undan því að keppa alla dagana, en það er ekki sjens að ég missi af þessum ammælum! Þetta verður svaðalegt!

Og eitt enn. Það styttist í að ég fái ADSL! Sjibbí! Það er nefnilega búið að vera að vinna í því að koma upp ókeypis ADSL internetþjónustu fyrir námsmenn í H-skólanum og nú styttist verulega að sá yndislegi tími renni upp! Vá hvað það veður æðislegt. Maður þarf notta að borga stofnkostnaðinn sjálfur, semsagt módem og smásía og eitthvað dót, og líka 2500 kall á mánuði til Landsímans fyrir ADSL-tenginguna, en internetþjónustan verður frí og engar takmarkanir á niðuhali!!! Vá hvað ég ætla þá að fá mér DC++ og downloda öllu í heiminum! Hvað kostar harður diskur annars þessa dagana?
Góðar stundir. (ps. taktu þátt í nýrri könnun!)
..:: m ::..

sunnudagur, febrúar 23, 2003

Doh!


Jújú. Uppistandið var fremur misheppnað. Sem kom mér eiginlega virkilega á óvart. Ég vorkenni amk þeim sem borguðu 2500 kall fyrir þetta. Þetta var ekki þess virði. En þar sem ég fékk þetta frítt (sbr. færsluna hér á undan) ætla ég ekkert að kvarta neitt of mikið.

Við mættum semsagt í H-skólabíó fengum okkar miða og ætluðum inn en þá vorum við 2 klst. of snemma á ferðinni. Þetta átti að byrja kl. 11 en ekki kl. 9! Heimskur ég, en þetta byrjaði kl. 9 kvöldið áður og ég hafði hvergi séð þetta auglýst nema kl. 9! En nóg af afsökunum. Við (sem sagt ég, Goldeneye, Nelson og Heimskspekingurinn) myrtum tímann þar til að uppistandið hófst með því að fara í keilu. Það var barasta fínt, diskókeila og læti. Og ég hét Hannes. Svo fórum við á uppistandið og fyrstur var Sigurjón Kjartansson sem var leiðinlegur. Ég er farinn að hallast á þá skoðun að sá maður sé bara ágætur í gríðarlegu hófi. Svo kom Þorsteinn Guðmundsson og var ekki jafn góður og hann á að sér að vera en þó mun skárri en Sigurjón (þurfti ekki mikið til). Svo kom auka-uppistandari og var það hann Pétur Jóhann Sigfússon úr Ding-Dong og var hann bara þrusugóður! Það má segja að hann hafi bjargað kvöldinu því maður hló bara samfellt af honum og vakti hann feiknarmikla kátínu í salnum.

Svo var spilað eitthvað myndband sem í voru klippur úr myndum sem Robert Townsend hefur leikið í og var þetta myndband ekkert fyndið enda held ég að það hafi ekki verið ætlunin. Þetta var meira svona "jú hann er víst frægur þótt þú hafir aldrei heyrt um hann!" comment frá þeim sem fluttu hann inn. Svo kom kallinn á sviðið, og jújú, hann átti svosem sína spretti. En ég fílaði þetta alltaf eins og að þetta væri bara spuni hjá honum og að hann væri bara að leika sér. Hann talaði mikið um kvöldið áður á djamminu hérna á skrítna Íslandi, hann talaði um svertingja, yfirvofandi stríð og gerði mikið grín að fólkinu í fremstu röðinni. En hann var bara yfirhöfuð ekkert svo fyndinn. Hann hefði átt að taka eitthvað bulletproof program bara þótt það sé gamalt eða eitthvað því það er ekki eins og við hefðum heyrt það enda maðurinn lítið þekktur hér. Og ég hef það á tilfinninguni að það muni ekki breytast mikið eftir heimsókn hans til þessa lands. Lifi Pétur í Ding-Dong!
..:: magchen ::..

laugardagur, febrúar 22, 2003

Jess!


Ég er búinn að vera að éta á mér hendurnar (s.s. margfalt meira en að naga á sér handarbökin) því ég tími ekki að fara á uppistandið með Robert Townsend og Þorsteini Guðmundssyni og Sigurjóni Kjartanssyni. Ég tími því ekki enn, en ég er samt að fara. "En það er andstætt lögmálum náttúrunnar!" hefur þú eflaust öskrað uppyfir þegar ég sagði þetta, en óttastu ekki. Náttúran er enn á sínum stað. En starfsmenn RadioX voru svo vingjarnlegir að gefa mér tvo miða áðan! Þannig að ég er að fara núna rétt á eftir og eflaust verð ég búinn að fara og hlægja mig máttlausan þegar þú lest þetta. Ég held að þetta verði mesta snilld síðan niðurskorið brauð. Brauð er samt nottla helvíti mikil snilld. Þá er búið að redda þessu laugardagskvöldi. Seinna segi ég ykkur frá veseninu með næstu helgi!
..:: magchen ::..

fimmtudagur, febrúar 20, 2003

Hundslappadrífa

I have a dream! Þessi frægu orð mælti fleygur maður eitt sinn. Hann var Kóngur. Hvort hann var að tala uppúr svefni eður ei skal ég ekki segja meir. En hvort sem hann mælti þetta uppúr svefni. Ég mun hvorki misnota okkar ylhýra móðurmál í þessu bloggi. Ég var annað hvort að ákveða það rétt í þessu. Alltaf gaman að lesa texta sem leyfir manni að hugsa um. Ekki verður neinum ágengt að skilja efni hans né heldur þótt síður C. Þú sýður C við 200° á Calvin Klein. Kleinubaxtur skal háður í dögun manna.

