laugardagur, desember 24, 2005

Gleðileg jól

Vonandi eigið þið öll gleðilega jólahátíð! Verið nú öll dugleg að borða matinn ykkar og munið að vera þakklát fyrir hvað þið hafið það nú gott. ;) Kær kveðja,
Magnús Sveinn.

mánudagur, desember 19, 2005

Kominn á klakann

Við náðum að klára verkefnið á fimmtudaginn, og vorum mjög ánægðir með útkomuna. Það kostaði margar andvökunætur, mikla þreytu og gremju, en það var alveg þess virði. Nú er bara að vona að kennararnir verði jafn ánægðir og við með þetta.

Ég og Snorri tókum lestina uppá Kastrup á föstudagsmorguninn, en rétt fyrir utan Köben, á Høje Taastrup, þá var öllum hent út úr lestinni. Ég komst seinna að því að það hafi verið vegna verkfalls. Við vorum svo heppnir að þeir splæstu í rútu handa fólkinu sem var að fara uppá flugvöll þannig að við náðum fluginu og allt gekk upp að lokum.

Á laugardaginn útskrifaðist Fjóla systir (til hamingju með það systa!) og auðvitað var því fagnað með svaka veislu. Maturinn var svo góður að ég borðaði yfir mig, en þannig eiga veislur líka að vera. Um kvöldið fór ég í Reykjavíkina og hitti Ósk og Arndísi og Danmerkurliðið og djammaði smá með þeim sem var bara mjög gaman. Á sunnudaginn keyrði ég svo norður á Akureyri með pabba, Möggu og Kristjönu og verð hér fram á miðvikudag.

Jólagjafainnkaupin ganga eins og í sögu! Ég er næstum búinn að kaupa allar gjafirnar þótt ég hafi eytt mjög litlum tíma í að versla. Það er samt ekki eins og ég hafi bara keypt eitthvað útí bláinn til að klára þetta, heldur rambaði ég bara alltaf á eitthvað sem var alveg fullkomið. Það verður gaman á jólunum, því eins og allir vita þá er sælla að gefa en að þiggja. Merkilegt nokk þá verður sá gamli frasi réttari með árunum. Er ég í alvöru orðinn svona gamall? Ekki svara þessu. :)

Það er ágætis plan framundan næstu daga, aftur suður á miðvikudaginn, litlu jól á fimmtudaginn og svo brestur á Þorlákur og jólin þar á eftir. Ekki mikið planað milli jóla og nýárs, en ég er viss um að ég muni ekki sitja auðum höndum! Alltaf nóg að gerast. Og hana nú! Þá er ég búinn að blogga. Núna geta sumir andað léttar. :p
Maggi.

þriðjudagur, desember 13, 2005

Rímix

Skopparaboltar
Maður hlustar á tónlist allan daginn, og það liggur við að maður uppgötvi eitthvað nýtt á hverjum degi. Því ætla ég að byrja á því að skrifa meira um tónlist hérna á þessu bloggi og leyfa ykkur að sækja það sem ég er að hlusta mest á.

Byrjum á tveimur skemmtilegum lögum. Jose Gonzalez er, belive it or not, sænskur! Og hann gaf út ágætan debut disk sem heitir Veneer. Ég uppgötvaði hann í auglýsingunni um Sony Bavaria sjónvörp, þar sem einhverjir klikkaðir Sony gaurar hentu 250 þúsund skopparaboltum niður bratta götu í San Francisco. Þú getur skoðað auglýsinguna hérna og líka myndband um hvernig þeir gerðu hana. En nóg um það.

Ég er búinn að setja plötuna hans Jose vinar okkar á netið en ég mæli með því að þið sækið amk lagið Heartbeats, sem mér þykir besta lagið á disknum og er einmitt lagið sem er notað í Sony Auglýsingunni.

Jose Gonzalez
Diskurinn: Jose Gonzalez - Veneer

Lagið: Heartbeats

Þegar þið eruð búin að hlusta á Heartbeats nokkrum sinnum, þá mæli ég með því að þið sækið annað lag sem er stórskemmtilegt. Það er rímix af sama lagi með hljómsveit sem ég veit mest lítið um. Hún heitir The Knife og ég er sænsk alveg eins og Jose. Þetta er uppáhaldslagið mitt í dag! Ekki búast við því að þér þyki það skemmtilegt því það er frekar spes og ég held að aðal ástæðan fyrir því að ég fíla það svona er að ég er búinn að hlusta svo rosalega mikið á upprunalega lagið. En þið megið dæma um þetta sjálf. Hér er rímixið:

The Knife - Heartbeats


Starsailor - Four To The Floor
Annað lag sem ég vill benda á er lagið Four To The Floor með Starsailor. Það er reyndar ekkert merkilegt lag í sjálfu sér, en rímixið sem Daniel Desnoyers gerði af því er hinsvegar alveg frábært! Reyndar tekknó fílíngur í því sem leggst misvel í fólk, en mér er alveg sama, þetta er snilldar lag fyrir því. Endilega sækið báðar útgáfurnar.

Upprunalega: Starsailor - Four To The Floor

Remix: Daniel Desnoyers - Four To The Floor

Ef þið hafið ábendingar um einhverja tónlist sem þið voruð að uppgötva nýlega, ekki hika við að commenta! Á meðan ég skrifaði þessa færslu fékk ég hugmynd að tíu öðrum tónlistar-færslum í viðbót! Vonandi verð ég nógu duglegur til að henda fleiri lögum á netið og skrifa eitthvað um hvað ég er að hlusta á. Ef ykkur finnst þetta skemmtilegt og viljið meira svona, let me know! Annars gerist það ekki. :)
Maggarinn.

sunnudagur, desember 11, 2005

Lífið er...

...of stutt til að eyða því í samviskubit yfir því sem við ættum að vera að gera. Þetta skrifaði ungur drengur eitt sinn á blogginu sínu og ég held að þetta sé rétt hjá honum. Hvernig sem við losnum við samviskubitið er svo á okkar valdi, hvort sem við kæfum það með eigin sannfæringarkrafti eða förum einfaldlega að gera það sem við eigum að gera. Hið síðarnefnda er auðvitað besta leiðin, en af og til þá má líka nota sannfæringarkraftinn á sjálfan sig.

Franz Ferdinand var æði! Það er alltaf gaman að fara á tónleika með hressum rokkhljómsveitum og hoppa og láta eins og vitleysingur í tvo tíma. Franzinn á ansi magra fræga slagara og Danirnir, sem vanalega eru frekar slappir sem tónleikagestir, stóðu sig ágætlega og dönsuðu og hoppuðu og sungu með hljómsveitinni og okkur Íslendingunum. Eftir tónleikana fórum við niður í bæ, en í stað þess að djamma eins og planað hafði verið röltum við um í kuldanum og stóðum svo í leigubílaröð í klukkutíma áður en við fórum heim. Frekar slappur endir á annars góðu kvöldi.

Það styttist í að við þurfum að skila verkefninu því menn fara að týnast úr landi frá og með fimmtudeginum. Þolli er fyrstur til að kveðja en á föstudaginn förum við Snorri líka. Skýrsluskrif klárast í dag og á morgun, og við prentum skýrsluna á þriðjudag eða miðvikudag. Við fundum prent/ljósritunarstofu sem er með einhverja svaka græju sem ljósritar þetta allt í lit, báðum megin á síðurnar. Skýrslan verður aðeins minni en A5 blað í broti, og ansi margar síður. Svo ætlum við að binda hana inn og líma sjálfir, þannig að þetta verður eins og lítil bók. Svo er allskonar auka föndur í kringum það hvernig við ætlum að skila þessu inn. Við leggum næstum jafn mikla vinnu í hvernig við skilum verkefninu eins og verkefnið sjálft! En það mun líka hjálpa okkur mikið, kennurunum finnst skemmtilegra að hafa eitthvað flott design í höndunum og munu eflaust gefa okkur punkta fyrir það. Svo er líka miklu skemmtilegra að eiga eitthvað svona flott sjálfur! Ekki það að innihaldið sé eitthvað lélegt, alls ekki, enda miklir snillingar í þessum hóp. The Helligkorsgade Experience featuring Bjarni. En það er stíft prógramm framundan ef við eigum að ná að klára, þannig að ég kveð að sinni. Skemmtið ykkur vel í jólaundirbúningnum! :)
Maggi.

E.s: Við skulum rifja upp gamla og góða færslu sem gefur okkur þrjár leiðir til að sleppa frá samviskubitinu sem ég talaði um í byrjun færslunnar.

fimmtudagur, desember 08, 2005

Franz og SF vesen

Já það leit út fyrir það um tíma að Kolla og Birna myndu fá íbúð í sama húsi og við (ég, Camilla, Elva og Lára), en það klikkaði að lokum. Þetta var eins og jójó, af eða á, en endaði því miður á vitlausum stað. En þetta reddast allt einhvernvegin!

Á morgun ætlum við að kíkja inn til Köben til að sjá Franz Ferdinand á tónleikum! Það verður hörku stuð, Jói og Kristjana ætla að slást í hópinn frá Horsens (reyndar var það Jói sem reddaði miðunum). Meira um það seinna! Later amigos.
Maggi.

miðvikudagur, desember 07, 2005

Góðir straumar

Ég sendi Bryndísi Evu, Bebbu og Hjörleifi alla mína góðu strauma. Bryndís er veik og liggur á spítala. Ég vona innilega að allt verði í lagi, og ég er viss um það því hún er í góðum höndum og á frábæra foreldra.
Maggi.

sunnudagur, desember 04, 2005

Gúrkutíð í blogginu...?

Ekki mikið í gangi þessa dagana nema tölvugláp. Reyna að vinna þetta blessaða lokaverkefni og svona. Við höfum innan við tvær vikur eftir núna til að klára allt heila klabbið. Það hefur tafist að fá svör frá Sirkus, en við sendum þeim spurningalista sem komst loksins í réttar hendur fyrir helgi. Það klikkaði eitthvað fyrst útaf misskilningi með netföng (sem getur verið virkilega óþolandi). Þegar þessi svör fást getum við komist á gott skrið. Við erum nú samt búnir með ágætan slatta, og erum með virkilega góðar og spennandi hugmyndir sem verður gaman að koma frá sér. Á morgun ætla ég í skólann og láta kennara kíkja á það sem er komið úr skýrslunni okkar til að sjá hvort við séum ekki nokkurnvegin á réttri leið með hana. Ég veit að við erum með góða hugmynd, og öll tæki sem þarf til að hrinda henni í framkvæmd, þannig að það eina sem vantar er samstillt átak í að fylgja þessu eftir og klára þetta. Hehe, vá hvað þetta hljómaði eins og svar frá íþróttamanni að reyna að bulla sig útúr viðtali að loknum leik. Við verðum bara að gefa 110% í þetta! :p
Magnús.

fimmtudagur, desember 01, 2005

Ekki lengi gert

Af hverju ætli það sé gaman að eiga eitthvað sem er eftirsótt? Þetta er sönnun fyrir því hvað það langar marga á tónleikana í Höllinni í janúar. Og ég á miða í stúku! Vííí. :p
Maggi.

Þetta er alveg málið

Það eru tónleikar í Laugardalshöll þann 7. janúar sem ég held að séu alveg vel þess virði að sjá. Flytjendur eru meðal annara:

Ham, Damien Rice, Lisa Hannigan, Magga Stína, Múm, Sigur Rós, Hjálmar, KK, Rass, Björk, Ghostigital, Damon Albarn og Egó.

Hvernig er hægt að missa af þessu!? Ég get það amk ekki og ég trúi að það séu fleiri sem eru sammála mér í því. Þess vegna verður það fyrsta sem ég geri þegar ég vakna í fyrramálið að tryggja mér miða á þessa hátíð. Ég er strax farinn að hlakka til! :D Eins og það sé ekki nógu margt annað til að hlakka til! Það er gaman að þessu. Það er hægt að tryggja sér miða kl. tíu í fyrramálið (á íslenskum tíma) á midi.is. Sjáumst í Höllinni! ;)
Maggi.

þriðjudagur, nóvember 29, 2005

Það styttist í heimkomu

Þann 16. desember flýg ég heim og skv. útreikningum mínum eru bara tvær og hálf vika í það! Merkilegt alveg. Það er allt að skýrast í sambandi við San Francisco. Í gær frétti ég að ég fæ að vera tvo daga í viku hjá fyrirtæki sem heitir Elastic Creative. Þeir eru í grafískri hönnun, þrívíddarhönnun, vídjóvinnslu og ýmsu öðru. Þetta er virkilega spennandi tækifæri og ég hlakka til að læra alveg helling á næstu önn. Aðra daga verð ég hjá Media Posse. Það er fyrirtækið sem David á sem kenndi okkur í haust. Þeir sem ég hef talað við segjast hafa lært meira á þessari önn í starfsnámi heldur en á hinum önnunum þremur til samans. Ég vona að það verði eins með okkur hin. :)

Ég, Elva, Lára og Camilla ætlum að búa saman í San Francisco. Við sóttum um íbúð um daginn og fengum jákvætt svar. Hún er á besta stað, kostar ekki mikið og lítur mjög vel út! Þannig að hún er næstum fullkomin. Eina vandamálið er að við erum fjögur en fólkið vill helst ekki hafa fleiri en þrjá í íbúðinni. Vonandi reddast það allt saman. Þetta er amk allt mjög spennandi. :)
Maggi.

laugardagur, nóvember 26, 2005

Mugi

Mugison kom til Kolding og spilaði á Pitstop á fimmtudaginn. Staðurinn var stappaður af Íslendingum og það var mikil stemmning. Hún náði hámarki þegar Mugi tók Fatlafól og þurfti bara að syngja fyrsta orðið í laginu því salurinn tók við og kláraði lagið. Frekar súrealískt að vera á tónleikum í Danmörku þar sem 75% af fólkinu eru Íslendingar. Jói og Kristjana komu ásamt fríðu föruneyti Horsens-búa og fóru með okkur á tónleikana. Ég held að þau hafi skemmt sér mjög vel þótt það hafi verið ansi þröngt um þau í stofunni á Munkegade þar sem þau sváfu.

Annars snúast allir dagar í kringum lokaverkefnið á þriðju önninni okkar í skólanum. Við stefnum á að klára það 15. desember þannig að það er eins gott að bretta upp ermarnar. Við erum að gera mjög spennandi verkefni, endurhanna útlitið á sjónvarpsstöðinni Sirkus. Við fengum nær alveg frjálsar hendur með þetta verkefni og erum staðráðnir í að gera það vel og vera stoltir af útkomunni.

