miðvikudagur, febrúar 05, 2003

Feitt rokk


Ég var að renna í hlað eftir mjög svo vel lukkaða ferð í Frumleikhús okkar Keflvíkinga. Þar léku fyrir dansi drengirnir úr Tommygun Preachers, Ensími og Brain Police. Innanbæjarmennirnir úr Tommygun voru helvíti góðir, spiluðu nokkuð hart rokk og hljómuðu helvíti vel bara. Magni er geggjaður söngvari og sannaði það enn og aftur í kvöld. Þvínæst stigu Ensími á stokk og léku fyrir viðstadda af góðkunnri snilld. Þó var sándið eitthvað að bögga þá og gítararnir duttu út þegar þeim sýndist svo og kom það nokkuð niður á frammistöðu þeirra. Þeir standa þó alltaf fyrir sínu og eiga auðvitað frábær lög sem þeir tóku ágætlega þannig að maður hafði gaman að.

En þá var komið að aðalatriði kvöldsins (að mínu mati amk). Brain Police þusti fram á sviðið og nauðgaði græjum sínum af mikilli innlifun og hjörtun í öllum slóu í takt við bassatrommuna sem var misskunnarlaust lamin af harðhentum trommuleikara sveitarinnar sem er lítið annað en snillingur. Bassalínurnar hjá þessari hljómsveit eru líka frábærar og eru það sem gera sveitina sérstaka ásamt söngnum. Gítarinn kemur sterkur inn á nokkrum stöðum en er alltaf góður og yfirleitt heyrist vel í honum. Jenni söngvari er einn sá besti sem ég hef heyrt í og maðurinn kann sko að öskra! Váááá hvað hann er með sterka og flotta rödd og að heyra í honum á tónleikum er bara geggjað. Þeir spila svo þétt að maður heldur að maður sé bara staddur inn í stúdíói þar sem þeir eru að taka upp plötu, þeir slá vart feilnótu og eru bara brilliant í alla staði. Ensími voru góðir en þeir voru prump miðað við Brain Police. Þeir ætluðu að klára svo hressilega að í síðasta laginu stútaði trommuleikarinn bassatrommu-pedalnum sínum og þeir urðu að hætta! Það gerist ekki rokkaðra en það!! Ég held að það sé engin spurning hvaða hljómsveit er í næst mestu uppáhaldi hjá mér í heiminum í dag. Ég gerðist þó svo kurteis að kaupa mér Ensími-bol og er ég sáttur við þau kaup því bolurinn er flottur. Ég hefði örugglega keypt eitthvað með Brain Police hefðu þeir verið að selja eitthvað.

Annars er mál málanna í dag að kaupa sér myndavél. Ég fór í heimsókn til afa míns í dag og hann var að kaupa sér nýja stafræna myndavél. Mig langar ógislega mikið í svoleiðis og er að spá í að kaupa mér solleis á e-bay. En þá vantar mig að losna við mína. Langar þig að kaupa vélina mína? Tveggja ára gömul Fuji FinePix 4700zoom 4.3 megapixla vél í fínu standi, með tösku og auka korti. Þetta dót útúr búð í dag myndi kosta svona 70 þús kall þannig að það er tækifæri á að gera kostakaup og fá þetta á helmingnum af því, svona 35 þús kall. Ef einhver býður betur þá er bara slagur um hvern langar mest og á mestan pening! Gullið tækifæri á að eignast loksins stafræna vél! Sparar sig upp á innan við ári með framköllunarkostnaði! Think about it. Nóg af plöggi í dag.
..:: maggapixel ::..
blog comments powered by Disqus