Hér verður ekki framað ritað á íslenzku. Ðis blog vill fromm ná on ónlí bí in ínglis. Æ þeink jú for túnæt, hev a næs dey.
..:: mags kann tjah tjah tjah ::..
Adopt a useless blob! > Me.


Jesús Pétur! Hvernig nennir fólk að blogga svona langt! Ég álpaðist inná síðuna hjá þessum gaur og ég varð bara að tjékka hvað nýjasta færslan hans var löng. 3300 orð takk fyrir! Og ég sem hélt að það kæmi fyrir að færslurnar mínar væru stundum langar!

Jana sagði á síðunni sinni að ungrfú Birgitta Mosdal hefði fengið 300þús. kall fyrir að syngja lagið í forkeppninni! Djöfull finnst mér það leim hjá henni. Auðvitað var gaurinn bara að kaupa vinsældir hennar og ota þannig sjálfum sér í Júróvisjón. Það er skítalykt af þessu öllu saman. Held að ungfrú Mosdal lendi í 11. sæti. Dónt ask mí væ.

Ónefndir racerar eru enn og aftur fúlir útí mig. Ég get svo svarið það, ef það prumpar einhver í kringum þessa messtu racing hetju austantjaldsmanna þá kennir hann mér um lyktina.

Til að lífga uppá bloggið mitt sem er farið að einkennast all svaðalega af sálfræðilegum kvillum undirritaðs þá hef ég ákveðið að birta hér sögu sem faðir minn sagði mér einu sinni. Ég held að hún sé sönn en ég sel hana ekki dýrar en ég keypti hana. Ég trúði henni amk þegar ég heyrði hana og hef enga ástæðu til að efast um sannleiksgildi hennar. Þið verðið bara að spyrja hann. Hægt er að ná í hann öllum stundum í númerinu 461-S-H-I-T. En sagan er svona.

Pabbi minn var eitt sinn í sumarbúðum sem krakki og miðað við allar lýsingar á sumarbúðunum sem hann fór í voru þetta sko algjörar þrælabúðir og eiga lítið sameiginlegt við sumarbúðum dagsins í dag (get ég ýmindað mér, ég hef aldrei farið). Allavega, einn daginn í búðunum hafði einn drengurinn gert svolítið skömmustulegt. Ég veit ekki af hverju það var, kanski var hann með heimþrá eða þoldi bara ekki það mikla álag sem strákarnir í búðunum voru undir, en hann hafði litlla sem enga stjórn á hægðum sínum. Hann hafði semsagt skitið all-hressilega í buxurnar og miðað við lýsingar sem ég ætla ekki að fara útí hér var maðurinn með alvarleg hægðavandamál að stríða. Annaðhvort það eða maturinn í búðunum var ekki uppá marga fiska (pun intended). Stjórnandinn sem kom að þessum viðbjóði var að sjálfsögðu ekki par hrifinn en nennti að sjálfsögðu ekki að þrífa þetta sjálfur. Því valdi hann föður minn til að þrífa upp óbjóðinn. Hann hafði auðvitað ekkert gert til að framkalla hægðasprengingar aumingja drengsins en þar sem þetta voru sumarbúðir dauðans þýddi ekkert múður. Hann skyldi þrífa. Og hann byrjaði á því að þrífa þetta og fá falleg orð er hægt að hafa um lyktina af drengnum og nánasta umhverfi. Eftir litla stund fékk hann meira en nóg. Hann tók upp tuskuna sem hann var að nota og var öll útötuð í illa meltum viðbjóðslegum sumarbúðamatnum og slengdi henni framan í aumingja drenginn! Svo strunsaði hann burtu.
Þar sem þetta voru sumarbúðir dauðans var hegðun hans með öllu óásættanleg og tók hann því út mikla refsingu. Það var að liggja grafkyrr í klukkutíma án þess að hreyfa legg né lið. Ef einhver hreyfing sást bættist við meiri tími. Þetta er víst gríðarlega eftitt, sérstaklega fyrir ungan dreng. En svona var nú þessi saga. Ef þú efast um sannleiksgildi hennar er ekki við mig að sakast. Ef faðir minn álpast inn á þessa síðu og ég hef farið með rangt mál má hann leiðrétta hana að vild. Ef einhver er í aðstöðu til að benda kallinum á að ég hef stolið sögunni hans er það algjör óþarfi. Pís át.
..:: magshit ::..