Fyrir þá sem ekki áttuði sig á því þá voru síðustu tvær færslurnar hér fyrir neðan tribute færslur til annarar bloggsíðu. Hún kallast The Dullest Blog in The World. Þar eru allar færslurnar álíka tilgangslausar en mér finnst þær mjög skemmtilegar. Hvet alla bloggara til að prófa að gera amk eina svona tilgangslausa færslu, það er nefnilega erfiðara en það sýnist. Að segja nokkrar setningar en gefa í rauninni ekki upp neinar upplýsingar um neitt. Sæl að sinni!
Maggi.

þriðjudagur, nóvember 22, 2005

Blikkar augunum

Í dag varð þess var að ég var orðinn frekar þurr í augunum. Ég hóf því að hreyfa augnlokin mín niðurávið þar til þau huldu augun alveg. Skömmu seinna hreyfði ég augnlokin aftur uppávið þar til augun voru alveg opin. Reyndust augun ekki jafn þurr og þau voru áður en ég blikkaði. Þá hélt ég áfram daglegu amstri mínu.
Maggi.

Á gangi niður götu

Í dag gekk ég niður götu. Framundan sá ég að manneskja var að ganga beint í áttina að mér. Ég breytti stefnu minni örlítið til að rekast ekki á manneskjuna. Svo hélt ég áfram göngunni í áttina að áfangastað mínum.
Maggi.

föstudagur, nóvember 18, 2005

Last day of skool...

Þá er síðasti skóladagurinn búinn! Eða svo gott sem. Í dag fengum við lokaverkefni annarinnar og nú tekur við fjögurra vikna törn í að klára það. Svo eru það jólin í lok Desember (svona fyrir ykkur sem voruð ekki alveg viss hvenær þau yrðu haldin þetta árið), og aftur út til Danmerkur til að taka próf. Í lok Janúar byrjar svo starfsnámið okkar.

Í fyrradag fékk ég þær fréttir að ég fengi að fara til San Fransisco! Þannig að ég ætla að sjálfsögðu að skella mér þangað í starfsnámið sem tekur tvo til þrjá mánuði. Það verður alveg frábært! Við erum næstum öll að fara, bestu vinirnir hérna í Kolding, þannig að við lærum bæði mikið á þessu og skemmtum okkur mjög vel! Það lítur amk út fyrir það.

Eftir San Fran fer ég svo aftur til Íslands til að vinna að lokaverkefninu mínu, því við missum íbúðina okkar hérna í Janúar. Í Júní þarf ég svo að fara aftur út til að taka próf og það er aldrei að vita nema maður skelli sér aftur á Hróarskeldu í leiðinni. ;) Svo ég haldi nú áfram að segja frá framtíðarplönum mínum þá eru ágætis líkur á því að ég flytji til Kaupmannahafnar næsta haust og haldi þar áfram í svipuðu námi og ég er í núna. Við strákarnir á Helligkorsgade erum allir að hugsa um þetta nám þannig að það er aldrei að vita nema við fáum okkur bara íbúð saman í Köben! Þannig að það er nóg að gerast, og spennandi ár framundan. :)
Maggi.

miðvikudagur, nóvember 16, 2005

Jólin?

Mér finnst ekkert eins og það sé rétt rúmlega mánuður í jólin. Staðreyndin er samt sú að það er akkúrat mánuður þar til ég kem heim til Ísalands! Magnað. Ég hef lítið orðið var við jólaundirbúning hér í Kolding, en hef heyrt að það séu allir að missa sig í Køben. Ég man hvað mér fannst pirrandi heima hvað verslanirnar byrja snemma með jóla áróðurinn og því tek ég þátt í mótmælunum:



Jólin eiga nefnilega að byrja í Desember. Þannig er nú það.

Ég er búinn að leika mér smá í Flash og afraksturinn er nú ekki merkilegur svosem, en amk eitthvað nýtt sem var ekki hægt áður. Þú getur séð Flashið hérna en þú verður að vera með nýjasta Flash spilarann. Hann færðu hérna. Á myndinni í Flashinu erum ég og Biggi í Berlín. Ég þakka Láru fyrir afnot af myndinni. Jæja, best að prófa fleiri fídusa. :)
Maggi.

Flash 8

Jey! Það er gaman að læra á ný forrit, sérstaklega þegar þau eru svona mögnuð. Nýja útgáfan af Flash er þvílíkt kúl og það er hægt að gera ótrúlega hluti með henni! Vonandi læri ég það almennilega fyrr heldur en seinna. Og kannski fáiði að sjá hvað ég er að bralla.
Maggi.

mánudagur, nóvember 14, 2005

Leyndarmál og forvitni

Stundum vildi ég að ég gæti haldið úti bloggvef þarf sem ég skrifa hvað sem mig langar til. Allt sem ég hugsa, allt sem ég geri, bara allt. En ég get það ekki því þá væri ég of berskjaldaður. Kannski ef enginn sem ég þekki læsi bloggið mitt? Kannski gæti ég stofnað annað blogg þar sem ég skrifa undir dulnefni og segi frá öllu sem er í gangi í hausnum á mér? Ef ég myndi segja þér að ég væri löngu búinn að því, og að það væri linkur á þessari síðu inná það blogg, myndir þú leita að honum?

En ef ég væri búinn að því þá myndi ég auðvitað ekki segja neitt svona. Nema að það væri of erfitt að eiga svona leyndarmál og að ég yrði að segja fólki frá því. Ætli það sé ekki ástæðan fyrir því að ég hef ekki gert þetta. Eða hvað.
Maggi.

föstudagur, nóvember 11, 2005

11.11 11.11

:)

fimmtudagur, nóvember 10, 2005

Stundum veit maður ekkert hvað færslan á að heita

Já, þegar maður sest niður við tölvuna og hugsar með sér "Tjah! Nú er kannski kominn tími á að blogga örlítið!" þá veit maður ekkert alltaf hvað maður ætlar að skrifa. Þannig að maður byrjar bara að skrifa og endar oft með allt öðruvísi færslu en maður ætlaði. Ég hef mjög oft breytt fyrirsögninni sem ég skrifaði fyrst því færslan varð um allt annað en það sem stóð efst! En núna ætla ég að halla mér. Það tók langan tíma að skrifa þessa færslu, ég tók mér pásu í henni miðri og núna eru tæpir þrír tímar síðan ég byrjaði. Hehe, þetta var mjög tilgangslaus færsla. Eða hvað?
Maggi.

mánudagur, nóvember 07, 2005

Well that place was a ripoff...

Já við fórum til Gautaborgar síðasta fimmtudag. Ég, Lárelva, Kolla, Birna, Snorri, Elva Rut, Camilla og Ilari. Við lögðum af stað hálf tíu um morguninn en ég var búinn að búast við því alla vikuna að eitthvað stórt myndi klikka. Og viti menn, þegar við vorum hálfnuð til Kaupmannahafnar þá fór bíllinn að vera leiðinlegur! Vildi ekki fara yfir hundraðið þótt bensíngjöfin væri stigin í botn og dreif varla neitt uppí móti. Við hringdum á bílaleiguna og það endaði þannig að við keyrðum inn að Kastrup og fengum nýjan bíl! Það var frekar stressandi því við vissum ekki alveg hversu langan tíma tæki að keyra til Gautaborgar. En það reddaðist alveg, við vorum komin þangað um klukkan fimm og náðum auðveldlega að tjékka okkur inn á hostelið okkar og gera okkur reddý fyrir kvöldið.

Við fórum frekar snemma af stað á tónleikana því það átti eftir að redda miða handa Elvu Rut. Einhvernvegin þá reddast alltaf allt, og við náðum að kaupa miða af manni sem átti aukamiða því vinur hans hafði forfallast á síðustu stundu. Amina hitaði upp fyrir SigurRós og þær stóðu sig mjög vel. Skemmtileg, dreymandi, tilraunakennd tónlist sem þær spiluðu á allskyns skrítin hljóðfæri, meðal annars sög sem þær struku með fiðluboga.

En svo var komið að SigurRós. Þeir spiluðu fyrsta lagið (lagið Glósóli af nýju plötunni) bakvið hálf-gegnsætt tjald og þeir voru lýstir upp aftanfrá þannig að skuggamyndirnar af þeim vörpuðust á tjaldið. Það var mjög flott og gerði það að verkum að fólki sem var aftarlega hafði alveg jafn mikið að horfa á og fólkið sem var fremst. Ég og Camilla vorum á annari sætaröð, næstum alveg við sviðið, en restin af hópnum var frekar aftarlega. Þetta er tónleikahús og því eru engin slæm sæti, en ég neita því ekki að það var ótrúlega gaman að vera svona framarlega og sjá svipbrigðin á öllum sem voru að spila á sviðinu og sjá þá brosa til hvers annars þegar eitthvað fór ekki alveg eins og það var planað og svo framvegis.

Tónleikarnir voru æðislegir. Algjör unaður! Jónsi söng eins og engill, hitti á hverja einustu nótu sem hann reyndi við, sem er alveg magnað því þeir eru á miðju mjög ströngu tónleikaferðalagi. Hljómburðurinn var frábær, enda tónleikarnir haldnir í tónleikahúsi eins og áður segir. Og þeir voru ekkert að spara hávaðann! Þeir spiluðu næstum alla nýju plötuna, og það var rosalega gaman að þekkja hana svona vel fyrir tónleikana því ég er búinn að hlusta mjög mikið á hana síðan hún kom út. Auðvitað spiluðu þeir líka gamalt efni, en þetta voru fyrstu tónleikarnir mínir með þeim þar sem þeir spila ekki Svefn-G-Engla. Tónleikarnir voru líka mikið augnayndi, flottum myndum var varpað uppá risatjald bakvið hljómsveitina þegar skugga-tjaldið var ekki dregið fyrir, og það var mikið leikið með ljós til að skapa enn meiri stemmningu og auka áhrifin frá tónlistinni.

Þetta voru fimmtu SigurRósar tónleikarnir mínir og ég er hæst-ánægður með þá. Allir sem voru með í ferðinni voru líka mjög ánægðir, og sumir alveg í sjöunda himni! Ég held að það hafi orðið til nokkrir SigurRósar aðdáendur í þessari ferð okkar. Ég mæli með því að þið heima farið öll á tónleikana sem verða í höllinni núna í lok nóvember. Og ekki gleyma að hlusta vel á nýju plötuna fyrst. :)

Restin af ferðinni var mjög skemmtileg þótt djammið hafi nú klikkað all illilega. Við fundum ekki neina almennilega skemmtistaði, kannski af því að við vissum ekki hvar átti að leita, en það getur enginn sagt að við höfum ekki leitað! Mér fannst þetta þó ekki koma mikið að sök því það er alltaf gaman að vera með skemmtilegu fólki á nýjum stað.

Ég keypti mér tvö aukahluti fyrir iPoddinn minn ástkæra. Hleðslutæki svo ég þurfi ekki alltaf að stinga honum í tölvu til að hlaða hann, og ferðahátalara svo maður geti nú leyft fleirum að hlusta með sér. Þeir voru reyndar frekar dýrir, en ég keypti þá aðallega svo við gætum haft tónlist á hótelherberginu okkar á föstudagskvöldinu. Þeir eru samt mjög flottir og öflugir miðað við stærð þannig að ég er sáttur.

Á laugardaginn keyrðum við svo aftur til Kolding. Tókum brúna í þetta skiptið yfir til Danmerkur, höfðum tekið ferjuna á leiðinni til Gautaborgar. Þetta var mjög skemmtileg ferð, og ég held að það hafi aldrei verið farin ferð sem var eins uppfull af frösum eins og þessi! Tökum nokkur dæmi:

"This is not where I parked my car..."
"Well that place was a ripoff..."
"...eða eitthvað!"
"Luckyy!"
"Viltu vera Kisa!?"
"This is deffinetly where I parked my car!"

Gærdagurinn fór svo í að búa til portfolio svo við gætum sótt um að fara til San Fransisco. Ég slökkti á MSN og sökkti mér í þetta verkefni og það virkaði bara mjög vel! Ég var amk sáttur með útkomuna. Planið var að gera þetta allt í Flash, en það endaði með því að ég gerði valmyndina í Flash og mest allt annað í einföldu HMTL skjali. Ég setti inn helling af heimasíðum sem ég hef gert fyrir skólann, slatta af Flash dóti, smá slatta af ljósmyndum, og vídjóið sem ég gerði þegar David var að kenna okkur um vídijóvinnslu núna í október. Þannig að endilega kíkið á Portfolio-ið mitt! Það er að finna hérna. Þannig að þið sem haldið að við gerum ekkert í skólanum hérna úti getið séð það sjálf að við sitjum ekki auðum höndum. :)

Ósk benti mér á danska heimasíðu þar sem er hægt að senda SMS í dönsk númer! Þannig að ég hef bætt inn aftur þessum skemmtilega fídus sem var á síðunni fyrir ekki svo löngu, Senda Magga SMS! Það má bara senda fimm á dag þannig að þeir sem ætla að reyna að vera fyndnir og senda mér hundrað milljón SMS geta það ekki. Hehe. :)
Maggi.

föstudagur, nóvember 04, 2005

Gautaborg, Epli, SigurRos...

Eg er i Apple bud i midbae Gautaborgar, med headphone a eyrunum ad hlusta a Wish You Were Here med Pink Floyd. SigurRos var otruleg, aedisleg, yndisleg og oll onnur god lysingarord. Nuna aetlum vid ad halda afram ad rolta um baeinn! iPoddinn er buinn ad standa sig vel, og eg var ad dekra vid hann og kaupa hledslutaeki. Hvad gerir madur ekki fyrir astvini sina. Later Amigos!
Maggi.

fimmtudagur, nóvember 03, 2005

Komin með bílinn...

...allt klappað og klárt, og við erum á leiðinni til Gautaborgar! :D Ferðasagan seinna.
Maggi.

miðvikudagur, nóvember 02, 2005

LOKSINS!

Jæja, þá er iPoddinn minn langþráði kominn í hendur mínar. Ég fékk símhringingu frá TNT og skaust þangað uppeftir í strætó til að sækja hann svo ég gæti fengið hann fyrir Svíþjóðarferðina. Það var mikið strögl að komast að því af hverju hann vildi ekki spila vídjó til að byrja með, en ég fann lausn á því vandamáli að lokum. Í þessum töluðu orðum er ég að fylla hann af vídjóefni og tónlist fyrir ferðina! :D

Við leggum af stað í fyrramálið og komum aftur á laugardaginn. Við ætluðum að vera fram á sunnudag en við þurfum flest að vinna að því að koma Portfolio-inu okkar á netið fyrir mánudaginn svo við náum að sækja um í San Fransisco. Þannig að laugardagskvöldið og sunnudagurinn fara í það. Við erum níu manns að fara, en bara með átta miða á tónleikana. Vonandi reddast það þó þannig að allir geti séð sjóið. Það verður æðislegt að sjá SigurRós loksins aftur á tónleikum! Og nýji iPoddinn með í för! Þá sem langar að öfunda mig af þessum hlutum er frjálst að gera það. Stundum má maður monta sig. Og svo verð ég í annari sætaröð á tónleikunum, alveg ofaní hljómsveitinni, ekki spillir það fyrir! Og þetta er í alvöru tónleikahúsi, þannig að hljómburðurinn ætti að vera frábær! Oh, ég hlakka svo til. Víííí.
Maggi.

