miðvikudagur, febrúar 26, 2003

Back 2 da future


Já, mig langar að senda bakið mitt til framtíðarinnar. Eins og ég sagði í gær sleppti ég því að læra og tók þá afdrifaríku ákvörðun að fara í fútbol. Og mér tókst að stúta á mér bakinu. Það var ekki eitthvað eitt atvik sem rústaði svona skemmtilega á mér bakinu heldu versnaði þetta eftir því sem leið á leikinn. Þegar ég hætti var ég alveg búinn, harðsperrur farnar að myndast á leiðinlegum stöðum og bakið á mér emjaði úr aumingjaskap. Ég get örugglega ekki synt í nokkra daga útaf þessu. Ég get pottþétt ekki synt á þessu sundmóti. Djöfull hljómar þetta eins og leim afsökun af því að ég nenni ekki að keppa, en það er ekki málið sko! Úff. Enginn maður hefur lent í eins miklum erfiðleikum að klæða sig í sokkana sína eins og ég í morgun. Ég hélt ég myndi deyja. Ég sé alveg fréttina fyrir mér í Fréttablaðinu: "Sokkar urðu Magnúsi að fjörtjóni! Ungur drengur úr Reykjanesbæ lét lífið er hann reyndi án árangurs að klæða sig í sokkana sína. Aðkoman var hræðileg, sokkar útum allt og Magnús lá niðurbrotinn, steindauður á gólfinu í herberginu sínu að Faxabraut í Keflavík. Hans verður sárt saknað og verða allir hans sokkar brenndir við hátíðlega athöfn í Skrúðgarðinum kl. 4 á laugardaginn nk."
..:: backmag ::..
blog comments powered by Disqus