laugardagur, febrúar 15, 2003

Slumber-Jack


Í gær fórum við í bæinn og kíktum á nokkra skemmtistaði og það var ágætt. Lentum næstum í slagsmálum við nokkra útkastara á Gauki á stöng og var það mjög hressandi. Ekkert varð þó úr því og var kominn slykja af fýlu í yfir mannskapinn þannig að haldið var heim á leið eftir heldur stutta bæjarferð. Þó rættist úr ferðinni á leiðinni heim þar sem ég sá einhverjar stelpur rífast og bannaði því að við myndum leggja af stað fyrr en eitthvað gerðist, því við vorum komnir inní bíl til að halda heim á leið. Og viti menn, það varð úr þess líka þessi stórskemmtilegi stelpuslagur og skemmtum við okkur konunglega yfir þessu. Eflaust hafa þær verið að ræða karlamál því mikill hiti var kominn í leikinn. Atli hélt því fram að þær væru að rífast um sig og þorði enginn að mótmæla því. Þetta endaði með því að ein stelpan lagðist í jörðina og grét meðan vinkona hennar huggaði hana, en þá hafði slagurinn færst yfir götuna. Þessi sem var að slást við þessar tvær hypjaði sig í burtu og það gerðum við líka. Góður endir á ágætis kvöldi. Svo er bara spurningin hvar maður horfir á Júróvisjón undankeppnina því ég held að maður geti ekki sem sannur Íslendingur og þar af leiðandi aðdáandi Júróvisjón sleppt því að horfa á keppnina. Leðjan til Lettlands er mottó kvöldsins!
..:: mac ::..
blog comments powered by Disqus