þriðjudagur, nóvember 01, 2005

Jamm og jamm og júúúú

Það gengur bara vel hjá okkur í verkefninu í skólanum. Gærdagurinn og dagurinn í dag voru góðir og við náum líklegast að klára á morgun barasta! Sem er gott því að á fimmtudaginn hrúgum við slatta af fólki uppí bíl og brunum til Gautaborgar. Planið fyrir þá ferð er nú samt búið að breytast töluvert. Ísak þurfti að fara til Íslands og kemur ekki til baka í tæka tíð og bróðir hans fór líka og því getum við ekki gist hjá honum í Gautaborg. En það reddaðist, Elva Rut kemur með okkur í staðinn og við gistum á farfuglaheimili! Svo keyrum við til baka á laugardaginn í staðinn fyrir á sunnudaginn svo við höfum tíma til að klára portfolio-in okkar fyrir mánudaginn. Allt planað í þaula.

Elva Sara hringdi í mig áðan og ég heyrði hvað hún glotti mikið áður en hún byrjaði að tala. Hún er nefnilega búin að fá iPoddinn sinn í hendurnar þrátt fyrir að hún hafi pantað hann viku á eftir mér! Eins og gefur að skilja er ég ósáttur með þetta. Ástæðan hlýtur að liggja í því að ég keypti mér 60 GB en hún 30 GB. Það gæti líka verið að af því að ég keypti mér líka docking station að það sé að tefja fyrir ferlinu því það þurfti að senda það annarstaðar frá. Ég vona bara að ég fái hann á morgun svo ég geti tekið hann með til Svíþjóðar! Annars er gott að Elva fékk sinn því þá höfum við amk einhverja tónlist í græjunum á þessari löngu leið. Og vá, ég er næstum ekkert búinn að hugsa um það ég hef verið svo bissí, en ég er að fara á SigurRósar-tónleika á fimmtudagskvöldið!!! :D WoooHooooo!!! Það verður svo gaman! :D
Maggi.

mánudagur, október 31, 2005

Ekki hættir annríkið

Þessi vika verður álíka brjáluð og sú síðasta var. Við erum að gera verkefni í skólanum sem er ansi stórt, og ekki nóg með það því við þurfum að klára það á miðvikudaginn útaf Svíþjóðarferðinni okkar. Við förum til Gautaborgar á fimmtudagsmorguninn og verðum fram á laugardag. Þá tekur við törn í að búa til portfolio og setja á netið fyrir mánudaginn svo maður geti sótt um að fara til San Fransisco.

Svo verða vonandi rólegheit eftir það þegar við förum í Photoshop kennslu í skólanum, og vikuna eftir það er meiri kennsla í sérhæfingunni okkar. Ég er í Flash og vonandi kenna þeir okkur eitthvað áhugavert. Eftir það hefst lokaverkefnið okkar, semsagt eftir tæpar þrjár vikur. Við ætlum líka að reyna að rumpa því af til að komast snemma heim fyrir jólin. Jólin já! Það styttist aldeilis í þau. Lítill fugl sagði mér að það væru bara 54 dagar þangað til. Þeir verða fljótir að líða, ég trúi ekki öðru. :)
Maggi.

sunnudagur, október 30, 2005

Ósk er frábær

Maggi.

laugardagur, október 29, 2005

Halloween!

Jæja, þá er komið að hinu árlega Halloween partý á Munkegade! Næstum tóku þetta alvarlega í fyrra og mættu í flottum búningum, og það verður eflaust engin breyting á í ár.

Mamma og Ægir komu í heimsókn í dag og það var mjög gaman. Við röltum um bæinn í frábæru veðri, versluðum smá og kíktum út að borða á Jensens Bøfhus. Þau fóru svo aftur til Köben seinni partinn og fljúga heim á morgun.
Maggi.

föstudagur, október 28, 2005

Shanghæ? Amsterdam? AKKURU EKKI KOLDING?

Já, iPoddinn minn nýji virðist ætla að ferðast um víðan völl áður en ég fæ hann í hendurnar. Ég held að hann sé að reyna að toppa heimsreisuna mína og Bigga, þar sem við fórum til fimmtán landa. Í gær var hann sendur frá Amsterdam. Það stendur ekki hvert hann var sendur en ég vona að þeir hafi í það minnsta beint honum í áttina til Kolding.

Kreisí mikið að gera þessa dagana. Alveg kreisí sko. En það er bara gaman. Ósk, Arndís og Fríður komu í gær og við fórum með þær út að borða og spiluðum Jónas og kíktum á Pitstop. Þær vilja eflaust sprella eitthvað í kvöld líka, og svo á morgun er Halloween partýið þar sem allir munu missa sig í fíflagangi og myndatökum.

Jói klikkaði í bloggkeppninni, og er kominn með þrjú mínus-stig. Ég er hinsvegar bara með eitt. Sá sem er fyrstur að fá fimm mínusstig tapar. It's just a matter of time. :)
Maggi.

fimmtudagur, október 27, 2005

Biðin endalausa

Krossleggjum öll fingur og vonum að iPoddinn skili sér í hendur mínar á morgun. Ég finn sterka strauma frá honum, og honum er kalt og langar að komast á nýja heimilið sitt sem er í vinstri buxnavasa mínum. Nema þegar ég er að horfa á vídjó í honum, þá á hann heima í höndunum á mér. Vííí! Ég get ekki beðið. Mikið að gerast þessa dagana! Næstum því of mikið, en samt ekki. Bara gaman að hafa hasar í kringum sig.
Maggi.

miðvikudagur, október 26, 2005

iPod?

Ég flýtti mér heim úr skólanum í dag af tveimur ástæðum. Það beið mín afgangur af lasagna í ískápnum, og það var möguleiki að iPoddinn minn væri kominn til Kolding! En svo reyndist ekki vera. Lasagnað var hinsvegar á sínum stað og bragðaðist mjög vel. iPoddinn var sendur af stað á föstudaginn síðasta, og þeir lofa að það taki ekki meira en viku að senda hann. Þannig að ég vona að hann komi á morgun, miðvikudag. (þetta er skrifað eftir miðnætti, sem þýðir að þetta er miðvikudagsfærsla í bloggkeppninni. aldrei að vita nema ég bloggi aftur á morgun, og ef iPoddinn minn kemur á morgun þá lofa ég því að ég mun blogga aftur!)
Maggi.

þriðjudagur, október 25, 2005

Það rignir hundum og köttum

Langt síðan ég hef upplifað aðra eins rigningu. Það er búið að rigna í allan dag, og þessu ætlar ekkert að linna. En það er allt í lagi, regndropahljóðið er bara róandi, og ég þarf ekkert að fara út í kvöld. Það rigndi líka á okkur í Berlín um helgina þegar við vorum í búðarápi.

Já, skyndiákvarðanir eru oftast bestu ákvarðanirnar. Fyrir síðustu helgi fékk Elva Sara þá hugdettu að við myndum öll kíkja til Berlínar þar sem við gætum gist hjá bróður hennar og gert eitthvað sniðugt seinni helgina okkar í vetrarfríinu. Við pöntuðum bílaleigubíl á fimmtudagskvöldinu og vorum lögð af stað út úr Kolding um hádegi á föstudeginum.

Með í för voru ég, Biggi (sem var í heimsókn í fríinu), Jói, Kristjana og svo auðvitað Elva Sara og Lára Ósk. Strax á föstudagskvöldinu hitti svo Halli okkur, sem er vinur Jóa og Kristjönu frá Horsens. Við höfðum stoppað í landamærabúðunum og keypt okkur bjór, og auðvitað fengum við okkur bjór og kíktum á næturlífið í Berlín. Fyrra kvöldið fórum við á riisastóran skemmtistað sem heitir Matrix. Hann er eiginilega fjórir skemmtistaðir í einum, því það eru fjögur dansgólf, öll með mismunandi tónlist, og of margir barir til að telja þá. Staðurinn var fullur af fólki og mikil stemmning, og við skemmtum okkur mjög vel við að dansa útum allt, meðal annars inní búri fyrir ofan eitt dansgólfið sem var mjög áhugavert. :)

Á laugardeginum röltum við svo um verslunargötur og ég kíkti í heimsókn í H&M þar sem ég gerði góð kaup eins og hefðin er þegar ég kíki til Þýskalands. Ótrúlegt hvað það er hægt að finna fín föt á lágu verði. Um að gera að nýta tækifærið segi ég bara og lífga uppá fataskápinn. Um kvöldið kíktum við svo á stað sem við höfðum heyrt að hafi verið rosaleg stemmning á kvöldið áður. Það var töluvert minni stemmning þetta kvöldið, staðurinn hálftómur, en það var allt í lagi. Þarna var ágætis tónlist og ódýrt á barnum. :þ

Á sunnudeginum röltum við svo um hverfið með Ívari bróður hennar Elvu Söru og sáum stórmerkilega pönkarabyggð. Einhverjir pönkarar sem eru búnir að gera sér heimili í einum garðinum í Berlín og sanka að sér allskonar rusli og drasli. Þetta var svo ljótt að það var eiginlega orðið flott aftur.

Svo drifum við okkur af stað og skutluðum krökkunum til Horsens og brunuðum svo aftur til Kolding. Það tekur um fimm tíma að keyra frá Kolding til Berlínar. Elva keyrði báðar leiðir og stóð sig eins og hetja. Biggi fór svo aftur til Íslands í gærmorgun (mánudag) eftir vel heppnaða heimsókn til Danaveldis.

Það hættir ekki gestagangurinn, því á fimmtudaginn koma Ósk og Arndís í heimsókn til Kolding og ætla að vera alla helgina. Mamma og Ægir ætla líka að kíkja í heimsókn á laugardaginn því þau verða í Köben í vikunni með kennurunum úr FS. Á laugardagskvöldið er svo Halloween partýið á Munkegade, og helgina eftir það er ferðin okkar til Svíþjóðar á SigurRósar-tónleikana! Það má segja að það sé nóg að gera! Fyrir utan þetta allt vorum við að fá stórt verkefni í skólanum, þannig að það á aldeilis að taka þetta með trukki eftir erilsamt frí.

Jæja, núna myndi ég segja að ég væri búinn að bæta upp fyrir heldur stuttar færslur síðustu tvo daga. Ég ætla ekki að tapa þessari blogg keppni! Kíkið endilga á bloggið hans Jóa og gáið hvort hann hafi nokkuð gleymt að setja inn færslu í dag. :)
Maggi.

mánudagur, október 24, 2005

Er bannað að svindla?

Lára setti inn myndir frá Berlínarferðinni! Þær eru hérna. :)
Maggi.

sunnudagur, október 23, 2005

Berlín var góð

Já þetta var hörku skemmtileg ferð hjá okkur til Berlínar. Sex tíma akstur hvora leið, mikið verslað og djammað og svona eins og á að gera þetta. Ég segi ykkur betur frá því á morgun. Er of þreyttur núna. :)
Maggi.

föstudagur, október 21, 2005

...and then we take Berlin!

Í þessum skrifuðu orðum erum ég, Jói, Kristjana, Biggi, Lára og Elva að leggja af stað til Þýskalands! Berlínar nánar tiltekið. Við leigðum bíl áðan og ætlum að eyða helginni í Berlín og gistum hjá bróður Elvu Söru. Vííí!
Maggi.

fimmtudagur, október 20, 2005

Galli á gjöf Njarðar

Auðvitað var þetta of gott til að vera satt. Ég hélt að þegar ég fengi nýja iPoddinn minn gæti ég hent inná hann tónlist og þáttum og bíómyndum og haft það tilbúið til að hlusta og horfa á þegar ég vildi. En þeir hjá Apple ákváðu að gera nýja iPoddinn ekki hæfan til að spila DivX skrár. Sem þýðir að hann getur ekki spilað neina af þeim þáttum eða bíómyndum sem ég sæki á netið! Nær allt vídjóefni sem er sótt ólöglega á netinu er á DivX formati. Ætli það sé ekki ástæðan fyrir því af hverju þeir vilja ekki hafa stuðning við þann staðal.

En reglan er sú að ef maður á við eitthvað vandamál að stríða, sama hversu merkilegt eða ómerkilegt það er, þá eru þúsundir annara búnir að eiga við sama vandamál og hafa leitað sér lausnar eða sett lausnir á netið! Þannig að í gær þá fór ég að leita, og þrátt fyrir að það sé bara vika síðan nýji iPoddinn var kynntur til sögunnar þá eru komnar lausnir við þessum vanda. Það er til forrit sem breytir öllum skránum þínum í .mp4 format sem iPoddinn vill helst spila. Hann spilar reyndar líka .mov og .mpg skrár og eitthvað fleira. Fyrir þá sem hafa áhuga á hvað hann spilar nákvæmlega þá eru upplýsingar um það hér á heimasíðu Apple.

Það var þessi heimasíða sem kynnti mig fyrir þessari lausn. Þrátt fyrir að það taki nokkurn tíma að breyta skránum til að setja þær svo inná iPoddinn þá er þetta í það minnsta lausn sem virðist virka ágætlega. Nú er bara að vona að einhver drífi sig að búa til uppfærslu á iPoddinn sjálfan svo maður þurfi ekki að standa í því veseni að breyta skránum áður en maður setur þær inná iPoddinn.
Maggi.

miðvikudagur, október 19, 2005

Bjór? Já takk.

Þetta fékk ég að láni frá sjuklingur.blogspot.com. Björk benti mér á þessa mynd um helgina og mér finnst hún mjög sniðug! Híhí.


Maggi.

þriðjudagur, október 18, 2005

Bloggiblogg

Lárelva dró okkur Bigga útúr húsi í dag þegar klukkan var að verða fimm og við fórum að borða með þeim uppí Storcenter á Jensens Bøfhus. Þeir voru að opna nýjan, stóran flottan stað þar nýlega. Ég fékk mér ágætis kjúklingaborgara og allir voru nokkuð sáttir með matinn barasta. Svo kíktum við á quiz í kvöld en stóðum okkur vægast sagt illa, lentum í næst neðsta sæti. Á morgun er stefnan sett á keilu en hver veit hvað gerist. Síðustu tvö skipti þegar við höfum planað keilu hefur það klikkað. Kannski er bara best að plana bara ekki neitt eins og Birna. Já, maður spyr sig.
Maggi.

mánudagur, október 17, 2005

Lucky...

