mánudagur, febrúar 03, 2003

Þetta reddaðist


Laugardagskvöldið varð nú ekki svo galið eftir allt saman. Það var meira að segja bara mjög skemmtilegt! Ég endaði á því að drattast út rétt eftir miðnætti og fór til Þolla. Þar var frændi hans og hann er skyggn og bauðst til að spá fyrir framtíð minni. Auðvitað vildi ég það og hann fór að segja mér allskonar hluti. Hann talaði um sundið og það var alveg hellings vit í því sem hann var að segja. Svo talaði hann um skólann en þá var ég ekki alveg jafn sáttur því hann sagði að ég hefði aldrei átt að hætta í verkfræðinni! Og hann sagði að ég vissi það sjálfur og ætti bara að halda áfram og hætta þessu bulli. Isss... ég er ekki búinn að samþykkja þetta. Svo sagði hann að kærastan mín (verðandi) væri ljóshærð og einhver sem ég þekki nú þegar! Ég hef ekki hugmynd um hverja hann er að tala um en hann var alveg viss í sinni sök þannig að ef þú ert þarna úti e-r staðar þá máttu alveg bjalla í mig! Hann sagði eitthvað fleira en ég man það ekki nógu vel til að segja frá því.

Svo komum við okkur niðrí bæ og hittum strákana sem voru í staffapartýi á 67. Þaðan fórum við á H-38 og var það barasta helvíti gaman. Ég hló oftar en einu sinni og oftar en tvisvar eins og ég var búinn að lofa sjálfum mér, því maður sér svo miklu betur hvað hinir eru fyndnnir og vitlausir fullir þegar maður er sjálfur edrú. Ég dansaði líka eins og vitleysingur þrátt fyrir það og kom sjálfum mér bara á óvart. Held að ég verði bara dræver það sem eftir er, amk fram í apríl.

Í gær fór ég svo að vinna, fór í nudd í Njarðvík, fór svo í bíó í bæinn og kom seint heim þannig að það var nóg að gera. Svo mikið að gera meira að segja að ég komst ekkert á netið! Ég sem er orðinn þvílíkur netfíkill, þetta var eitthvað met sko. Anyhoo, það var óendanlega kalt í vinnunni og gott að komast heim í langþráða heita sturtu eftir það. Það var líka helvíti gott að fara í nudd, aumir axlavöðvar eftir sundið fengu smá útreið, og Catch Me If You Can er bara nokkuð góð mynd. Gef henni þrjár stjörnur af fjórum mögulegum. Og þessi helgi fær líka þrjár af fjórum mögulegum. :)
..:: mag ::..
blog comments powered by Disqus