þriðjudagur, febrúar 18, 2003

Do to others as you...


Það er fólk í heimspekinni sem fer alveg ólýsanlega mikið í taugarnar á mér. Ekki þó svo ólýsanlega að ég ætli ekki að reyna að lýsa því hérna. Einn gaurinn er eins og star-trek nörd... frá 1980!!! Vont tilfelli af mullet.com gaur, með ógeðslega ljót gleraugu og klæðir sig eins og fáviti. Gengur um með svip sem toppar allt sagt hér að framan um hann. Ein kellingin er svosem ekkert hrikaleg í útliti, bara normal fimmtug kelling en með einn þann leiðinlegasta og mest pirrandi kæk sem um getur. Hún á örugglega tíu heyrnarlaus börn, því hún getur ekki látið útúr sér stakt orð án þess að leika það með höndunum með þvílíkum látum um leið! Þvílíkar handahreyfingar, hún er eins og stjórnandi í einhverri sinfóníu sem er að spila eitthvað þvílíkt flókið verk! Og langt! Því hún er alltaf að spyrja spurninga og er alltaf að reyna að toppa persónlulegt met sitt í lengd þeirra. Svipurinn á kennaranum (og mér og fleirum líka) er svona eins og "já haltu áfram að sveifla höndunum því eftir tímann ætla ég að slíta af þér hendurnar og berja þig til dauða með þeim...!". Nei, ok, kanski ekki alveg. En þetta fer samt geðveikt í taugarnar á mér og Freysier.
..:: megas ::..
Kananananarí


Ég er búinn að ákveða að fara til Kanarí um páskana til að synda. Nú verður bara að koma í ljós hvort ég fari á Smáþjóðaleikana. Vonum bara það besta. Djöfull eru gaurarnir í 70 mínútum á popptíví heimskir maður. Ég get ekki horft á þessa þætti lengur. Ég er ekki að tala um þessa hluti sem þeir gera eins og að drekka einhvern viðbjóð og gera sig að fíbblum í falinni myndavél því það er nottla bara skemmtun. Auðvitað má deila um gildi slíkrar skemmtunar en ég er ekki að gera það hér. Þeir eru bara svo plein vitlausir! Það fer alvarlega í taugarnar á mér.

Jobu og Freysier mættu til mín í dag og við gerðum heiðarlega tilraun til að læra fyrir próf sem við erum að fara í í næstu viku. Asnalegt að skrifa í í. Samt er það rétt. Allavega, við enduðum auðvitað á því (eins og í hvert skipti sem þessi hópur kemur saman) að tala um milljón aðra hluti en prófið, en samt mikið af því á heimspekilegum nótum. Ég og Jobu vorum sammála um eitthvað mál tvisvar í röð og olli það miklli skelfingu innan hópsins því eins og allir vita á það ekki að vera fræðilega mögulegt. En það næsta sem við töluðum um var eitthvað sem við höfðum algjörlega andstæðar skoðanir á þannig að við vörpuðum öndinni léttar. Heimurinn myndi ekki farast þann daginn. Annars er það skemmtileg (má kanski deila um það) staðreynd að þessi hópur sem við erum komnir úr er eðlisfræðinörda hópurinn. Í hann vantar að vísu DJ Hot Pot og Betu en samt er asnalegt að segja frá því að nú ræðum við heimspeki en ekki eðlisfræði. Kanski jafn nördalegt?
..:: magchen ::..

sunnudagur, febrúar 16, 2003

Leðjulausir Lettar


Botnleðja tapaði fyrir Birgittu Haukdal og þykir mér það ekki skrítið. Hún var með mjög áhorfendavænt lag og ef þú hugsar um fjöldann er það ekki skrítið að hún hafi verið kosin. Það hefði samt verið snilld hefði Botnleðja fengið að fara. Ég var að spögulera í gær hvar ég gæti horft á keppnina og það endaði með því að ég þurfti að fara ósköp stutt. Bara niður í stofu. Þegar leið á keppnina fylltist húsið af vinum mínum sem syrgðu úrslitin eitthvað fram eftir nóttu. Þá kíktum við niður í bæ og var það bara helvíti gaman. Fullt af fólki á Duus og hörku stemmning, fáir á H-38 en það er búið að breyta ýkt miklu þar inni og á örugglega eftir að breyta fleiru. Barinn uppi er kominn inn á mitt gólf liggur við og sona.

Ég er að *hóst* veikjast. Eða er búinn að vera að veikjast í þónokkurn tíma. Vonandi verður ekkert meira úr þessu. Það er ekki gaman að vakna og geta næstum ekkert andað vegna slíms og ógeðs sem stíflar öndunarfærin. Sem minnir mig á skemmtilega kenningu sem einhver kom með (hvort það var ekki bara Jón Gnarr) um af hverju maður vaknar alltaf andfúll. Hann sagði að á nóttinni væri fólk í vinnu við að brjótast inn í öll hús og kúka uppí alla á heimilinu! Mér finnst þetta mjög rökrétt.

