Jackson
Aumingja Michael Jackson. Ég var að horfa á heimildarþáttinn Living With Michael Jackson sem var á RÚV núna í kvöld og ég verð nú bara að segja að fáir eru skrítnari en þessi misskyldi maður. Hann talaði um æsku sína og hvernig pabbi þeirra bræðra lamdi þá hvað eftir annað og allt það sem hann þurfti að ganga í gegnum, og restin af þættinum var algjörlega skiljanleg eftir að maður sá það. Næstum rökrétt. Auðvitað er hann eins og hann er eftir þetta uppeldi sem hann fékk. Hann elskar börn og vill lifa að eilífu. Hann er bara barn sjálfur að eigin sögn og eftir að hafa horft á þennan þátt trúi ég því alveg. Það skrítna er hvað hann var fullorðinslegur þegar hann var krakki. Hann tók þetta í öfugri röð. Fyrst fullorðinn og síðan barn. Helvíti ríkt barn að vísu. Neverland, heimilið hans/skemmtigarðurinn hans, er svakalegt. Algjört ævintýri.
Maður veit nottla ekkert hverju maður á að trúa þegar hann segist bara hafa farið í tvær lýtaaðgerðir, en ég trúi honum alveg að hann sé með húðsjúkdóm sem útskýrir hvítu húðina og sólarfælnina. Ég skil hann líka ótrúlega vel að vilja vernda börnin sín eftir þá æsku sem hann upplifði. Og ef það þýðir að þau þurfi að ganga með grímur eða hulu fyrir andlitinu þá verður það bara að vera þannig. Og þeir sem sáu þáttinn, og öngþveitið af fólki sem myndaðist um leið ef hann fór með krakkana í verslunarmiðstöð eða í dýragarðinn hljóta að skilja þetta. Það verður bara allt vitlaust í kringum gaurinn þegar hann fer eitthvert! Auðvitað vill hann vernda börnin sín og að þau þurfi ekki að ganga í gegnum það sama. Þvílíkt líf. Og mér fannst magnað að sjá stelpuna sem fékk að faðma hann og kyssa og brotnaði bara saman eftir það, þetta var svo yfirþyrmandi upplifun fyrir hana. Það var ótrúlegt að sjá þetta. En maðurinn má eiga það að hann er góður tónlistarmaður. Amk er gamla tónlistin hans góð og verður það öruggleg alltaf, nútímaklassík if you will. Ég veit að það hefur orðið og verður eitthvað meira fjölmiðlafár útaf þessari mynd, og ég skil það alveg. En mér finnst að þeir ættu bara að leyfa manninum að lifa í friði. Hann er nú bara manneskja eins og ég og þú. Pís át.
..:: magson ::..
Halló heimur!
Fyrir 2 árum