Doh!
Jújú. Uppistandið var fremur misheppnað. Sem kom mér eiginlega virkilega á óvart. Ég vorkenni amk þeim sem borguðu 2500 kall fyrir þetta. Þetta var ekki þess virði. En þar sem ég fékk þetta frítt (sbr. færsluna hér á undan) ætla ég ekkert að kvarta neitt of mikið.
Við mættum semsagt í H-skólabíó fengum okkar miða og ætluðum inn en þá vorum við 2 klst. of snemma á ferðinni. Þetta átti að byrja kl. 11 en ekki kl. 9! Heimskur ég, en þetta byrjaði kl. 9 kvöldið áður og ég hafði hvergi séð þetta auglýst nema kl. 9! En nóg af afsökunum. Við (sem sagt ég, Goldeneye, Nelson og Heimskspekingurinn) myrtum tímann þar til að uppistandið hófst með því að fara í keilu. Það var barasta fínt, diskókeila og læti. Og ég hét Hannes. Svo fórum við á uppistandið og fyrstur var Sigurjón Kjartansson sem var leiðinlegur. Ég er farinn að hallast á þá skoðun að sá maður sé bara ágætur í gríðarlegu hófi. Svo kom Þorsteinn Guðmundsson og var ekki jafn góður og hann á að sér að vera en þó mun skárri en Sigurjón (þurfti ekki mikið til). Svo kom auka-uppistandari og var það hann Pétur Jóhann Sigfússon úr Ding-Dong og var hann bara þrusugóður! Það má segja að hann hafi bjargað kvöldinu því maður hló bara samfellt af honum og vakti hann feiknarmikla kátínu í salnum.
Svo var spilað eitthvað myndband sem í voru klippur úr myndum sem Robert Townsend hefur leikið í og var þetta myndband ekkert fyndið enda held ég að það hafi ekki verið ætlunin. Þetta var meira svona "jú hann er víst frægur þótt þú hafir aldrei heyrt um hann!" comment frá þeim sem fluttu hann inn. Svo kom kallinn á sviðið, og jújú, hann átti svosem sína spretti. En ég fílaði þetta alltaf eins og að þetta væri bara spuni hjá honum og að hann væri bara að leika sér. Hann talaði mikið um kvöldið áður á djamminu hérna á skrítna Íslandi, hann talaði um svertingja, yfirvofandi stríð og gerði mikið grín að fólkinu í fremstu röðinni. En hann var bara yfirhöfuð ekkert svo fyndinn. Hann hefði átt að taka eitthvað bulletproof program bara þótt það sé gamalt eða eitthvað því það er ekki eins og við hefðum heyrt það enda maðurinn lítið þekktur hér. Og ég hef það á tilfinninguni að það muni ekki breytast mikið eftir heimsókn hans til þessa lands. Lifi Pétur í Ding-Dong!
..:: magchen ::..
Halló heimur!
Fyrir 2 árum