Ég er að reyna að ákveða hvort ég eigi að fara til Kanarí um páskana til að synda. Það væri nottla ógislega gaman en það kostar seðla sem ég á ekki. Ég þyrfti að vera þvílíkt duglegur að safna, stofna bónstöð og reka hana í svona mánuð, þá gæti ég fengið þetta nokkurn vegin frítt. Gæti látið alla sem ég þekki styrkja mig og svona. Áttu annars ekki klink sem þú hefur ekkert að gera við? Ef ég fer, og næ inn í smáþjóðaleikaliðið, þá er möguleiki að ég fari þrisvar sinnum til útlanda áður en árið er hálfnað. Kanarí um páskana, Malta í byrjun júni á smáþjóðaleikana, og Hróarskelda í lok júní! Það er nefnilega eitthvað sem mig hefur langað svooo lengi að gera og er virkilega að spá í að framkvæma bara í ár. H-skólinn er nefnilega búinn fyrir páska (fyrir utan 3 próf í maí) og þá get ég farið að vinna til að eiga einhvern pjéning. Samt, ef ég næ á smáþjóðaleikana eru ekki miklar líkur á að ég leyfi mér að fara að vinna og missa úr sundinu rétt áður en ég fer út að keppa. En þetta á allt eftir að koma í ljós. Ég er nokkuð viss um að þetta endar allt einhvernvegin. Ég held að enginn nenni að lesa meira (hissa ef einhver hefur nennt að lesa svona langt!) þannig að ég er hættur í bili þótt ég hafi nóg að segja frá. Og já, ef þú hefur ekki skrifað í gestabókina mína þá legg ég til að þú gerir það núna! :)
..:: m ::..

laugardagur, febrúar 15, 2003

Slumber-Jack


Í gær fórum við í bæinn og kíktum á nokkra skemmtistaði og það var ágætt. Lentum næstum í slagsmálum við nokkra útkastara á Gauki á stöng og var það mjög hressandi. Ekkert varð þó úr því og var kominn slykja af fýlu í yfir mannskapinn þannig að haldið var heim á leið eftir heldur stutta bæjarferð. Þó rættist úr ferðinni á leiðinni heim þar sem ég sá einhverjar stelpur rífast og bannaði því að við myndum leggja af stað fyrr en eitthvað gerðist, því við vorum komnir inní bíl til að halda heim á leið. Og viti menn, það varð úr þess líka þessi stórskemmtilegi stelpuslagur og skemmtum við okkur konunglega yfir þessu. Eflaust hafa þær verið að ræða karlamál því mikill hiti var kominn í leikinn. Atli hélt því fram að þær væru að rífast um sig og þorði enginn að mótmæla því. Þetta endaði með því að ein stelpan lagðist í jörðina og grét meðan vinkona hennar huggaði hana, en þá hafði slagurinn færst yfir götuna. Þessi sem var að slást við þessar tvær hypjaði sig í burtu og það gerðum við líka. Góður endir á ágætis kvöldi. Svo er bara spurningin hvar maður horfir á Júróvisjón undankeppnina því ég held að maður geti ekki sem sannur Íslendingur og þar af leiðandi aðdáandi Júróvisjón sleppt því að horfa á keppnina. Leðjan til Lettlands er mottó kvöldsins!
..:: mac ::..

föstudagur, febrúar 14, 2003

Glens


Ég var að koma úr bænum þar sem ég og Jobu Kretz og Torgeirz sáum uppistand með tveimur uppistands-snillingum. Fyrst var einhver íslensk gella sem var kynnir og er víst búin að meika það eitthvað í útlöndum en hún var bara ekkert fyndin. Svoldið erfitt líka þar sem það voru bara svona 50 manns á Sportkaffi þannig að það var erfitt að ná upp mikilli stemmningu, amk fyrir hana.

Svo kom Írinn David O'Docherty fram á sviðið og talaði mikið um muninn á Írlandi og Íslandi, greinilega búinn að vinna heimavinnuna sína vel því helmingurinn af prógramminu hans snerist um Ísland. Hann var virkilega fyndinn og fékk alla til að hlægja vel og lengi, og næstum aldrei var dauður punktur hjá honum. Sérstaklega voru lögin sem hann tók á litla mini-orgelið sitt fyndin.

Rhys Darby var næstur og kemur hann aðeins lengra að eða frá Nýja-Sjálandi. Hann byrjaði með þvílíkum látum að ég grenjaði úr hlátri fyrsta kortérið! Það var algjör argandi snilld og vel þess virði að sjá þetta þótt ekki væri nema fyrir þessa snilld þarna í byrjun. Hann dalaði aðeins og sum atriðin voru ekki svo fyndin en mestallt var þetta ótrúlega gott hjá honum og þrælfyndið. Hann var allur í að gera hljóð og leika t.d. afa sinn og T-Rex risaeðlu og margt fleira. Það var algjör snilld og sérstaklega þegar hann tók sönginn sinn ef söng má kalla. Í einu atriðinu, sem var án efa mitt uppáhald eftir kvöldið, þá breyttist sagan hans í klámmynd og hann gerði grín að klámmyndatónlist með takt-kjafti og með þvílíkum hreyfingum og ég náði varla andanum úr hlátri!

