þriðjudagur, febrúar 18, 2003

Kananananarí


Ég er búinn að ákveða að fara til Kanarí um páskana til að synda. Nú verður bara að koma í ljós hvort ég fari á Smáþjóðaleikana. Vonum bara það besta. Djöfull eru gaurarnir í 70 mínútum á popptíví heimskir maður. Ég get ekki horft á þessa þætti lengur. Ég er ekki að tala um þessa hluti sem þeir gera eins og að drekka einhvern viðbjóð og gera sig að fíbblum í falinni myndavél því það er nottla bara skemmtun. Auðvitað má deila um gildi slíkrar skemmtunar en ég er ekki að gera það hér. Þeir eru bara svo plein vitlausir! Það fer alvarlega í taugarnar á mér.

Jobu og Freysier mættu til mín í dag og við gerðum heiðarlega tilraun til að læra fyrir próf sem við erum að fara í í næstu viku. Asnalegt að skrifa í í. Samt er það rétt. Allavega, við enduðum auðvitað á því (eins og í hvert skipti sem þessi hópur kemur saman) að tala um milljón aðra hluti en prófið, en samt mikið af því á heimspekilegum nótum. Ég og Jobu vorum sammála um eitthvað mál tvisvar í röð og olli það miklli skelfingu innan hópsins því eins og allir vita á það ekki að vera fræðilega mögulegt. En það næsta sem við töluðum um var eitthvað sem við höfðum algjörlega andstæðar skoðanir á þannig að við vörpuðum öndinni léttar. Heimurinn myndi ekki farast þann daginn. Annars er það skemmtileg (má kanski deila um það) staðreynd að þessi hópur sem við erum komnir úr er eðlisfræðinörda hópurinn. Í hann vantar að vísu DJ Hot Pot og Betu en samt er asnalegt að segja frá því að nú ræðum við heimspeki en ekki eðlisfræði. Kanski jafn nördalegt?
..:: magchen ::..
blog comments powered by Disqus