mánudagur, febrúar 24, 2003

Long distance


Áðan prófaði ég eitthvað sem ég hef vitað allt of lengi að sé hægt án þess að prófa það. Ég talaði semsagt við Elísabetu og Nonna í Noregi gegnum netið á MSN! Semsagt talaði við þau með míkrófón og heyrnartólum. Það var sniðugt, núna getur maður spjallað við þau hvenær sem er! :)

Ég er að fara í þrjú próf í þessari viku. Tvö þeirra gilda 50% af lokaeinkun og eitt gildir 35%. Ég er að vona að ég geti bullað mig útúr þessu einhvernvegin. Ég er svosem alveg búinn að lesa allt aðal-efnið og mæta í alla tímana, en ég er ekki búinn að lesa allt efnið sem útskýrir frumtextann. Þannig að ég vona bara það besta! Reyni að æfa mig vel á þessum tíma sem ég hef til stefnu. Wish me luck!

Næstu helgi ætla ég að fagna próflokum með allskonar húllumhæi! Ég er boðinn í ammæli bæði á föstudagskvöldið og laugardagskvöldið en það er galli á gjöf Njarðar! Það er þriggja daga sundmót um helgina. Og þar sem það eru ekki fimm dagar í þessari helgi þá skarast þetta óumflýjanlega. Ég er að reyna að losna undan því að keppa alla dagana, en það er ekki sjens að ég missi af þessum ammælum! Þetta verður svaðalegt!

Og eitt enn. Það styttist í að ég fái ADSL! Sjibbí! Það er nefnilega búið að vera að vinna í því að koma upp ókeypis ADSL internetþjónustu fyrir námsmenn í H-skólanum og nú styttist verulega að sá yndislegi tími renni upp! Vá hvað það veður æðislegt. Maður þarf notta að borga stofnkostnaðinn sjálfur, semsagt módem og smásía og eitthvað dót, og líka 2500 kall á mánuði til Landsímans fyrir ADSL-tenginguna, en internetþjónustan verður frí og engar takmarkanir á niðuhali!!! Vá hvað ég ætla þá að fá mér DC++ og downloda öllu í heiminum! Hvað kostar harður diskur annars þessa dagana?
Góðar stundir. (ps. taktu þátt í nýrri könnun!)
..:: m ::..
blog comments powered by Disqus