Þannig að eins og þið heyrið þá mæli ég virkilega með þessu, þetta er aftur á morgun föstudag og á laugardaginn líka. Þetta kostar 2000 kall en ef þú hefur gaman að uppistandi þá er það vel þess virði. Algjör snilld á köflum. Og já, svo ætla ég bara að láta vita að takmarkinu er náð. Það eru yfir hundrað virkir þáttakendur í Iceblog! Happy happy joy joy! Gaman að þessu. Það var takmarkið (af einhverjum ástæðum) og núna hefur það loksins náðst. 101 virkir þáttakendur í dag og enn að bætast við.
..:: mag ::..

fimmtudagur, febrúar 13, 2003

Action


Það er nú ekkert svakalegt action í gangi hjá mér núna. Ekki nema það að ég er búinn að ákveða hvar ég ætla að kaupa vélina mína og vonandi þarf ég ekki að bíða nema í tvær vikur eftir henni. Úff, ég vill ekki þurfa að bíða í tvær vikur!

Ég fór í próf í nýaldarheimspeki í síðustu viku og fékk niðurstöðuna í gær. Ég vissi ekki rassgat hvernig mér gekk en var bara sáttur við að fá átta. Það voru bara fimm spurningar þannig að ég var semsagt með eina vitlausa. Það skrítna er að þetta voru allt krossar! Krossapróf í heimspeki!? Það er eitthvað það vitlausasta sem ég hef heyrt lengi. Það var nokkuð skondið, Jóhann vissi heldur ekkert hvernig honum gekk, hann sagði að það væri bara ein spurning sem hann vissi að hann hefði verið með rétta. Og svo kom í ljós að sú spurning var sú eina sem hann var með vitlaust! Hann fékk sem sagt líka átta, þannig að spádómurinn minn um að ég fengi tvo og hann fjóra gekk ekki eftir, kanski sem betur fer. Smelltu á fyrirsögnina á þessu bloggi. Nokkuð sniðugt en það sést enginn texti! Skrítið, ætli Bill Gates standi fyrir þessu?
..:: mags ::..

miðvikudagur, febrúar 12, 2003

Brazen


Ég spurði mann hvað klukkan var á mánudaginn og hann sagði "Hún er eitt. Þetta verða sex þúsund og sex hundruð krónur." Þetta var semsagt tannlæknir. Já tannlæknar gera fátt ókeypis. Annars er það að frétta að ég er búinn að selja myndavélina mína, það var frændi minn sem keypti hana og er það vel. Núna er málið að reyna að fá sem bestan díl á eBay. Vonandi verður það ekki of mikil bið því ég hlakka mikið til að fá nýju vélina mína. Ef einhver vill koma með mér á rúntinn í síðasta skipti á morgun, fimmtudag, þá er það guðvelkomið. Litla systir er nebbla að fá bílpróf á föstudaginn og tel ég hverfandi líkur á því að ég fái nokkurntíman að setjast undir stýri á bílnum okkar aftur.
..:: m ::..

mánudagur, febrúar 10, 2003

Einu sinni


Einu sinni drógu hestar menn í kerrum og fluttu þá þannig á milli staða, jafnvel landshlutanna á milli. Nú draga menn hesta í kerrum á eftir 5 milljón króna jeppanum sínum á 38 tommu dekkjum og með krómaðan stuðara og milljón króna spoilerkit. Einu sinni átu Íslendingar súran eða myglaðan mat þegar liðið var á veturinn til að halda í sér lífinu því það var ekkert annað að fá. Nú dressar fólk sig upp í sitt fínasta púss og keyrir á jeppanum sínum til að hitta annað fólk og éta sama viðbjóðinn og horfa á skemmtiatriði. Einu sinni hætti fólk lífi sínu til að komast yfir landið, fór gangandi á fjöll og varð stundum úti. Nú keyrir fólk á jeppanum sínum uppá fjöll og leikur sér á vélsleðum og lætur svo björgunarsveitina koma að ná í sig ef það kemur vont veður. Einu sinni var fólk heppið ef það fékk að fara til Danmerkur til að mennta sig og upplifa eitthvað annað en vesældina á Íslandi. Nú gráta mannabörnin ef þau fá ekki að fara til Mallorca í sumarfríinu sínu til að sleikja sólina og borða ís og leika sér. Einu sinni frétti fólk það helsta sem hafði gerst þegar það komu gestir sem vissu eitthvað sem heimisfólkið vissi ekki. Núna má enginn sem leikið hefur í bíómynd fara á stefnumót án þess að það séu 50 fréttastofur búnar að skrifa um það á netið og allir í heiminum vita af því. Einu sinni var það gleðiefni þegar pósturinn kom einstöku sinnum með bréf frá ættingjum eða vinum og fólkið hópaðist saman til að heyra hvað skrifað var. Í dag röflar fólk yfir því hvað það er mikill ruslpóstur allstaðar og getur sent bréf til vina sinna í Kína og það er komið til skila eftir tvær sekúntur. Já, hvernig ætli heimurinn verði eftir hundrað ár?

