Action
Það er nú ekkert svakalegt action í gangi hjá mér núna. Ekki nema það að ég er búinn að ákveða hvar ég ætla að kaupa vélina mína og vonandi þarf ég ekki að bíða nema í tvær vikur eftir henni. Úff, ég vill ekki þurfa að bíða í tvær vikur!
Ég fór í próf í nýaldarheimspeki í síðustu viku og fékk niðurstöðuna í gær. Ég vissi ekki rassgat hvernig mér gekk en var bara sáttur við að fá átta. Það voru bara fimm spurningar þannig að ég var semsagt með eina vitlausa. Það skrítna er að þetta voru allt krossar! Krossapróf í heimspeki!? Það er eitthvað það vitlausasta sem ég hef heyrt lengi. Það var nokkuð skondið, Jóhann vissi heldur ekkert hvernig honum gekk, hann sagði að það væri bara ein spurning sem hann vissi að hann hefði verið með rétta. Og svo kom í ljós að sú spurning var sú eina sem hann var með vitlaust! Hann fékk sem sagt líka átta, þannig að spádómurinn minn um að ég fengi tvo og hann fjóra gekk ekki eftir, kanski sem betur fer. Smelltu á fyrirsögnina á þessu bloggi. Nokkuð sniðugt en það sést enginn texti! Skrítið, ætli Bill Gates standi fyrir þessu?
..:: mags ::..
Halló heimur!
Fyrir 2 árum