Ég ákvað það áðan að það væri tími til kominn að ég myndi (!) birta einhverjar myndir hér á síðunni. Ég meina, til hvers að eiga stafræna myndavél (að vísu á ég ekki slíka vél í augnablikinu en whateva) ef maður hendir ekki myndum inn á netið af og til. Því kemur hér fyrsti skammturinn af myndum og vonandi hefur einhver gaman af þeim. Þetta eru 36 myndir frá hinum ýmsu viðburðum í mínu lífi á árinu 2002. Ef vel mælist til þá stendur lítið í vegi fyrir að setja fleiri myndir inn. Myndirnar er að finna hérna!
..:: myndamag ::..