Check it. Myndavélin mín til sölu á kassi.is.
..:: rauður ::..
Flúði á Flúðir

Jújú, ég flúði á vit Flúða í dag og var það gaman. Semsagt, ég og familían fórum að heimsækja Gilla frænda sem er að kenna í barnaskólanum á Flúðum og hann býr í sveitinni þar nálægt. Þar var haldið þorrablót og var þetta bara dagur hinn ágætasti. Hlustaði mikið á frænda minn sem hljómar eins og Abe Simpson, hann röflar endalaust um ekki neitt og er helvíti fyndinn karakter. In other news, ég er kanski búinn að selja myndavélina mína fyrir skikkanlegt verð, sem sagt frændi minn (vá, þriðji frændi minn sem ég minnist á í blogginu mínu í dag, how sad is dat?) er með hana í láni og ætlar kanski að kaupa hana *fingers crossed*. Anyhoo, ef þið kunnið quick fix á bráða-þunglyndi þá væri það vel þegið. Líf mitt er endalaus mánudagur.

Setning dagsins: "I have never paid for sex in my life, wich has pissed off quite a few prostetutes I'll tell you!"
..:: magchen in not so much action ::..

sunnudagur, febrúar 09, 2003

Hjá Árna


I am the most pathetic human being on the face of the earth. I hate myself. Semsagt, ég er hjá Árna og var hér í mestallt kvöld. Endaði ekki niðrí bæ eins og ég hafði vonað, ekki gott. En ég gerði þó eitthvað, það er betra en ekkert. Er það ekki annars? Held það. Samt, ekki gott að vera að blogga þegar maður er ekki gáður sá er kenndur er við all. Jæja, ætli það sé ekki best að hætta þessari vitleysu. Djöfull er bloggið mitt annars orðið leiðinlegt. Af hverju ertu að lesa bloggið mitt?
..:: magchen ::..

laugardagur, febrúar 08, 2003

Laugardagur til... lukku?


Nú er runnið upp enn eitt laugardagskvöldið og að venju þá er algjörlega óráðið hvað ég mun gera. Það er alveg ótrúlegt með líf mitt, ég má helst ekki gera neitt sem er skipulagt með meira en 38 sekúntna fyrirvara. Frekar óþægilegt verð ég að segja, alltaf er það sem gerist, eða gerist ekki, svakalega spontant og óviðbúið. Jæja, ég segi það nú kanski ekki alveg, en svona næstum. Samt finnst mér ég frekar vera þessi týpa sem vill hafa hlutina nokkuð vel skipulagða og örugga. Annars er ég kominn með ógeð á þessari áráttu í mér að vera að skilgreina alla hluti fram og til baka, analizera allt sem gerist og lesa allt of mikið út úr hlutunum. Ég er eins og algjör kelling hvað það varðar, en eins og allir vita hafa allar kvenkyns manneskjur þessa ótrúlegu áráttu til að spá allt of mikið í hlutina. Ég er ekki nógu kærulaus, ég er alveg farinn að sjá það. Kanski maður ætti bara að ræna bílnum hennar mömmu og keyra til Akureyris og kíka í Sjallann! Nei, kanski aðeins of kærulaus, og heldur mikið spontant fyrir mig. Eða hvað?
..:: m ::..

föstudagur, febrúar 07, 2003

Jackson


Aumingja Michael Jackson. Ég var að horfa á heimildarþáttinn Living With Michael Jackson sem var á RÚV núna í kvöld og ég verð nú bara að segja að fáir eru skrítnari en þessi misskyldi maður. Hann talaði um æsku sína og hvernig pabbi þeirra bræðra lamdi þá hvað eftir annað og allt það sem hann þurfti að ganga í gegnum, og restin af þættinum var algjörlega skiljanleg eftir að maður sá það. Næstum rökrétt. Auðvitað er hann eins og hann er eftir þetta uppeldi sem hann fékk. Hann elskar börn og vill lifa að eilífu. Hann er bara barn sjálfur að eigin sögn og eftir að hafa horft á þennan þátt trúi ég því alveg. Það skrítna er hvað hann var fullorðinslegur þegar hann var krakki. Hann tók þetta í öfugri röð. Fyrst fullorðinn og síðan barn. Helvíti ríkt barn að vísu. Neverland, heimilið hans/skemmtigarðurinn hans, er svakalegt. Algjört ævintýri.