Ég og Jói ætlum að fara í blogg-keppni. Hún felst í því að við ætlum að blogga á hverjum einasta degi, og sá sem klikkar á undan tapar (eða sá sem klikkast á undan).

Biggi er í heimsókn í Danaveldi! Hann kom á föstudaginn og ég, Jói og Kristjana tókum á móti honum á Kastrup syngjandi og spilandi á falskan gítar og veifandi stórum útprentunum af andlitinu á honum. Svo var haldið til inn til Köben þar sem við gistum hjá Björk og Sigrúnu (takk fyrir okkur stelpur!) og nutum höfuðborgarinnar. Við versluðum (við strákarnir keyptum okkur allir nýja jakka, Jói og Biggi meira að segja síamstvíburajakka!) djömmuðum (uppgötvuðum geðveikt skemmtilegan skemmtistað á Stengade 30, Stalingrad) tókum upp stuttmynd ("Biggi leitar að Kolding"), fórum út að borða (á Spiseloppen í Christianiu) og margt fleira. Við hittum Andreu, Björn og Elísabetu Leifs og eyddum mest allri helginni með þeim. Það var mjög gaman hjá okkur, við djömmuðum saman bæði á föstudag og laugardag og fórum út að borða saman í gær (sunnudag). Spiseloppen klikkaði ekki frekar en fyrri daginn, æðislegur veitingastaður og hjartarsteikin stóð fyrir sínu. Nammmmmmmm (ekkert hundakjöt þó). :o

Þetta var frábær byrjun á haustfríinu, og núna er stefnan að gera restina enn betri! Biggi verður í Danaveldi fram á næsta mánudag og við öll í fríi þannig að það verður mikil hörku stuð hjá okkur. Vonandi nóg til að blogga um, því ég ætla ekki að tapa þessarri keppni! Over and out.
Maggi.

fimmtudagur, október 13, 2005

Stórar ákvarðanir

Er sniðugt að taka stórar ákvarðanir á nóttunni? Held ekki. En það var ég samt að gera rétt í þessu. Á vefverslun Apple hér í Danaveldi var ég að festa kaup á 60 gígabæta iPod sem spilar jafnt tónlist sem mynda- og video-skrár. Þetta er búið að vera mjög lengi í fæðingu, og það er að sjálfsögðu bara skömm að því að vera ekki löngu búinn að eignast svona grip! En núna er búið að ráða bót úr því og eftir sirka tvær vikur verð ég stoltur eigandi Apple iPod eins og líklegast hálft mannkynið.
Maggi.

fimmtudagur, október 06, 2005

Let's make Magic!

Það er búið að vera rosalega gaman í skólanum þessa vikuna. David Fratto kom hingað frá San Fransisco til að kenna okkur um vídjó-vinnslu og við erum búin að læra mjög mikið á því. Ég sem hafði mjög lítinn áhuga á þessu dóti er alveg búinn að sökkva mér niður í þetta. Ég er búinn að gera 30 sekúntna myndband um mig, og það kemur á netið fljótlega. Á morgun ætlum við að taka upp spjallþátt, með þremur myndavélum og fullt af ljósum og búnaði.

Á mánudaginn ætlum við svo að taka upp tónlistarmyndband með David. Það verður fyrir lagið Gold Digger, sem er rapplag með Kanye West. Við ætlum að endurgera núverandi myndbandið, og það eru nokkrir rapparar og slatti af kvendönsurum í ansi efnislitlum fötum. Nema við ætlum að víxla kynjahlutverkunum, þannig að við strákarnir verðum í mjög efnislitlum fötum að dansa mjög kynferðislega, og stelpunar verða að rappa og þykjast vera algjörir töffarar! Þetta verður mjög áhugavert! Og þetta verður birt á netinu á heimasíðu skólans. :D Þið fáið semsagt að sjá þetta, það er að segja ef ykkur langar. :)
Maggi.

sunnudagur, október 02, 2005

maggi.tk mælir með...

...SigurRós. Ég veit ég hef nú mælt með þeim áður, en í þetta sinn vill ég mæla með heimildarmynd sem var gerð um þá í tilefni af nýju plötunni. Í henni eru viðtöl við alla meðlimi hljómsveitarinnar þar sem þeir tala um hvernig lögin á plötunni urðu til. Myndir frá Íslandi eru í stóru hlutverki í myndinni. Hún er hálftími á lengd og má nálgast hana á Real Media formi í góðum gæðum og í lakari gæðum. Það er margt fleira sem er gaman að skoða um SigurRós á heimasíðu hljómsveitarinnar.


...My Name Is Earl. Þetta eru glænýjir sjónvarpsþættir og ég mæli með þeim því þeir eru algjör snilld! Það er bara búið að sýna tvo þætti í Bandaríkjunum og að sjálfsögðu eru þeir komnir á netið. Þeir fjalla um Earl sem er hálfviti. Eða réttara sagt var hálfviti og er núna að reyna að bæta fyrir allt slæmt sem hann hefur gert til að líf hans verði betra. Hann uppgötvaði nefnilega karma þegar hann vann í lottó og lenti fyrir bíl tíu sekúntum seinna og týndi miðanum. Þættirnir eru 20 mínútur og eru drepfyndnir og það besta er að í þeim er enginn hlátur úr dós.


...Prison Break. Þessir hörkuspennandi sjónvarpsþættir eru alveg málið í dag. Það eru allir að tala um þetta. Það eru búnir sex þættir í seríunni (sem er þrettán þættir að ég held) og þeir halda manni sko alveg við efnið! Þvílík spenna og hasar í hverjum þætti. Þeir snúast um strák sem lætur handtaka sig og setja sig í fangelsi því bróðir hans er í fangelsinu og hann ætlar að koma honum út. Bróðir hans var dæmdur til dauða fyrir glæp sem hann framdi ekki.


...comment kerfinu. Ég mæli með því að þið komið með ykkar eigin meðmæli um hvað sem er. Ekki vera feimin. :)

Maggi.

föstudagur, september 30, 2005

GarbagePalKids

Það var merkileg hersing sem fór frá Helligkorsgade og í áttina að Munkegade í gærkvöldi. Það voru sjö manneskjur og allar með fullar hendur af rusli! Já það getur verið vesen að henda ruslinu sínu í Danmörku. Maður þarf að fara með það í skjóli nætur í ruslagáma nágrannanna. Við strákarnir héldum nefnilega partý síðustu helgi og það var ansi mikið rusl eftir það, og svo var búið að safnast upp mikið af pappakassadóti eftir að ég og Snorri fluttum hingað inn. En við megum bara henda í eina tunnu á viku! Þannig að þetta var eina lausnin sem við sáum. Leynilegar ruslaaðgerðir seint um kvöld.
Maggi.

mánudagur, september 26, 2005

Neverending summer

Það ætlar engan enda að taka þetta sumar! Það var komið fínt veður hér í Danmörku í apríl og maí og þá byrjaði sumarið. Svo fékk ég smá forskot á íslenska sumarfríið með því að taka tvær vikur heima í upplestrarfríinu í júní. Svo kíkti ég út aftur og tók prófið mitt og átti góða viku í Horsens í æðislegu veðri og svo rúma viku á Hróarskeldu í einskærri gleði og góða veðrið hélst allan þann tíma. Svo fór ég heim til Íslands í fimm vikur (hið eiginlega sumarfrí) og skemmti mér mjög vel. Þegar ég kom aftur hingað út þá byrjaði loksins hið danska sumar því það hafði verið leiðinlegt veður á meðan ég var heima. Og það bólar ennþá ekkert á vetrinum! Það er upp undir tuttugu stiga hiti hér flesta daga, fer í það minnsta ekki undir 15 gráður, og nánast engin úrkoma. Þannig að þetta er eitt það lengta sumar sem ég hef upplifað verð ég að segja! :D

Ósk var svo skemmtileg að klukka mig, ég sem var að vonast til að ég myndi sleppa. En ég verð víst að taka þessu og segja fimm tilgangslausar staðreyndir um sjálfan mig. Ég ætla samt ekki að klukka neinn því ég er viss um að ég er einn af fáum bloggurum sem átti eftir að klukka. En já, here we go:

1. Uppáhalds (hversdags)maturinn minn í Danmörku er lasagna, og bara ein sérstök tegund af tilbúnu frosnu lasagna.

2. Ég er með kæk þegar ég tannbursta mig, þá hreyfi ég axlirnar.

3. Mér finnst skárra að sópa en ryksuga.

4. Ég geng alltaf í G-streng á þriðjudögum. (neeeeeeiiii... þetta er einkahúmor.)

4. Mér finnst einkahúmor yfirleitt besti húmorinn.

5. Í október þá er ég búinn að blogga samfleytt í þrjú ár, þrátt fyrir að hafa verið mis duglegur við það.

Og hana nú! Annars er helvíti góð saga með þennan G-strengs brandara, ég segi hana kannski hérna á blogginu við tækifæri ef ég fæ leyfi frá þeim sem á söguna. By the way, þá hef ég aldrei prófað G-streng, og þrátt fyrir að mottóið mitt sé "alltaf að prófa eitthvað nýtt" þá er þetta ekki eitt af því sem ég ætla að prófa.
Maggi.

fimmtudagur, september 22, 2005

Þetta helst

Það er búið að vera nóg að gera í skólanum undanfarið. Kennararnir setja fyrir nokkuð stór verkefni í hverri viku og það hefur bara gengið vel að klára þau þannig að bæði þeir og við séum sátt við útkomuna. Á morgun kemur einhver gaur frá einhverju fyrirtæki til að meta verkefnið frá í síðustu viku. Ég var greinilega ekki mikið að fylgjast með en ég man að hann heitir Johnny.... held ég. Verkefnið var að gera eitt logo, tvær vefsíður, tvo vefbannera, tvær tímarita auglýsingar, og tvo bannera til að stilla uppí búð fyrir reiðhjólaframleiðanda (ekki raunverulegan). Og allt þetta átti að klárast í síðustu viku. Við vorum fimm saman í hóp, ég, Kolla, Birna, Elva og Lára. Þetta gekk bara nokkuð vel og ég vona að við fáum góða umsögn á morgun.

Við erum við það að tryggja okkur miða á SigurRós sem spilar í Gautaborg 3. nóvember. Búin að panta en eigum bara eftir að borga! Þannig að í byrjun nóvember er það road trip baby!!! Það verður geggjjað gaman! Við ætlum að leigja okkur níu manna van og bruna til Svíþjóðar og kannski koma við í Noregi í leiðinni, kíkja á Osló! Okkur er farið að hlakka mikið til! Ég las í viðtali við SigurRós að þeir ætluðu að spila á Íslandi í október og ég verð því miður að beila á þeim en vona að þeir verði geggjaðir! Ég tel engar líkur á öðru, enda stendur á heimasíðunni þeirra (sigur-ros.co.uk) að þeir séu alltaf að spila fleiri og fleiri lög af nýja disknum eftir því sem líður á tónleikaferðalagið. Ég hlakka svooo til! :D
Maggi.

mánudagur, september 19, 2005

Allt að gerast á Helligkorsgade!

Það er ekki lognmollan á þessu heimili frekar en vanalega! Gestagangur alla daga, hér spila menn Halo og Mashed á X-Box tölvunni, Playstation 2 og Game Cube eru ekki langt undan, menn spila pílu og póker, bjóða í partý um helgar, og það er full stofa af fólki í verkefnavinnu hér flesta daga. Svona á þetta að vera! Manni finnst bara sorglegt að þetta er síðasta önnin okkar í Kolding og að við þurfum örugglega að segja upp íbúðinni núna í lok árs. Það er búið að tala um að flytja Helligkorsgade gengið eins og það leggur sig yfir til Köben, því allir virðast ætla að halda náminu áfram þar. Það verður ekki minni afþreyingarmiðstöð get ég lofað ykkur! Enda verður að vera nóg að gera heima hjá manni hér í Danmörku því ekki hefur maður bíl til að fara eitthvert í frítímanum. Maður nennir aldrei að taka strætó til að fara í bíó eða lestina til að fara útúr bænum nema það sé planað fyrirfram. Þannig að það er gott að það er svona mikil stemmning heima! :D
Maggi.

laugardagur, september 17, 2005

Á fimmtudaginn fengu Ísak og Snorri þá hugdettu að skella sér til Þýskalands og það var ekkert verið að tvínóna við hlutina, heldur leigðu þeir bara bíl og brunuðu yfir landamærin og ég fékk að fljóta með. Enginn smá bíll heldur, glænýr Peugeot 406. Eftir dúk og disk fundum við góða landamærabúð, því þrátt fyrir að það sé nóg af þeim á svæðinu þá er alveg hrikalega erfitt að finna þetta! Við troðfylltum kaggann af veigum handa okkur og fleirum og kíktum svo á McDonals og hlógum að Þjóðverjunum sem kunna enga ensku.

Í kvöld fórum við nokkur saman út að borða á Bones og ég fékk mér svaðalega steik! Öss hvað ég er saddur núna, en samt bara passlega. Síðast þegar ég fór þá valt ég útaf staðnum eftir rifin sem ég fékk mér. Sumir misstu sig aðeins í því að panta kartöflur og pöntuðu þrjár bakaðar kartöflur og franskar líka fyrir utan kjötið sem þau fengu, og pöntuðu líka fimm mismunandi tegundir af sósu! Þetta fær staðurinn fyrir að leyfa fólki að panta eins mikið af kartöflum og sósu eins og það vill án þess að borga meira. :) Í kvöld er það svo hittingur hér á Helligkorsgade og við ætlum að fá okkur öl og hafa það gott.
Maggi.

E.s: Ég gleymdi að setja titil á færsluna þannig að ég set hann bara aftast.

Germany and the Steak!

þriðjudagur, september 13, 2005


Takk...
Nýji SigurRósar diskurinn er kominn!

Og hann er ekkert smá góður. Ég er reyndar búinn að hlusta á hann núna í nokkrar vikur, en í dag fékk ég mitt alvöru eintak í hendurnar. Ég keypti mér sérútgáfu sem verður bara gefin út í takmörkuðu upplagi og inniheldur hún meira af listaverkum eftir hljómsveitarmeðlimi og fólkið í kringum þá. Ég mæli eindregið með því að þið hlustið á nýju plötuna, og svo getiði líka nálgast tónleika á netinu sem voru haldnir í gær (11. sept) í Maryland í Bandaríkjunum. Upptökuna af þeim og viðtal við hljómsveitina finniði hérna. Í nóvember ætlum við að fara nokkur saman til Gautaborgar (já, Svíþjóð baby!) á tónleika með SigurRós. Þeir verða á fimmtudegi (3. nóv) og við ætlum að eyða allri helginni í Svíþjóð og gera eitthvað fleira skemmtilegt, fara í tívolí og svona. Það verður eflaust gaman! Oh, allt of langt að bíða. Maður verður bara að hlusta á diskinn á hverjum degi þangað til. :) Hvernig finnst ykkur svo nýji diskurinn?
Maggi.

laugardagur, september 10, 2005

Ég finn bara sjampólykt af myndinni hún er svo raunveruleg!

mánudagur, september 05, 2005

Þetta er nottla engin frammistaða!

