þriðjudagur, febrúar 25, 2003

One down... two to go.


Jæja, þá er fyrsta prófið búið í þessari prófatörn. Þetta var próf í siðfræði og gekk líka bara svona helvíti vel! Ég er bara nokkuð bjartsýnn á þetta og væri nokkuð sáttur með að fá svona átta. Ætla engar vonir að gera mér (yeah right!). Nú er bara málið að vera duglegur að læra fyrir hin tvö prófin sem eru því miður bæði á fimmtudaginn. Vonandi gengur það allt vel. Þau próf verða þó pottþétt erfiðari því í þessu fengum við að vita hvaða spurningar kæmu. Eða svona næstum. Við fengum blað með fimmtán spurningum og þrjár þeirra komu á prófinu. Við strákarnir undirbjuggum okkur bara vel fyrir allar spurningarnar og því var þetta ekkert svo erfitt. En ég er farinn að lesa Þeætetos (sem er bók í þekkingarfræði, eftir Platón, skrifuð 360 fyrir Krist takk fyrir!). Góðar stundir.
..:: m ::..
blog comments powered by Disqus