Maður veit nottla ekkert hverju maður á að trúa þegar hann segist bara hafa farið í tvær lýtaaðgerðir, en ég trúi honum alveg að hann sé með húðsjúkdóm sem útskýrir hvítu húðina og sólarfælnina. Ég skil hann líka ótrúlega vel að vilja vernda börnin sín eftir þá æsku sem hann upplifði. Og ef það þýðir að þau þurfi að ganga með grímur eða hulu fyrir andlitinu þá verður það bara að vera þannig. Og þeir sem sáu þáttinn, og öngþveitið af fólki sem myndaðist um leið ef hann fór með krakkana í verslunarmiðstöð eða í dýragarðinn hljóta að skilja þetta. Það verður bara allt vitlaust í kringum gaurinn þegar hann fer eitthvert! Auðvitað vill hann vernda börnin sín og að þau þurfi ekki að ganga í gegnum það sama. Þvílíkt líf. Og mér fannst magnað að sjá stelpuna sem fékk að faðma hann og kyssa og brotnaði bara saman eftir það, þetta var svo yfirþyrmandi upplifun fyrir hana. Það var ótrúlegt að sjá þetta. En maðurinn má eiga það að hann er góður tónlistarmaður. Amk er gamla tónlistin hans góð og verður það öruggleg alltaf, nútímaklassík if you will. Ég veit að það hefur orðið og verður eitthvað meira fjölmiðlafár útaf þessari mynd, og ég skil það alveg. En mér finnst að þeir ættu bara að leyfa manninum að lifa í friði. Hann er nú bara manneskja eins og ég og þú. Pís át.
..:: magson ::..

fimmtudagur, febrúar 06, 2003

Um leið og ég er búinn að selja myndavélina mína ætla ég að panta þessa nýju. Nett finnst þér það ekki? Ég veit ekki alveg akkuru en mig langar þvílíkt mikið að eignast hana. Og ég veit líka að það er fullt af fólki sem hefur aldrei átt stafræna vél og langar að prófa þannig að ég held að ég geti alveg selt mína enda er það topp vél. En ég er búinn að eiga hana í tvö ár og mig langar að prófa eitthvað nýtt.

Þetta vakti áhuga minn. Nú af hverju ætli það sé? Það lítur út fyrir að það verði ekki svo erfitt að halda áramótaheitið mitt, að vera 380 kíló í lok árs. Vúppí.
..:: magfc ::..

miðvikudagur, febrúar 05, 2003

Feitt rokk


Ég var að renna í hlað eftir mjög svo vel lukkaða ferð í Frumleikhús okkar Keflvíkinga. Þar léku fyrir dansi drengirnir úr Tommygun Preachers, Ensími og Brain Police. Innanbæjarmennirnir úr Tommygun voru helvíti góðir, spiluðu nokkuð hart rokk og hljómuðu helvíti vel bara. Magni er geggjaður söngvari og sannaði það enn og aftur í kvöld. Þvínæst stigu Ensími á stokk og léku fyrir viðstadda af góðkunnri snilld. Þó var sándið eitthvað að bögga þá og gítararnir duttu út þegar þeim sýndist svo og kom það nokkuð niður á frammistöðu þeirra. Þeir standa þó alltaf fyrir sínu og eiga auðvitað frábær lög sem þeir tóku ágætlega þannig að maður hafði gaman að.

En þá var komið að aðalatriði kvöldsins (að mínu mati amk). Brain Police þusti fram á sviðið og nauðgaði græjum sínum af mikilli innlifun og hjörtun í öllum slóu í takt við bassatrommuna sem var misskunnarlaust lamin af harðhentum trommuleikara sveitarinnar sem er lítið annað en snillingur. Bassalínurnar hjá þessari hljómsveit eru líka frábærar og eru það sem gera sveitina sérstaka ásamt söngnum. Gítarinn kemur sterkur inn á nokkrum stöðum en er alltaf góður og yfirleitt heyrist vel í honum. Jenni söngvari er einn sá besti sem ég hef heyrt í og maðurinn kann sko að öskra! Váááá hvað hann er með sterka og flotta rödd og að heyra í honum á tónleikum er bara geggjað. Þeir spila svo þétt að maður heldur að maður sé bara staddur inn í stúdíói þar sem þeir eru að taka upp plötu, þeir slá vart feilnótu og eru bara brilliant í alla staði. Ensími voru góðir en þeir voru prump miðað við Brain Police. Þeir ætluðu að klára svo hressilega að í síðasta laginu stútaði trommuleikarinn bassatrommu-pedalnum sínum og þeir urðu að hætta! Það gerist ekki rokkaðra en það!! Ég held að það sé engin spurning hvaða hljómsveit er í næst mestu uppáhaldi hjá mér í heiminum í dag. Ég gerðist þó svo kurteis að kaupa mér Ensími-bol og er ég sáttur við þau kaup því bolurinn er flottur. Ég hefði örugglega keypt eitthvað með Brain Police hefðu þeir verið að selja eitthvað.