Það er nú fokið í flest skjól þegar netfíkill með meiru nennir ekki að blogga. En hvað um það. Gleðilegan september!

Fyrir rúmri viku síðan fórum ég, Birna, Lára og Elva til Horsens í heimsókn til hans Jóa. Tilefnið var miðaldavestival og það var virkilega gaman að sjá það. Eina helgi á hverju ári er allur miðbærinn undirlagður af þessu miðaldaþema og allt umbreytist og virðist vera mörg hundruð ára gamalt! Stór hluti af bæjarbúum klæðist fötum frá þeim tíma, sölubásar eru settir upp útum allt með vörum sem minna á gamla tíma, haldnar eru leiksýningar og um allan bæ er fólk í hlutverkaleik og þykist vera betlarar eða kóngar og allt þar á milli. Við skemmtum okkur rosalega vel alla helgina, drukkum bjór úr leirkrúsum og skylmdumst með trésverðum við hvort annað og ýmsa riddara. Stór rauð regnhlíf kom líka mikið við sögu annað kvöldið og við erum enn að hlægja að mörgum eftirminnilegum atvikum helgarinnar.

Núna á föstudaginn var nýnemadagur í skólanum þar sem allt var gert til að skemmta nýjustu nemendum skólans. Við á öðru árinu lékum við þau í Legeparken þar sem var farið í hinar ýmsu íþróttir og um kvöldið var partý á Republikken. Jói kíkti í heimsókn til okkar frá Horsens og var svo óheppinn að veskinu hans var stolið úr vasanum hans. Hann var ekki lengi að hugsa sig um heldur hljóp þjófinn uppi, tæklaði hann og náði veskinu sínu aftur! Magnað kvöld alveg hreint.

Í gær komst ég í kynni við gátu-leik á netinu sem ég verð bara að mæla með. Hann heitir Not Pron og snýst einfaldlega um að koma sér á næstu þraut með öllum ráðum. Fólk þarf vera ágætlega að sér í netnotkun, fara í View Source til dæmis og sækja þar vísbendingar sem hjálpa til við að koma fólki í næstu þraut. Stundum á maður að nota Google til að hjálpa sér og leita þar að upplýsingum sem gætu komið manni í næsta borð. Oftar en ekki á að finna rétt notendanafn og lykilorð sem gengur að næstu síðu. Endilega lesið reglurnar og prófið ykkur svo áfram. Leikurinn er hér. Góða skemmtun!
Maggi.

miðvikudagur, ágúst 24, 2005

Fun in the Sun!

Veðrið hefur ekki eyðilagt stemmninguna hér í Kolding undanfarna daga. Þvílík blíða! Um síðustu helgi var menningarhelgi hér í Kolding og við skemmtum okkur konunglega bæði föstudag og laugardag. Við fórum tvisvar í uppáhalds tívolítækið mitt, stóru róluna sem snýst í hringi og sveiflast í leiðinni. Í seinna skiptið bað Ísak um að fá að vera á míkrófóninum og hann fékk það og talaði bull-dönsku og íslensku allan tímann ofaní dúndrandi tónlistina meðan ég, Elva og Lára vorum í tækinu að deyja úr hlátri. Svo var auðvitað djammað fram á rauða nótt.

Eftir skóla á mánudaginn fórum við á ströndina í steikjandi hita og sól, og lágum þar um stund og busluðum smá í sjónum. Það tekur um 45 mínútur að labba að ströndinni og það er bara fínasti göngutúr þegar veðrið er svona gott. Við stóðumst ekki freistinguna á leiðinni heim og fengum okkur ís þótt sumir hafi ætlað að neita sér um allt svoleiðis á virkum dögum. Nefnum engin nöfn.

Í gær var svo ansi bissí dagur! Eftir skóla fór ég í strandblak með bekkjarsystkinum mínum í fyrsta sinn síðan síðasta haust. Það var gaman að rifja upp gamla takta og við ætlum að vera dugleg í blakinu á þessari önn. Eftir blakið fór ég til tannlæknis og þessi eilífa sápuópera með tönnina mína heldur áfram. Ég lét laga brotið sem var stærra en það hefur áður verið, þannig að vonum að fyllingin hafi náð góðri festu núna. Tönnin pirrar mig ekki neitt þannig að tannsinn minn stóð sig rosalega vel, þetta hefur aldrei gengið svona vel áður.

Seinni partinn fórum við svo í Go Kart í tilefni þess að Lára átti afmæli! Til hamingju með daginn í gær Lára! :) Við vorum fimm sem keyrðum (ég, Elva Sara, Lára, Elva Rut og Ísak) og við borguðum kringum 3000 kr. íslenskar á mann fyrir að keyra tæplega 50 hringi á brautinni! Fyrst var upphitun, svo voru tímatökur, og loks úrslit þar sem fólki var raðað á ráspóla eftir því hvernig gekk í tímatökunni. Ég byrjaði fyrstur í úrslitunum og hélt foristunni allan tímann og sigraði því með glæsibrag! Að vísu var ég eini vani Go Kart ökumaðurinn en það þarf ekkert endilega að fylgja sögunni. :p

Eftir ótrúlega skemmtilegan kappakstur fórum við á Munkegade þar sem við borðuðum ljúffengan pestókjúkling að hætti Elvu Söru. Hann klikkar aldrei, og ekki var kakan síðri sem við fengum í eftirrétt. Svo hengum við og sötruðum bjór og spjölluðum saman fram á nótt. Mjög skemmtilegur dagur í alla staði.

Í dag var aftur strandblak eftir skóla enda verður að nýta þetta æðislega veður til fullnustu. Svo eyddi ég deginum í að klára endanlega að koma öllu á réttan stað í herberginu mín og tók til og ryksugaði alla íbúðina (sem er ansi stór). Það er orðið mjög fínt hjá mér og ég er ánægður með allt hér á Helligkorsgade.

Fólkið í kringum mig er búið að vera duglegt að setja myndir á netið frá því sem við höfum verið að bralla saman. Allt frá Þingvöllum fyrstu helgina í júní og að síðasta djamminu hér í Kolding! Ég set hér nokkra linka á myndasíðurnar þeirra Láru, Ísaks og Elvu Söru. Þið getið séð hvernig ég lít út með nýju gleraugun mín sem ég keypti í fríhöfninni á leiðinni út! Þess má geta að ég er mjög ánægður með þau og nota þau miklu meira en linsurnar. En hérna koma myndirnar! Later!
Maggi.

- Þingvellir í júní

- AfmælisTaður 2005!

- Kveðjupartýið hjá Láru

- Sólardagur og djamm í Kolding

- Menningarnótt í Kolding

- Nokkrar myndir hjá Elvu Söru úr Go Kartinu

þriðjudagur, ágúst 16, 2005

Keldugarður... ávallt góður

Já ég er kominn aftur til Jótlands, í heimabæ minn Kolding. Hingað kom ég fyrir tæpri viku síðan og er búinn að flytja inní nýja íbúð og byrja í skólanum og svona. Nú bý ég á Helligkorsgade sem er göngugata í miðbænum, og því sutt að fara ef mann langar í... tjah næstum hvað sem er. Hvort sem það eru nýjir skór eða pizzusneið eða öllari á barnum. Hér bý ég með skólafélögum mínum, þeim Þolla, Ægi og Snorra. Herbergið mitt er stórt og fínt, og snýr út að göngugötunni sem er bæði kostur og ókostur. Gaman að horfa á mannlífið og vera partur af miðborginni með risa glugga sem snýr útá götu, en það getur verið pirrandi að fá skarkalann innum gluggann þegar mann langar mest að sofa.

Planið mitt er að blogga um það sem ég gerði í sumar þótt það verði ekki nema örfáar línur um stærstu hlutina. Þessar færslur munu líta dagsins ljós einn slæman veðurdag, því þegar veðrið er gott vill maður vera úti í sólinni. Það verður ekki alveg strax því það er spáð mjög góðu veðri næstu daga! Í mjög stuttu máli fannst mér sumarið mitt alveg frábært frá A til Ö. Ég er mjög þakklátur fyrir það hvað er gaman að vera ég og ég vona að þessi tilfinning mín sé ekki að fara neitt!

Núna ætla ég að leggjast uppí rúm og hlusta í fyrsta sinn á nýju SigurRósar plötuna sem heitir því stutta og laggóða nafni, "Takk...". Hún datt uppí hendurnar á mér í dag því hún lak á netið nokkrum vikum fyrir útgáfudag. Að sjálfsögðu fer ég beint útí búð og kaupi hana þegar hún kemur út, en það er gaman að fá að hlusta strax. Takk.
Magnús Sveinn.

E.s: Ég er kominn með nýtt símanúmer því ég týndi SIM-kortinu mínu (enn einu sinni) og það er +45 6032 7444.

fimmtudagur, ágúst 04, 2005

Versló!

Þá er verslunarmannahelgin liðin! Ég var á Akureyri í góðu yfirlæti og skemmti mér mjög vel með fjölskyldunni minni þar. Þar gerði ég ýmislegt og hér kemur útlistun á því, miðvikud: keyrði norður með Kristjönu sys, Helenu vinkonu hennar og Jóhanni Má, fór á opnunarpartý á skemmtistað (Café Amour), fimmtud: fór út að borða í hádeginu með Starra og rúntaði svo um Akureyri með honum, hjálpaði pabba að mála húsið að utan, fór í golf með pabba, fór á tónleika með Hvanndalsbræðrum (Akureyrskri grínhljómsveit), föstud: hjálpaði pabba að flísaleggja pallinn, fór út á djammið með Kristjönu systur og vinkonum hennar á Café Amour, laugard: lá í sólbaði og heitum potti í bakgarðinum hjá pabba í geggjuðu veðri, kíkti niðrí bæ með Fjólu systur og Möggu stjúpu þar sem við sáum hljómsveitir og fórum á kaffihús (og á rósa-sýningu), fór í fjörugan "fokking" Jónas með systrum mínum og vinkonum þeirra og svo fórum við á Hjálmaball (og ég talaði mikið í símann á milli þess sem ég hlustaði á Hjálma), sunnud: fór níu holur í Frisbígolfi (eða Folfi) með Jóhanni Má, Starra og Eyþóri bróður hans á tjaldsvæðinu Hamri á Akureyri, borðaði yfir mig af afmælismatnum hans pabba (grillmatur: æðislegur humar,lax, og lambafillet og svo risastór geggjuð terta!), fór niðrí miðbæ í partý til vinkvenna Kristjönu og horfði þar á flugeldasýninguna (íbúðin er efst í stóru húsi sem snýr að torginu niðrí miðbæ) og svo djammaði ég aftur á Café Amour, mánud: keyrði heim með Helenu, Fjólu sys og Jóhanni Má.

Húff! Þetta var engin smá upptalning. Helgin var vel mjög vel heppnuð, takk allir sem tóku þátt í henni með mér! ;) Þetta var nú meira gert fyrir mig að telja þetta allt upp, svo að ég muni betur eftir þessari helgi í framtíðinni. Að vísu er bloggið mitt að stórum hluta til þess, til að ég geti lesið það seinna og munað betur eftir hlutunum. En auðvitað líka til að leyfa þeim að fylgast með mér sem að einhverjum ástæðum vilja það! :)

Þetta er orðin svo löng færsla að ég ætla ekki að skrifa næsta Hróarskeldudag alveg strax! Hann kemur þó að lokum, örvæntið ekki. :)
Maggi.

fimmtudagur, júlí 28, 2005

Vil du ha' dressing på?

Nú sit ég inná skrifstofu á Akureyri í nýja húsinu hans pabba míns. Hingað er ég kominn til að njóta verslunarmannahelgarinnar og slappa af. Ég kom keyrandi í gær, miðvikudag, með Kristjönu systur og Helenu vinkonu hennar, og Jóhann Már fékk að fljóta með. Það er svaka fínt veður núna og vonandi helst það fram á mánudag þegar stefnt er á að keyra heim. En það er kominn tími á framhaldið af Hróarskeldusögunni minni.


Hróarskelda, dagur eitt:

Þegar við vöknuðum um hádegi á sunnudeginum fór laugardagurinn að segja til sín. Ég varð vel þunnur, og kenni ég hitanum um. Ég er nefnilega þannig að í miklum hita verð ég alveg ónýtur ólíkt mörgum sem finna aldrei fyrir þynnku þegar heitt er. Sumir voru líka búnir að sólbrenna eftir að hafa sofnað í sólinni, og Eyjó fær verðlaunin fyrir flottasta sólbrunann. Hann var með jakkann sinn breiddann yfir hálfa bringuna og hendina ofaná bringunni en þrjá fingur útfyrir jakkann. Þannig að hann var bæði með jakkafar og handafar á bringunni alla hátíðina! Það var virkilega fyndið.

Dagurinn fór svo í að jafna sig, njóta (og ekki njóta) góða veðursins, en það var alveg steikjandi hiti. Við tjölduðum fleiri tjöldum til að passa svæðið okkar, röltum um þjónustusvæðið og slöppuðum af eftir erfiðan laugardag. Þjónustusvæðið var mjög svipað og hin árin, sömu matarbásarnir þar sem mexíkóski maturinn stóð uppúr, fatabásar og básar með bongótrommur, hakkí sakk bolta og allt milli himins og jarðar. Í miðjunni var svo trampólín, klifurveggur, kassaklifur, frisbígolf, körfuboltavöllur, strandblakvöllur, þrautabraut og eflaust eitthvað fleira sem ég er að gleyma. Auðvitað allt morandi í léttklæddu fólki með bjór í hönd, og það var sko ekki leiðinlegt að kíkja á stelpurnar! Við strákarnir höfðum oft orð á því út hátíðina að við hefðum aldrei séð þvílíkt og annað eins flóð af gullfallegu kvenfólki, og held ég að þetta verði seint toppað.

Um kvöldið fengum við svo okkur að sjálfsögðu bjór saman, bongurnar Jenna og Traci voru vel nýttar, en ef mig minnir rétt entist fólk ekki mjög lengi þetta kvöldið sökum þreytu frá laugardeginum. Framhald síðar...
Maggi.

fimmtudagur, júlí 21, 2005

Þá er komið að því...

