sunnudagur, febrúar 16, 2003

Leðjulausir Lettar


Botnleðja tapaði fyrir Birgittu Haukdal og þykir mér það ekki skrítið. Hún var með mjög áhorfendavænt lag og ef þú hugsar um fjöldann er það ekki skrítið að hún hafi verið kosin. Það hefði samt verið snilld hefði Botnleðja fengið að fara. Ég var að spögulera í gær hvar ég gæti horft á keppnina og það endaði með því að ég þurfti að fara ósköp stutt. Bara niður í stofu. Þegar leið á keppnina fylltist húsið af vinum mínum sem syrgðu úrslitin eitthvað fram eftir nóttu. Þá kíktum við niður í bæ og var það bara helvíti gaman. Fullt af fólki á Duus og hörku stemmning, fáir á H-38 en það er búið að breyta ýkt miklu þar inni og á örugglega eftir að breyta fleiru. Barinn uppi er kominn inn á mitt gólf liggur við og sona.

Ég er að *hóst* veikjast. Eða er búinn að vera að veikjast í þónokkurn tíma. Vonandi verður ekkert meira úr þessu. Það er ekki gaman að vakna og geta næstum ekkert andað vegna slíms og ógeðs sem stíflar öndunarfærin. Sem minnir mig á skemmtilega kenningu sem einhver kom með (hvort það var ekki bara Jón Gnarr) um af hverju maður vaknar alltaf andfúll. Hann sagði að á nóttinni væri fólk í vinnu við að brjótast inn í öll hús og kúka uppí alla á heimilinu! Mér finnst þetta mjög rökrétt.

Ég er að reyna að ákveða hvort ég eigi að fara til Kanarí um páskana til að synda. Það væri nottla ógislega gaman en það kostar seðla sem ég á ekki. Ég þyrfti að vera þvílíkt duglegur að safna, stofna bónstöð og reka hana í svona mánuð, þá gæti ég fengið þetta nokkurn vegin frítt. Gæti látið alla sem ég þekki styrkja mig og svona. Áttu annars ekki klink sem þú hefur ekkert að gera við? Ef ég fer, og næ inn í smáþjóðaleikaliðið, þá er möguleiki að ég fari þrisvar sinnum til útlanda áður en árið er hálfnað. Kanarí um páskana, Malta í byrjun júni á smáþjóðaleikana, og Hróarskelda í lok júní! Það er nefnilega eitthvað sem mig hefur langað svooo lengi að gera og er virkilega að spá í að framkvæma bara í ár. H-skólinn er nefnilega búinn fyrir páska (fyrir utan 3 próf í maí) og þá get ég farið að vinna til að eiga einhvern pjéning. Samt, ef ég næ á smáþjóðaleikana eru ekki miklar líkur á að ég leyfi mér að fara að vinna og missa úr sundinu rétt áður en ég fer út að keppa. En þetta á allt eftir að koma í ljós. Ég er nokkuð viss um að þetta endar allt einhvernvegin. Ég held að enginn nenni að lesa meira (hissa ef einhver hefur nennt að lesa svona langt!) þannig að ég er hættur í bili þótt ég hafi nóg að segja frá. Og já, ef þú hefur ekki skrifað í gestabókina mína þá legg ég til að þú gerir það núna! :)
..:: m ::..
blog comments powered by Disqus