föstudagur, febrúar 14, 2003

Glens


Ég var að koma úr bænum þar sem ég og Jobu Kretz og Torgeirz sáum uppistand með tveimur uppistands-snillingum. Fyrst var einhver íslensk gella sem var kynnir og er víst búin að meika það eitthvað í útlöndum en hún var bara ekkert fyndin. Svoldið erfitt líka þar sem það voru bara svona 50 manns á Sportkaffi þannig að það var erfitt að ná upp mikilli stemmningu, amk fyrir hana.

Svo kom Írinn David O'Docherty fram á sviðið og talaði mikið um muninn á Írlandi og Íslandi, greinilega búinn að vinna heimavinnuna sína vel því helmingurinn af prógramminu hans snerist um Ísland. Hann var virkilega fyndinn og fékk alla til að hlægja vel og lengi, og næstum aldrei var dauður punktur hjá honum. Sérstaklega voru lögin sem hann tók á litla mini-orgelið sitt fyndin.

Rhys Darby var næstur og kemur hann aðeins lengra að eða frá Nýja-Sjálandi. Hann byrjaði með þvílíkum látum að ég grenjaði úr hlátri fyrsta kortérið! Það var algjör argandi snilld og vel þess virði að sjá þetta þótt ekki væri nema fyrir þessa snilld þarna í byrjun. Hann dalaði aðeins og sum atriðin voru ekki svo fyndin en mestallt var þetta ótrúlega gott hjá honum og þrælfyndið. Hann var allur í að gera hljóð og leika t.d. afa sinn og T-Rex risaeðlu og margt fleira. Það var algjör snilld og sérstaklega þegar hann tók sönginn sinn ef söng má kalla. Í einu atriðinu, sem var án efa mitt uppáhald eftir kvöldið, þá breyttist sagan hans í klámmynd og hann gerði grín að klámmyndatónlist með takt-kjafti og með þvílíkum hreyfingum og ég náði varla andanum úr hlátri!

Þannig að eins og þið heyrið þá mæli ég virkilega með þessu, þetta er aftur á morgun föstudag og á laugardaginn líka. Þetta kostar 2000 kall en ef þú hefur gaman að uppistandi þá er það vel þess virði. Algjör snilld á köflum. Og já, svo ætla ég bara að láta vita að takmarkinu er náð. Það eru yfir hundrað virkir þáttakendur í Iceblog! Happy happy joy joy! Gaman að þessu. Það var takmarkið (af einhverjum ástæðum) og núna hefur það loksins náðst. 101 virkir þáttakendur í dag og enn að bætast við.
..:: mag ::..
blog comments powered by Disqus