Hmmm... hvað ætli þetta verði löng færlsla? :) Já... alveg rétt, ég ætlaði að segja ykkur frá Hróarskeldu! Þannig að þið sem eruð enn spæld yfir að missa af Hróarskeldu farið að leggja kapal eða eitthvað, hér er ekkert fyrir ykkur að finna. :)


Hróarskelda, dagur núll:

Eins og ég sagði í færslunni minni fyrir tæpum mánuði síðan þá vorum ég, Eyjó, Jói og Kristjana í Horsens í vikunni fyrir Kelduna í undirbúningi. Öllu draslinu sem við vorum búin að kaupa, tjöldum, svefnpokum, dýnum, 15 kössum af bjór, tveimur bongum, einhverjum töskum og fleiru var svo komið vel fyrir á kerrunni góðu sem við höfðum keypt.

Á laugardegi í frábæru veðri í Horsens lögðum við svo af stað á hraða snigilsins niður í bæ í áttina að lestarstöðinni. Kerran, sem átti víst að þola allt að 150 kílóum, átti í miklum erfiðleikum að ráða við þessi 120 kíló sem við tróðum á hana. Allir sem sáu okkur á leiðinni ráku upp stór augu og flestir hlógu. Jói var fremst á stýrinu, ég var aftast og hélt í tvö bönd svo kerran myndi ekki renna á undan okkur, Eyjó var allt í kring til að passa að kerran dytti ekki, og Kristjana tók af okkur myndir því þetta var svo fyndið. Eftir dúk og disk komumst við svo að lestarstöðinni og hittum akkúrat á lest sem var að fara til Hróarskeldu. Það var hægara sagt en gert að koma þessum 120 kílóum uppí lestina en það gekk og við vorum svo ótrúlega heppin að lenda á lestarvagni með plássi fyrir reiðhjól þannig að þar gátum við geymt kerruna, sem var farin að svigna ískyggilega undan þunganum.

En til Hróarskeldu komumst við. Þegar við stigum út úr lestinni þar sagði kerran hingað-og-ekki-lengra! Fremri öxullinn var kengboginn, dekkin læstust, og við vorum strand, með 120 kílóa kerru sem var ekki hægt að hagga. Við reyndum margt til að koma henni af stað, en það var ekki fyrr en við fluttum allan þungan á aftari tvö dekkin að það var hægt að drösla henni út úr lestarstöðinni. Þar hittum við Camillu og Miu vinkonu hennar og þær tóku eitthvað af draslinu okkar í Prinsessuna (bílinn hennar Camillu) en restina tókum við með okkur í leigubíl að hliðinu vestan-megin. Við vorum komin í biðröðina klukkan níu um kvöldið, opnuðum fyrsta bjórinn og spiluðum hakkí sakk.

Fljótlega rann fólkið á lyktina sem hafði ekki komið með neinn bjór, og sá að við vorum með heldur meira en við gætum torgað þetta kvöld. Við sögðum nei við þá fyrstu sem komu því þeir vildu kaupa kassann á hundraðkall! Þótt að við hefðum keypt kassana á 33 kr. stykkið þá kostar kassi inná svæðinu 180 kr. þannig að við værum að tapa á þessu. Loksins sögðum við okey, þeir sem vilja borga 200 kr. danskar fyrir kassann mega kaupa, og skrifuðum meira að segja skilti uppá djókið en bjuggumst ekki við að margir vildu það. Það er skemmst frá því að segja að við seldum næstum allan bjórinn okkar! Fólkið var þyrst í bjór og auðvitað eru peningar þá aukaatriði! Þannig að allur peningurinn fór í sjóð og fyrir hann var keyptur bjór inná svæðinu út hátíðina. Kassarnir inná svæðinu eru með 30 bjórum en þeir sem við seldum með 24. Við þurftum líka að bera minna þegar við komumst loksins af stað í átt að tjaldsvæðunum þannig að við græddum helling á þessum viðskiptum.

Klukkan tólf á miðnætti fengu svo allir armböndin sín og var hleypt inná lokað svæði fyrir innan hliðið. Þar var þröngt á þingi, eflaust yfir tvöþúsund manns, en fólkið drakk bara sinn bjór og spjallaði og hafði það gott. Ég tróð mér ofan í svefnpoka og náði að leggja mig smá. Klukkan átta um morguninn var þetta hólf svo opnað og allir sem höfðu beðið um nóttina fengu að fara inn á svæðið á sama tíma. Við vissum nákvæmlega hvar við vildum vera og fórum beint þangað. Við fengum líka risastórt svæði á frábærum stað! Alveg uppgefin hentum við upp báðum partýtjöldunum okkar og öllum þeim tjöldum sem við vorum með og lögðum okkur svo eftir erfiða nótt. Þeir sem sofnuðu undir berum himni voru ekki lengi að sólbrenna, enda mikil sól strax frá fyrsta degi!

Framundan var einn mesti þynnkudagur sem ég man eftir, og eftir það, ógleymanleg Hróarskelduhátíð. En frá restinni segi ég seinna! Það er komið nóg í bili, ég held að ekki nokkur maður myndi nenna að lesa um alla hátíðina í einu og því ætla ég að taka þetta í pörtum. Ég lofa að það mun ekki líða langt milli parta, þannig að kíkið aftur hingað inn sem fyrst! Þangað til næst, kveðja frá Keflavík,
Magnús hinn rauðhærði.

fimmtudagur, júlí 14, 2005

Roskilde = SNILLD!!!

Já, ég er enn á lífi. Hróarskelda var æðisleg eins og við var að búast. Geggjað veður, geggjað fólk, geggjaðir tónleikar. Ferðasagan kemur seinna. Síðan þá er búið að vera brjálað að gera! Vinna, vinna, vinna og djamma þess á milli. Núna um helgina verður haldið uppá 23ja ára ammælið mitt með pompi og prakt! Sú saga kemur líka seinna. Ég er mjög þreyttur eftir alla þessa vinnu, meira en tólf tímar á dag í hellulögn! Það tekur á. Vonandi á ég þá einhvern pening eftir sumarið þótt maður verði stutt hérna heima á klakanum.

Það sem er helst í fréttum að ég var að panta mér myndavél núna rétt áðan! Fæ hana í hendurnar eftir tvær vikur. Það verður mikil hamingja eftir myndavélaleysi síðan í apríl. Ég tók heilar níu myndir á Hróarskeldu á Polaroid myndavélina mína! Þær hefðu líklegast verið níu hundruð ef ég hefði haft stafræna. :) Ég skrifa allt um þessi ævintýri mín seinna! Þangað til þá, hafið það gott.
Maggi.

laugardagur, júní 25, 2005

Roskilde 2005! Here I come!

Ójá, Hróarskelda er á næsta leyti. Núna á eftir skellum við okkur uppí lest og brunum innní Hróarskeldubæinn og bíðum þar til morguns en þá opnar svæðið. Þessa viku erum við búin að vera hér í Horsens að undirbúa hátíðina, kaupa það sem þarf, tjöld, svefnpoka, dýnur, partýtjöld, kerru (fyrir bjórinn, 15 kassa takk fyrir!) og margt fleira. Við keyptum líka efni í tvær risa bongur, þannig að bjórinn verður ekki lengi að renna niður!

Margir eru búnir að óska þess að veðrið verði vont alla vikuna á hátíðinni. Það er magnað hvað það er góð tenging þess á milli hvort fólk fari eða ekki, því þeir sem fara ekki virðast vilja vonda veðrið. Gæti það nokkuð verið öfundsýki? Fyrir þá sem eru búnir að óska þess að veðrið verði vont ætla ég að sýna ykkur veðurspána fyrir vikuna sem var gefin út í dag. Svona verður veðrið í Hróarskeldu komandi viku:



MÚHAHAHAHAHAHAHAHAHA!!!
Þannig er nú það. Ég hef aldrei séð svona marga sólardaga í röð á þessari síðu! Ef þið trúið mér ekki, kíkið þá bara inná síðuna sjálfa. Vonandi verður líka gott veður heima og allir skemmta sér rosalega vel fyrstu helgina í júlí. Við hér í Danmörku ætlum að fara á Roskilde Festival og skemmta okkur konunglega! :D Næst þegar þið heyrið í mér verð ég líklegast kominn aftur á klakann og ég skal reyna að taka góða veðrið með mér ef ég hef pláss í töskunni. Kær kveðja úr hitanum í Danaveldi,
Magnús Sveinn.

mánudagur, júní 20, 2005

Bless, bless Knud-Hansensvej

Já, ég kvaddi íbúðina okkar Rebekku í dag. Ég, Rebekka og Gústi fórum þangað í morgun og kláruðum að mála og skúruðum og svona. Ég á eftir að sakna þess að búa þarna, hverfið var mjög fínt og íbúðin alveg frábær. En til að líta á björtu hliðarnar þá spara ég pening með því að flytja þaðan og færist nær miðbænum og skólanum. Reyndar mun ég eflaust búa alveg niðrí miðbæ, á einni göngugötunni! Það er töluvert mikil breyting eftir að hafa átt heima í fjölskylduhverfi.

Það er æðislegt veður í Kolding og er búið að vera í nokkra daga. Í dag og á morgun er 25°C hiti og heiðskýrt. Það er lítið hægt að gera í þeim hita nema slappa af og borða ís. Sem er einmitt það sem ég er búinn að gera! Ég, Camilla, Bjarni og Raggi fórum og fengum okkur ís og kíktum að Koldinghus og spiluðum smá hacky sack og flatmöguðum í sólinni. Á morgun geng ég svo líklegast frá öllu á Munkegade og pakka og fer til Horsens. Það er búið að tala um að vera þar í einn eða tvo daga og fara svo til Árósa og gera eitthvað skemmtilegt fram að Hróarskeldu. Það er ekki laust við að það sé kominn mikill fiðringur í mann! Önnur hver hugsun snýst að einhverju leiti um hátíðina. Þetta verður svo gaman að það er bara fáránlegt! Jæja, ég er farinn að röfla um hvað er gaman á Keldunni þannig að það er kominn tími til að hætta þessu. Vonandi fer að koma sumar hjá ykkur sem eruð á Norðurlandi. Kveðja frá sólarlöndum,
Magnús.

P.s: HOLY CHICKEN!

laugardagur, júní 18, 2005

1.270 orð

Loksins get ég sest niður og skrifað færslu á bloggið mitt. Fúff! Það er búið að vera mikið að gera.

Prófið
Þegar ég kom heim frá Íslandi síðustu helgi hófst undirbúningur fyrir próf. Hann fólst aðallega í að semja upphafsræðu fyrir prófið því ef hún er góð þá er restin auðveldari. Á miðvikudaginn vaknaði ég svo snemma og fór beint upp í skóla til að taka próf því ég var fyrstur þann daginn. Þetta eru hálftíma munnleg próf úr öllum fjórum fögunum okkar í einu. Einkuninn er svo gefin útfrá lokaverkefninu okkar (skýrslunni og vefsíðunni), kynningu nemandans í byrjun prófsins (5 mín) og svo prófinu sjálfu þar sem kennarar og prófdómari spyrja útúr verkefninu og námsefninu (20 mín). Kynningin mín gekk bara vel og ég gat svarað spurningunum þeirra, og fékk tíu í einkunn. Danska kerfið er auðvitað svolítið spes, þannig að tíu er eins og níu í kerfinu heima. Ellefu í þessu danska kerfi myndi ég segja að væri eins og tíu heima, og svo er hægt að fá þrettán sem er alveg ofur-gott og gerist bara næstum aldrei og maður þarf að sýna framá gríðarlega umframkunnáttu í efninu til að fá það. En ég er sáttur með tíuna mína. Við í hópnum vorum allir með níu eða tíu og vorum mjög ánægðir með það.

Símanúmerið
Eftir að hafa farið niður í bæ og fagnað með því að fá okkur bjór og að borða á kaffihúsi þá fór ég og keypti mér nýtt símanúmer! Ég týndi nefnilega danska SIM kortinu mínu á Íslandi og því er ég búinn að skipta um númer! Nýja númerið mitt er auðvelt og ég borga mun minna fyrir að hringja og senda SMS þannig að þetta var lán í óláni! Númerið er: +45 285 285 12

Flutningurinn
Svo fórum við og fögnuðum aðeins meira með því að kíkja á annað kaffihús og entumst þar eitthvað fram eftir degi. Eftir að hafa svo misst tvisvar af strætó labbaði ég uppeftir og hófst handa við að henda öllu dótinu mínu í kassa eða poka. Henda, hrúga, eða skófla, skiptir ekki öllu, en ég var amk ekki að pakka! Rebekka og Gústi höfðu byrjað fyrr um daginn og gengið frá öllu sameiginlega dótinu. Svo kom Caroline vinkona Rebekku á stórum bíl og hjálpaði okkur að flytja allt dótið okkar niður í bæ. Dótið hennar Rebekku til Gústa og mitt niður á Munkegade (íbúð Láru, Elvu, Rósu og Snorra) þar sem ég fæ að geyma það fram í ágúst. Ég fæ líka að sofa þar fram að Hróarskeldu. Takk æðislega fyrir mig krakkar!

Ræstitæknarnir
Á miðvikudagskvöldinu var svo stefnt á að fara í smá próflokapartý en Lára og Elva voru að pakka langt fram á nótt og ég var mjög þreyttur eftir daginn þannig að við gerðum ekkert. Stelpurnar fóru svo til Íslands á fimmtudagsmorgninum en ég fór uppá Knud Hansensvej með Rebekku og Gústa til að þrífa íbúðina. Það tók næstum allan daginn og var hver krókur og kimi í íbúðinni þrifinn. Við fengum svo húsvörðinn okkar í heimsókn til að kíkja á ástandið og hann var bara sáttur með íbúðina en sagði okkur að ef við myndum ekki mála sjálf þá væri dreginn 10.000 kall af tryggingunni okkar og málara borgað fyrir að gera það! Hundrað þúsund íslenskar takk fyrir! Þannig að við ákváðum að sjálfsögðu að mála.

Coyote Ugly
Á fimmtudagskvöldið kíkti ég út í klukkutíma því aðal barinn sem krakkarnir úr skólanum fara á er beint á móti Munkegade 6 þar sem ég bý núna þessa vikuna. Ég fékk mér einn bjór og spjallaði við vini mína úr skólanum. Við sátum við barinn og barþjónarnir fóru að raða upp skotglösum á barinn, 30 eða 40 skotum! Við hugsum bara "Vá, hver er að fara að kaupa sér mörg skot?!" en þegar þeir eru búnir að fylla öll glösin af Fishermans þá öskra þeir yfir staðinn "Þeir fyrstu sem koma að barnum fá ókeypis skot!!!" Það varð uppi fótur og fit og allir fóru til að sækja sér skot. Við gipum okkur auðvitað líka, maður fúlsar nú ekki við fríu áfengi. Svo þegar öll staupin voru búin stóð einn barþjóinninn uppá barnum með heila flösku af Fishermans og hellti uppí alla sem vildu! Það fór auðvitað áfengi útum allt, minnst uppí fólkið, en þetta var bara stemmning! Eins og klippt útúr Coyote Ugly.