Annars er mál málanna í dag að kaupa sér myndavél. Ég fór í heimsókn til afa míns í dag og hann var að kaupa sér nýja stafræna myndavél. Mig langar ógislega mikið í svoleiðis og er að spá í að kaupa mér solleis á e-bay. En þá vantar mig að losna við mína. Langar þig að kaupa vélina mína? Tveggja ára gömul Fuji FinePix 4700zoom 4.3 megapixla vél í fínu standi, með tösku og auka korti. Þetta dót útúr búð í dag myndi kosta svona 70 þús kall þannig að það er tækifæri á að gera kostakaup og fá þetta á helmingnum af því, svona 35 þús kall. Ef einhver býður betur þá er bara slagur um hvern langar mest og á mestan pening! Gullið tækifæri á að eignast loksins stafræna vél! Sparar sig upp á innan við ári með framköllunarkostnaði! Think about it. Nóg af plöggi í dag.
..:: maggapixel ::..

þriðjudagur, febrúar 04, 2003

Konur eyða meiri tíma í að hugsa um hvað karlar eru að hugsa, heldur en karlar eyða í að hugsa yfir höfuð.


..:: mag ::..

mánudagur, febrúar 03, 2003

Þetta reddaðist


Laugardagskvöldið varð nú ekki svo galið eftir allt saman. Það var meira að segja bara mjög skemmtilegt! Ég endaði á því að drattast út rétt eftir miðnætti og fór til Þolla. Þar var frændi hans og hann er skyggn og bauðst til að spá fyrir framtíð minni. Auðvitað vildi ég það og hann fór að segja mér allskonar hluti. Hann talaði um sundið og það var alveg hellings vit í því sem hann var að segja. Svo talaði hann um skólann en þá var ég ekki alveg jafn sáttur því hann sagði að ég hefði aldrei átt að hætta í verkfræðinni! Og hann sagði að ég vissi það sjálfur og ætti bara að halda áfram og hætta þessu bulli. Isss... ég er ekki búinn að samþykkja þetta. Svo sagði hann að kærastan mín (verðandi) væri ljóshærð og einhver sem ég þekki nú þegar! Ég hef ekki hugmynd um hverja hann er að tala um en hann var alveg viss í sinni sök þannig að ef þú ert þarna úti e-r staðar þá máttu alveg bjalla í mig! Hann sagði eitthvað fleira en ég man það ekki nógu vel til að segja frá því.

Svo komum við okkur niðrí bæ og hittum strákana sem voru í staffapartýi á 67. Þaðan fórum við á H-38 og var það barasta helvíti gaman. Ég hló oftar en einu sinni og oftar en tvisvar eins og ég var búinn að lofa sjálfum mér, því maður sér svo miklu betur hvað hinir eru fyndnnir og vitlausir fullir þegar maður er sjálfur edrú. Ég dansaði líka eins og vitleysingur þrátt fyrir það og kom sjálfum mér bara á óvart. Held að ég verði bara dræver það sem eftir er, amk fram í apríl.

Í gær fór ég svo að vinna, fór í nudd í Njarðvík, fór svo í bíó í bæinn og kom seint heim þannig að það var nóg að gera. Svo mikið að gera meira að segja að ég komst ekkert á netið! Ég sem er orðinn þvílíkur netfíkill, þetta var eitthvað met sko. Anyhoo, það var óendanlega kalt í vinnunni og gott að komast heim í langþráða heita sturtu eftir það. Það var líka helvíti gott að fara í nudd, aumir axlavöðvar eftir sundið fengu smá útreið, og Catch Me If You Can er bara nokkuð góð mynd. Gef henni þrjár stjörnur af fjórum mögulegum. Og þessi helgi fær líka þrjár af fjórum mögulegum. :)
..:: mag ::..

sunnudagur, febrúar 02, 2003

Handalaus látbragðsleikari


Ég er jafn sorglegur og handalaus látbragðsleikari. Er ekkert að gera og það er laugardagskvöld. Allir sem ég þekki, eða næstum allir... nei bíddu... ALLIR sem ég þekki eru að gera eitthvað, en ekki ég. Ekki er öll von úti enn, klukkan er bara hálf tólf. Ég er að spá í að kíkja á allt fulla fólkið niðrí bæ á eftir og hlæja einu sinni, jafnvel tvisvar. Allavega, vill enda þetta á hugvekju. Skilja mig ekki flestir (í sambandi við undanfarin blogg) þegar ég sýni ykkur þessa mynd? Hvernig getur hún verið svona falleg?
..:: magchen ::..

laugardagur, febrúar 01, 2003

8 mile


Var í bíó, sá mílurnar átta,
sá litla gangsta' bófa
rífa sig og þrátta.
Hafði gaman að
og ákvað að prófa,
að blogga sona "frístæl"
árður en ég hátta.

Eminem var góður
þótt byrjað hafi illa
og trailer-milf var ágæt
en þó með sína kvilla.
Taryn Mannin alltaf heit
Britaney Murphy nokkuð pheit,
wonder if I'm too late
2 ring'em up and score a date.

Held ég haldi mig við bloggið
og láti vera að rappa
held ég eigi lítið í
þessa reiðu kappa
þar sem skotárásir eru tíðar
og allir lauslegu nappa,
við sjáumst síðar
Maggi er farinn, vonandi verð
ég ekki barinn.

..:: whoeva ::..