Laugardagur til... lukku?
Nú er runnið upp enn eitt laugardagskvöldið og að venju þá er algjörlega óráðið hvað ég mun gera. Það er alveg ótrúlegt með líf mitt, ég má helst ekki gera neitt sem er skipulagt með meira en 38 sekúntna fyrirvara. Frekar óþægilegt verð ég að segja, alltaf er það sem gerist, eða gerist ekki, svakalega spontant og óviðbúið. Jæja, ég segi það nú kanski ekki alveg, en svona næstum. Samt finnst mér ég frekar vera þessi týpa sem vill hafa hlutina nokkuð vel skipulagða og örugga. Annars er ég kominn með ógeð á þessari áráttu í mér að vera að skilgreina alla hluti fram og til baka, analizera allt sem gerist og lesa allt of mikið út úr hlutunum. Ég er eins og algjör kelling hvað það varðar, en eins og allir vita hafa allar kvenkyns manneskjur þessa ótrúlegu áráttu til að spá allt of mikið í hlutina. Ég er ekki nógu kærulaus, ég er alveg farinn að sjá það. Kanski maður ætti bara að ræna bílnum hennar mömmu og keyra til Akureyris og kíka í Sjallann! Nei, kanski aðeins of kærulaus, og heldur mikið spontant fyrir mig. Eða hvað?
..:: m ::..
Halló heimur!
Fyrir 2 árum