Málararnir
Á föstudagsmorgninum fórum við svo í málningarbúð og keyptum okkur málningu og allar græjur og hófumst handa við að mála hvíta veggi íbúðarinnar enn hvítari. Camilla vinkona okkar kom og hjálpaði okkur og þetta gekk rosalega vel. Við vorum frá hádegi og fram að kvöldmat að mála alla veggi og loft í íbúðinni. Eftir það fórum við heim til Gústa og Rebekku þar sem við grilluðum barbeque rif og banana með súkkulaði og ís í eftirrétt. Gústi gerði líka kartöflurétt með þessu og þetta var ekkert smá gott allt saman! Ég borðaði yfir mig, en það var samt þess virði! Svo spiluðum við smá og ég og Camilla kíktum svo á Lucca niðrí bæ þar sem útskriftarnemendurnir úr skólanum okkar voru að fagna. Við stoppuðum stutt þar enda mjög þreytt eftir hörku vinnu um daginn.

1.000.000 °C!
Í dag (laugardag) er svo alveg æðislegt veður, heiðskýrt og rúmlega 20 gráðu hiti úti. Ég, Camilla og Johanna fórum uppað kastala í sólbað og fengum okkur svo að borða úti. Það er of heitt ef maður er ekki í skugga! Úff, maður er alls ekki vanur svona hita. Ég er flúinn inn og er að borða frostpinna og ákvað að blogga um undanfarna viku því ekki hef ég haft tíma til þess hingað til! Nú tekur bara við bið eftir Hróarskeldu. Sú bið verður þó hvorki löng né leiðinleg. Ég fer til Horsens í næstu viku og verð með Jóa og Kristjönu og Eyjó sem ætlar að taka forskot á sæluna og mæta í heimsókn nokkrum dögum fyrir Hróarskeldu.

Hróarskeldan
Það er bara vika í hátíðina og það er kominn mikill fiðringur í mann! Ég og Camilla vorum að tala um hvað það er sorglegt að það eru ekki fleiri að fara úr skólanum okkar. Við erum bara þrjú, ég hún og Bjarni, og við erum akkúrat þau sem hafa farið áður! Það er ástæða fyrir því held ég, því ef maður fer einu sinni þá langar mann ekkert að missa af þessu nokkurntíman aftur. Stemningin á svæðinu er svo æðisleg að allir tónleikarnir eru bara bónus ofan á það! Sem er alveg magnað því tónleikarnir sjálfir eru auðvitað geðveikt skemmtilegir líka. Ég er svooo oft búinn að reyna að segja fólki hvað er gaman að vera þarna, en það skilur það bara enginn. Það er ekki hægt að bera þetta saman við neitt á íslandi, maður verður að upplifa þetta sjálfur til að skilja þetta. Þjóðhátíð er frábær, en hún er bara ekki neitt í samanburði við Hróarskeldu! Ég vildi að ég væri betri í að sannfæra fólk að fara því það er ekki sjens að það myndi sjá eftir því. En nóg um þetta. Ef þú sem lest þetta ert að fara á Hróarskeldu þá hlakka ég til að sjá þig þar!

Club Stazi
Í kvöld er eitthvað svaka klúbbakvöld á Republikken sem er kaffihús / bar / skemmtistaður hér í bæ og búist við fullu húsi og mikilli stemmningu. Johanna vinkona hannaði auglýsingarnar og vefsíðuna fyrir þennan stað og því verðum við öll VIP í kvöld og fáum að fara í eitthvað VIP herbergi og svona! :p Alltaf gaman að þykjast vera merkilegri en allir hinir. :D Til hamingju þeir sem nenntu að lesa þetta allt. Kveðja í góða veðrið á klakanum frá góða veðrinu í Danmörku!
Maggi.

sunnudagur, júní 12, 2005

Þeytingur

Á Íslandinu góða var gaman og gott að vera í þessar tvær vikur sem var þar í þetta skiptið. Ég fékk vinnu fljótlega eftir að ég kom og náði að vinna átta heila daga og fæ vonandi ágætan pening útúr því. Síðustu helgi, einu heilu helgina sem ég var á klakanum þá fórum við í útilegu! Það var stefnt á Laugarvatn en þar var úrhellisrigning og því enduðum við á Þingvöllum á einhverju fjölskyldutjaldsvæði. Við vorum samt alveg útaf fyrir okkur og verðirnir voru ánægðir með frammistöðu okkar og gáfu okkur prik hvað eftir annað því við týndum alltaf prikunum sem þeir höfðu gefið okkur áður.

Við röltum meðfram Almannagjá og stoppuðum þar uppí brekku og vorum í góðri stemmningu með tvo gítara, kringum 20 manns það kvöldið á föstudeginum. Á laugardagskvöldinu var þó slatti farinn heim en nokkrir bættust við og það kvöld var öllu rólegra. Um daginn höfðum við spilað fótbolta og krokket og risa-mikadó og um kvöldið var spjallað og drukkið fram eftir nóttu og við fengum nokkrar stelpur úr Reykjavíkinni í heimsókn til okkar sem voru í tjaldi nálægt okkur. Sunnudagurinn fór svo í afslöppun í Reykjavík því þar var enn betra veður en á Þingvöllum. Fórum á KFC og í Laugardalslaugina og það var voða fínt.

Síðastliðna viku hef ég svo bara verið að vinna á fullu og fátt annað gert. Kíkti þó í bíó að sjá Mr. and Mrs. Smith með Brad Pitt og Angelinu Jolie og hún var ágæt. Síðasta föstudag kíkti ég svo út með strákunum til að kveðja þá í bili og við fórum á Karaoke staðinn í Keflavík sem ég man ekki hvað heitir. Ég hafði ekki hugmynd um að það væri svona staður til í Keflavík, svona breytist nú margt á meðan maður er í burtu. Í gær (laugardag) flaug ég svo til Danmerkur og sit núna á sunnudagskvöldi inní stofu heima hjá mér í Kolding. Þeim fer nú að fækka ansi mikið stundunum mínum hér á Knud-Hansensvej því við eigum að skila íbúðinni eftir viku og það er stefnt á að tæma hana um miðja þessa viku.

Ég fer í eina prófið mitt núna á miðvikudaginn, hálftíma munnlegt próf um lokaverkefnið okkar. Ég hef litlar áhyggjur af því, vona bara að það gangi jafn vel og síðast. Svo tekur bara við bið eftir Hróarskeldu! Það stefnir allt í rosalega hátíð í ár. Ef veðrið verður til friðs þá er ekkert því til fyrirstöðu að þetta verði fullkomin hátíð því það er frábær dagskrá og fullt af vinum mínum að fara. Össs!
Maggi.

fimmtudagur, júní 02, 2005

Vinna = Peningar

Sá sem fann upp þessa jöfnu var eitthvað á mis. Þetta hefði getað verið Leti = Peningar eða jafnvel Skemmtun = Peningar. En nei. Þetta þurfti endilega að vera Vinna. Þetta er ástæðan fyrir því að ég er kominn með vinnu. Ég var svo heppinn að fá vinnu á stað sem leyfir mér að vinna í þessar tvær vikur á meðan ég er heima í upplestrarfríinu, fara svo út í þrjár vikur til að taka próf og flytja og fara á Hróarskeldu, og vinna svo í fimm vikur aftur þar til skólinn byrjar í haust! Þetta kalla ég lúxus og ekkert annað. Og það sem betra er er að þetta er ekki vaktavinna sem þýðir að ég á frí allar helgar! Ef það stefndi í gott sumar fyrir stuttu þá held ég að það sé hérmeð gulltryggt! Gull-sumar á silfurfati. Bjútífúl segi ég og skrifa.

Aukaverkanir góð sumars eru samt því miður mikil þreyta. Ég er að vinna við hellulagnir hjá Nesprýði. Að stökkva inní svoleiðis vinnu tíu og hálfan tíma á dag eftir langt frí frá öllu erfiði þýðir að maður er lúinn í lok dags. Eftir fyrsta daginn minn fór ég að sofa klukkan hálf átta, beint eftir kvöldmat. Vonandi verður það ekki svoleiðis í allt sumar því þá gerði ég nú lítið annað en að sofa! Ekki að það sé neitt að því, eins og sést á litla spánnýja frænda mínum sem sefur 18 tíma á sólarhring. Hann er ekkert smá sætur! Fallegasta barn í heiminum að sjálfsögðu. Ég heimsæki hann reglulega enda er hann ástæðan fyrir því að ég kom fyrr heim, og hann er alltaf jafn sætur og sofandi.

Vonandi eigiði öll gott sumar.
Magnús.

mánudagur, maí 30, 2005

Surprize!!!

Það er víst ekkert leyndarmál lengur! Kallinn er kominn á klakann! Fyrir rúmri viku síðan ákvað ég að fara til Íslands að heimsækja nýja fjölskyldumeðliminn og auðvitað alla hina líka. Ég ákvað á sama tíma að segja engum frá því að ég væri að koma og mæta bara óvænt. Það heppnaðist líka svona vel.

Fjóla systir var sú eina sem vissi þetta og hún sótti mig á völlinn. Svo tók ég til við að hrella alla fjölskylduna mína sem hafði ekki hugmynd um að ég ætlaði að koma, allir héldu að ég kæmi ekki fyrr en eftir rúman mánuð. Það er meira segja til á vídjó þegar ég birtist og skaut fólki skelk í bringu. Vonandi fæ ég það og get sett á netið því það er rosalega fyndið.

Núna ætla ég að reyna að fá að vinna eitthvað svo ég geti komið út í plús úr þessu ævintýri. Ég næ að vera tvær vikur á klakanum, allt upplestarfríið. Svo fer ég út til að taka próf og fara á Hróarskeldu! Það eru bara 27 dagar í Hróarskeldu! :D Kveðja úr Keflavík,
Maggi.

föstudagur, maí 27, 2005

Rjómablíða

Það er þvílíkt gott veður í Kolding þessa dagana. Yfir tuttugu stiga hiti, og á morgun er spáð 28 stiga hita yfir daginn! Ótrúlegar tölur finnst manni því maður er ekki vanur þessu. Við kláruðum verkefnið í gær! Eða svo gott sem. Við prentuðum skýrsluna og svo á mánudaginn klárum við að gorma hana eða eitthvað sniðugt svo hún verði nú flott þegar við skilum verkefninu inn. En ég er farinn niður í bæ til að sleikja sólina og kaupa mér ís og eitthvað sniðugt. :D Kveðja,
Magnús.

fimmtudagur, maí 26, 2005

It's almost over...

Það styttist í verkefnaskil og það er það eina sem kemst að þessa dagana. Skiladagur er á mánudaginn og ef okkur tekst að klára fljótlega þá náum við að fagna verkefnalokum núna um helgina. Eftir smá pásu frá skóladóti tekur svo við undirbúningur fyrir próf! Það eru nefnilega ekki allir svo heppnir að vera búnir í prófum í maí eins og þið heima á klakanum. En það má segja að tilhugsunin um Hróarskeldu haldi í manni á réttri braut! Búinn að kaupa miða og alles. Það verður frábært! :D En við hér í Danaveldi höfum það nú ekki svo slæmt þótt við eigum eftir að fara í próf. Viljiði bara kíkja á veðurspána fyrir næstu daga! Ekki slæmt.
Maggi.

mánudagur, maí 23, 2005

Lítill frændi!

Í gærkvöldi eignuðust Halla systir og Biggi lítinn strák. Öllum heilsast vel og mikil gleði er með nýjasta fjölskyldumeðliminn. Hún er engu minni hér í Kolding, ég get ekki beðið eftir að komast heim í sumar til að sjá litla frænda! Til hamingju með litla prinsinn Halla og Biggi og allir! :D Hér eru myndir af litla krílinu.
Magnús frændi.

sunnudagur, maí 22, 2005

Say Hallelujah

Ég hélt Evróvisjón partý í gær þrátt fyrir að Ísland tæki ekki einu sinni þátt. Steinunn var samt flott og stóð sig vel þegar hún las upp stigin. Við vorum dugleg í staupunum og sumir fóru verr útúr því en aðrir! En planið var að gera þetta almennilega því þetta var fyrsta og síðasta partýið sem við höldum í þessari íbúð. Ég kíkti svo niður í bæ eftir það en endaði á því að fara ekki á neina staði heldur bara á Munkegade að spjalla og hlusta á Tracy Chapman.

Halla systir og Biggi mágur eru að fara að eignast barn og ég er rosa spenntur! Það er ekki vitað hvers kyns það er, en það kemur í ljós fljótlega. Ég er á Íslandi í huganum. Það er barnaflóð í gangi því Bebba og Hjörleifur eignuðust litla prinsessu í byrjun mánaðarins. Til hamingju með það krakkar! Ég hlakka mikið til að heimsækja ykkur þegar ég kem heim.
Magnús Sveinn.

föstudagur, maí 20, 2005

GAUR!!!

Við komumst ekki einu sinni áfram. Það er það slappasta sem ég veit um. Allir spáðu okkur góðu gengi og við náðum ekki einu sinni uppúr forkeppninni! Úff hvað það er slæmt! Sjitturinn titturinn mellan og hóran! Það þýðir samt ekkert að beila á partýinu á laugardag, maður verður að halda í það minnsta eitt partý áður en maður flytur af Knud-Hansensvej. Það hefði samt verið miklu skemmtilegra hefði Ísland verið með í alvöru keppninni. Þetta er meira að segja nokkuð fyndið. Mér datt ekki einu sinni í hug að við kæmumst ekki í lokakeppnina! Hahaha, æi kannski er þetta ekkert svo fyndið. Vonandi getur Ísland rifið sig uppúr þunglyndinu sem sjálfkrafa skapast með því að klúðra Evróvisjón svona rosalega. Jæja, life goes on...
Maggi.

fimmtudagur, maí 19, 2005

Evróvisjón upphitun

Í kvöld verður hitað upp fyrir Evróvisjón og horft á forkeppnina þar sem Ísland og Noregur munu berjast um efsta sætið! Það er ég viss um. Það verður gaman að sjá hvernig Noregur mun standa sig, ég held þeir muni gera góða hluti því lagið þeirra er alveg frábært og sviðsframkoman líka. Ég tók mig til í gær og breytti öllu skipulagi í stofunni þannig að sem flestir geti horft á sjónvarpið. Ég þurfti að færa öll húsgögnin nema stóru hilluna! Og ég þreif nottla íbúðina í leiðinni. Bara passlega vel samt því hvað er gaman við að þrífa allt hátt og lágt og þurfa svo að þrífa allt aftur eftir partýið! Eða í þessu tilviki partýin, því ég verð bæði með upphitun í kvöld og svo svaka partý á laugardaginn. Það er alltaf skemmtilegra í Júróvisjón partýjum þegar Ísland stendur sig vel þannig að við sendum Selmu heillaóskir! Þetta verður gaman.
Maggi.

mánudagur, maí 16, 2005

Súkkulaðihúðaðar amfetamíntöflur

Inngangur: Já það er nóg að gerast. Ég legg það nú ekki í vana minn að afsaka bloggleti en ég verð að gera það núna. Þegar það er mikið að gerast þá fær maður sig einhvernvegin ekki til að byrja að skrifa. Auðvitað á maður að skrifa á hverjum degi svo hugsanirnar og atburðirnir hrannist ekki upp, en stundum er maður einfaldlega latur.

Vökukeppnin
Ætli ég byrji ekki á að segja frá því sem gerðist fyrir tíu dögum síðan eftir að ég bloggaði síðast. Ég, Lára, Elva, Birna og Kolla tókum okkur til og ákváðum að halda vökukeppni. Við ætluðum að taka gott djamm, fara ekkert að sofa heldur vaka allann daginn og halda áfram allan næsta dag og fram á næsta morgun. Fyrir þessa þrekraun þyrfti auðvitað slatta af bjór og fengum við því bílinn hans Rúnars lánaðan og skruppum til Þýskalands. Það gekk ekki betur en svo að finna landamærabúðirnar að við keyrðum í góðan hring og enduðum aftur á landamærunum! Við ætluðum bara að snúa við og leita betur en við lentum í landamæralöggunni sem heimtaði passana okkar. Lára og Elva voru þær einu sem voru með passa en við hin vorum með ökuskírteinin okkar og töldum það vera nóg. En nei, allt kom fyrir ekki, okkur var skipað að fara heim til Kolding og sækja passana okkar og svo mættum við koma til Þýkskalands!

Við héldum nú ekki enda tekur klukkutíma að keyra aftur til Kolding. Við þorðum ekki að stelast aftur yfir með okkur ólöglega fólkið þannig að Lára og Elva skildu mig, Birnu og Kollu eftir í næsta bæ við landamærin sem heitir Padborg. Þar skoðuðum við þennan litla bæ sem lítið var nú varið í, og fengum okkur að borða og svona á meðan stelpurnar redduðu bjórnum. Seinna komst Starri svo að því fyrir okkur að samkvæmt einhverjum lögum sem voru samþykkt 2002 að ökuskírteinið er sko alveg nóg til að fara á milli landa sem eru í Schengen sambandinu! Bölvaðar þýsku löggur sem ekkert vita. :)

En svo var komið að maraþoninu! Við byrjuðum á fimmtudegi því það var mikil tónleikahátíð í gangi í bænum og nóg af fólki. Fyrr um daginn höfðum við rölt niður í Legeparken og þar var troðfullt af fólki, og allir frá 12 ára til sextugs voru á rúllandi rassgatinu. Við vorum mjög hissa að sjá hvað það voru ungir krakkar alveg pissfull og öllum virtist sama. Eftir djammið okkar á fimmtudagskvöldinu þar sem við fórum á Pitstop og Crazy Daisy enduðum við á Munkegade. Þá var Ívar vinur okkar úr IBA skólanum búinn að bætast í hópinn. Til að sofna ekki drifum við okkur út að rölta kl. 8 um morguninn og fórum í Legeparken þar sem tónleikarnir höfðu verið deginum áður. Birna fór á kostum uppá sviði sem söngvari og tryllti áhorfendur, alla fimm.

Við fórum svo hingað á Knud-Hansensvej þar sem ég þvoði þvott til að drepa tímann. Á þeim tíma var fólk orðið vægast sagt þreytt og margir voru nálægt því að þurfa að vera kisi á Pitstop, en það var refsingin við því að sofna fyrst/ur. "Ég vill ekki vera kisi á Pitstop." (sagt með mjög barnalegri röddu) var algengasta setningin þennan dag.

Eftir sturtupásu var svo haldið á Munkegade aftur þar sem ég og Ívar spiluðum Hacky sack með Snorra en stelpurnar höfðu enga orku í það. Þegar við komum svo upp aftur var tekin sú ákvörðun að hætta vökukepninni og að enginn myndi tapa því stelpurnar voru alveg búnar á því og þetta var ekki skemmtilegt lengur. Ég hefði getað haldið áfram en nennti því nú ekki einn. Því fór ég heim þar sem þreytan helltist yfir mig og ég gerði ekkert um kvöldið nema rotast á koddanum mínum. 36 tímar í vöku með einu góðu djammi var afrakstur þessarar keppni. Einn daginn verður hún kannski endurtekin því við gerðum nokkur mistök sem við getum forðast næst. Þá má sko enginn gefast upp.

Verkefnið
Við erum enn á fullu í lokaverkefninu okkar, og við ákváðum að flytja inn skyr til Danmerkur! Af hverju enginn er búinn að því skiljum við ekki og erum því að gera viðskiptaáætlun og heimasíðu tengt þessu. Það er gaman og gengur bara vel. Við skemmtum okkur vel alltaf þegar við hittumst og um daginn eftir umræðu um súkkulaðihúðaðar kaffibaunir fæddist hugmyndin um súkkulaðihúðaðar amfetamíntöflur! Ég hló mikið að því og það er önnur viðskiptahugmynd sem við gætum hrint í framkvæmd einn daginn.

Juelsminde
Ísak vinur okkar sem hefur komið reglulega í heimsókn síðan í mars býr núna í Juelsminde. Þar er hann í skóla fyrir fólk sem vill gerast sjálfboðaliðar í hinum ýmsu verkefnum í Afríku. Hann bauð okkur núna um helgina til að koma í heimsókn til sín og við þáðum það boð með þökkum. Þannig að núna á laugardaginn fórum við (ég, stelpurnar og Snorri) með lestinni í norð-austur átt og heimsóttum Ísakinn.

Við skoðuðum skólann hans sem er á geggjuðum stað við ströndina og þetta er heimavistarskóli þannig að Ísak er alla daga með frábært útsýni yfir sjóinn og ströndina. Um kvöldið héldum við svo niður að strönd þar sem var gerð misheppnuð tilraun til að kveikja bál. Terpentínan og dagblöðin loguðu fínt en greinarnar vildu ekki hlýða og því varð eldurinn mjög skammlífur. En þá lögðumst við bara í sandinn og horfðum á stjörnurnar og spiluðum svo á gítar og sungum hástöfum eins og Íslendingum er einum lagið. Þetta var alveg frábært í einu orði sagt. Undir lokin voru sumir svo sniðugir að skella sér í sjóinn en þökk sé snöggum björgunaraðgerðum varð engum meint af. :)

Daginn eftir var æðislegt veður og við kíktum aftur niður á strönd og sleiktum sólina aðeins. Svo fengum við lánuð hjól sem skólinn á og hjóluðum um Juelsminde. Þetta er lítill bær og virkilega fallegur. Rólegheitin í fyrirrúmi og það var ótrúlega þægilegt andrúmsloftið þarna. Við fengum okkur að borða og kíktum niður að sjó hinumegin í bænum þar sem við spiluðum Hacky sack og lékum okkur á hjólunum. Það voru hjól fyrir alla nema einn þaning að Lára fékk að sitja aftaná hjá mér. Ég veit ekki hvað það er langt síðan ég hef reitt einhvern á hjóli eða farið í hjólatúr með vinum mínum. Það var skemmtileg nostalgía í þessu. Við vorum svo flott á hjólunum okkar (sem voru öll alveg eins) að við stofnuðum hjólaklúbbinn Hannes og ætlum að vera næstu Hells Angels í Danmörku, nema töluvert friðsælli.

Á leiðinni aftur að skólanum keyptum við okkur ís og höfðum það svo gott uppí skóla í góða veðrinu. Okkur bauðst að fá smá rúnt á bát sem er við litla bryggju hjá skólanum og þar sem við voru búin að hafa augastað á bátnum alveg síðan við komum þáðum við það að sjálfsögðu. Ég fór þó ekki út á bátinn heldur slappaði af á brygjunni og horfði á dýraríkið í sjónum. Um kvöldið var Ísak svo góður að skutla okkur heim til Kolding og við stoppuðum á McDonalds á leiðinni. Þessi ferð var ótrúlega vel heppnuð og allir skemmtu sér konunglega. Ég vill þakka Ísaki fyrir góðar móttökur og ferðafélögum mínum fyrir frábæra helgi.

Bring it home...
Nú tekur svo vika af verkefnavinnu við (sem verður eflaust brotin upp á morgun með því að fara á quiz) og næstu helgi verður svo haldið Eurovision partý á Knud-Hansensvej! Já ég og Rebekka ætlum að halda okkar fyrsta og síðasta partý í þessari íbúð. Við erum nefnilega búin að segja henni upp og losnum líklegast við hana eftir akkúrat mánuð! Þannig að það er óvíst um hvar ég mun búa á næstu önn en það eru nokkrir möguleikar í spilunum. Eitt er víst að það verður á ódýrari stað og það verður gott að minnka aðeins greiðslubyrðina því maður er nú einu sinni bara á námslánum. En þá er þetta komið gott. Þetta er með lengri færslum á þessu bloggi. Ég þakka þeim sem nenntu að lesa alla leið. Góðar stundir.
Magnús Sveinn Jónsson.

fimmtudagur, maí 05, 2005

Sigurgangan heldur áfram

Pub Quiz kryddar skemmtilega uppá þriðjudagnana hér í Kolding. Þá safnast saman slatti af fólki á pöbbnum Knuds Garage og Jerry hinn írski heldur spurningakeppni. Vanalega eru kringum fimmtán lið sem taka þátt og flest þeirra eru fastagestir sem mæta alla þriðjudaga. Við höfum verið nokkuð dugleg við að mæta og oft gengið vel. Í síðustu viku var síðasta quiz apríl-mánaðar og í loka-quizinu eru veitt spes verðlaun, heildarárangur mánaðarins verðlaunaður og liðin sem hafa mætt allan mánuðinn eiga sjens á að vinna verðlaun (verðlaun lesist bjór). Við lentum í öðru sæti yfir mánuðinn (munaði bara einu stigi á okkur og sigurliðinu!) og fengum 250 kr. úttekt á barnum.

Í fyrradag skiptum við svo liðunum aðeins öðruvísi, stelpur á móti strákum af okkur vinunum sem mæta reglulega. Liðin okkar lentu í efstu tveimur sætunum hvorki meira né minna, við strákarnir fyrir ofan. Þannig að við erum komin með ágætt forskot á hin liðin og stefnt er á að vinna mánuðinn. :)

Af skólanum er það að frétta að lokaverkefni þessarar annar er byrjað, og snýst það um að hjálpa fyrirtæki við að færa viðskipti sín meira á netið. Við strákarnir sem gerðum Elvis verkefnið saman, ég, Starri, Haukur og Rúnar ákváðum að halda hópinn enda gekk mjög vel síðast. Annars fer líka mikill tími í að nýta góða veðrið, og það er búið að vera nóg af því undanfarna daga. Að vísu var þrumuveður tvo daga í röð núna nýlega og ég gat ekki sofið heila nótt útaf því. En það var nú bara hressandi. :)
Maggi.

sunnudagur, maí 01, 2005

The Advanced HotDog Plate!

Á fimmtudag og föstudag fórum við í IBA skólann hér í bæ (International Business Academy) og gerðum sameiginlegt verkefni með þeim. Það snerist um nýksköpun og virkaði þannig að það kom yfirmaður frá fyrirtækinu Kappa sem er staðsett hér í Kolding en það gerir pappakassa! Eins spennandi og það hljómar. Við áttum að finna ný not fyrir pappa og voru engin takmörk sett nema að uppistaðan í því sem við gerðum átti að vera pappi. Ég var í hóp með einum strák úr mínum skóla og fjórum krökkum úr IBA. Við hugsuðum lengi vel og komum með fullt af hugmyndum en enga sem okkur þótti vera alveg frábær og ætti skilið að vinna. Það var nefnilega 1000 kr. í verðlaun fyrir sigurhópinn.

Á endanum ákváðum við að framkvæma hugmyndina mína um disk fyrir pulsur og pulsubrauð. Hann er svipaður og málarapalletta, því það er gat fyrir þumalputtann svo það sé auðveldara að halda á disknum. Á öðrum endanum eru svo rifflur þannig að það er pláss fyrir pulsur og brauð og það rúllar ekki útaf disknum. Hinum megin eru svo göt þar sem maður getur komið fyrir litlum skálum með sósu. Danir vilja nefnilega hafa pulsurnar og brauðið sér og dýfa því svo í sósuna í stað þess að láta hana á pulsuna. Svo gerðum við eina útgáfu sem var líka með plássi fyrir glas. Eftir hádegi á föstudaginn var afraksturinn svo sýndur í stórum sal í IBA. Það voru yfir 30 hópar af nemendum, yfirleitt sex saman í hóp, og nokkrir hópar með fínar hugmyndir. Mjög algengt var að fólk gerði borð með götum fyrir drykki og voru nokkrar útgáfur af þeirri hugmynd. Við gerðum svaka flotta útstillingu með myndum af Hróarskeldu sem sýndu hvað var mikið vesen að borða pulsur án þess að hafa diskinn flotta, og redduðum svo pulsum og pulsubrauði til að sýna hvernig þetta virkar.

Svo voru tilkynnt úrslitin, og viti menn! Haldiði ekki að við höfum unnið þetta barasta. Þeim leist best á okkar hugmynd og gáfu okkur þúsund krónur danskar. Það er alltaf gaman að vinna. Verst var að þurfa að skipta niður verðlaunaféinu því ég átti allan heiðurinn að þessari uppfinningu. Það er gallinn við að vera í hópavinnu. :) Eftir að búið var að tilkynna sigurvegarana þá fórum við niður á barinn sem er í skólanum og fengum pulsur og bjór. Ég var lengi þar og spilaði póker við fólk úr IBA og það var mjög gaman. Ég nennti svo ekkert heim heldur fór niður í bæ og spilaði Hacky Sack á Munkegade og svo borðuðum við saman risapizzu. Ísakinn og Elva tvö voru í heimsókn á Munkegade um helgina og það gerði góða helgi enn betri.

Í gær hélt Munkegade liðið svo partý með James Bond þema og þar var mikil stemmning. Lára setti met og tók yfir 400 myndir á myndavélina sína. Ég tók þrjár myndir á Polaroid-vélina mína. Hehe. Planið var að vera í partýinu alla nóttina og fara ekkert út, en það náðist bara til klukkan þrjú. Þá var haldið út og ég og Elva komum við á Tavlen áður en við fórum á PitStop. Frábær helgi að vanda.
Maggi.