Ég hef verið að hugsa svolítið um raunveruleikann undanfarið. Öll þekkjum við (leyfi ég mér að fullyrða) að eitthvað sem maður gerir að kvöldi til og virtist vera alveg brilliant hugmynd er ekkert nema heimskulegt daginn eftir og maður sér eftir því um leið og maður vaknar. Þá er ég ekki að tala um eitthvað fylleríisröfl heldur bara að heilinn fúnkerar ekki alveg nógu vel þegar klukkan er orðin of margt. Ég held nefnilega að raunveruleikinn sé mestur þegar maður vaknar og svo dvíni hann eftir því sem líður á daginn. Svo þegar maður er orðinn of þreyttur, jafnvel kominn í svefngalsa þá er raunveruleikinn í lágmarki. Ég tala nú ekki um þegar maður er í glasi og jafnvel að halda partý. Að vakna daginn eftir og sjá að allt er í rúst og eiga eftir að þrífa í þynkunni, það er raunveruleikinn að slá þig í framan með blautri tusku. Þá erum við eins og hundur raunveruleikans og hann er að nudda okkur uppúr pissupollinum sem við migum útí horni af því að við vissum ekki betur. Munurinn er bara að við lærum ekki af reynslunni eins og hundarnir. Jæja, ég er alveg að missa mig í samlíkingunum hérna. Nóg af persónugerfingum um raunveruleikainn. Ef þið viljið fleiri þá er bara að láta vita! Hehe. Ég þyrfti að fara að semja ljóð aftur. Ef ég man rétt þá kunni ég það einu sinni.
Ef þetta er ekki sæt mynd þá veit ég ekki hvað. Mig langar í kisu. Við áttum einu sinni kisu. Svo tók móðir mín sig til og myrti hana. Það var ekki skemmtileg upplifun. Ég var í mestu uppáhaldi hjá henni alla tíð og hún lá stundum ofan á sænginni minni þegar ég svaf. Líka gott að hafa gæludýr í húsinu þegar maður er einn heima, það er bara eitthvað þægilegt við það að vita af einni sál nálægt sér hvort sem það er manneskja eða köttur eða hundur eða ormur. Ok, kannski ekki ormur. En Tinnu var alltaf gott að hafa hjá sér, rólyndis köttur, matvönd með eindæmum og með mikinn persónuleika. En móðir mín sá ekki fegurðina í henni lengur þegar hún var farin að fæla burtu fólk sem hrúgaðist inn í fjölskylduna og tók því heilsu þeirra fram yfir Tinnu (sem by the way var búin að vera miklu lengur í fjölskyldunni heldur en þetta nýja fólk og ég þekkti hana mun betur líka). Tinna var því svæfð fyrir tveimur árum síðan ef ég man rétt og við höfum ekki eignast annað gæludýr síðan. En þegar maður sér svona myndir þá langar mann fátt meira en að hafa lítinn kettling í húsinu til að leika við og kúra með. En móðir sú sem tíðrætt hefur verið um í þessari færslu tekur það ekki í mál. Maður verður nú barasta að fara að drulla sér að heiman, burt úr harðræðinu, burt frá mæðrum sem myrða vini manns. Vill einhver taka mig að sér? "Karlmaður á barnsaldri leitar að samastað og uppihaldi, no questions asked. Ekkert í því fyrir þig, bara leiðindi og volæði." Ég held að þessi auglýsing myndi slá í gegn í Fréttablaðinu. Eða... nei. Mig langar í kött.
..:: catmandu ::..

Vá hvað ég er mikið eftirá! Ég gleymdi alveg að minnast á Ungfrú Ísland keppnina þegar hún var og núna er hún löngu búin! Og ég ætla því bara að segja eitt, til hamingju Steinunn!!! Ég fylgdist voða lítið með þessu enda var það algjör óþarfi (og ég er ekki með stöð 2). Þegar Steinunn tekur þátt þá eru úslitin bara sjálfgefin. Ég varð skotinn í Steinunni þegar hún var í 6. bekk og ég var í 5. bekk. Ég hefði eflaust verið skotinn í henni fyrr en ég átti bara ekki heima í sama landshluta og hún fyrr en þá. Mér þótti hún ótrúlega falleg og tók alltaf eftir henni hvar sem hún var þótt hún vissi eflaust ekki að ég væri til. Svo liðu árin og Steinunn varð bara fallegri (veit ekki alveg hvernig það var hægt en svoleiðis var það) og ég kynntist henni svolítið. Það var fyrst í gegnum fjölskylduna því fjölskyldur okkar tengjast. Svoldið skrítnum böndum en samt, mamma mín var í pössun hjá ömmu Steinunnar og svo passaði mamma barn hennar seinna (ss pabba Steinunnar). Við semsagt höfum talað nokkrum sinnum saman og þekkjumst svona smá. Það er heldur ekki nóg með að hún sé svona falleg því hún er alveg frábær manneskja. Það kom fáum á óvart þegar hún vann Ungfrú Suðurnes og ég var viss um að hún myndi vinna Ungfrú Ísland líka, sem hún gerði með glæsibrag! Það verður gaman að fylgjast með henni keppa erlendis því hún á örugglega eftir að standa sig vel og gera okkur stolt af sér! Efast um að hún lesi þetta en ef svo vildi til þá segi ég aftur, til hamingju! Kannski hittumst við aftur og spjöllum í heitapottinum. Hver veit! :)

Ég festist í Batchelorette þættinum áðan, þeim næst-síðasta og það var svolítið óþolandi. Það eru tveir gaurar eftir og það er augljóst hvorn hún á eftir að velja. Málið er bara að ég samsvara mér miklu meira með hinum gaurnum og allt það sem er líkt með okkur... það eru ástæðurnar fyrir því að hann verður ekki valinn! Það böggaði mig því mig langar að eiga kærustu og kannski eru þetta ástæðurnar fyrir því að það er ekki að gerast... Ég veit ekki hvort fólk veit þetta um mig en mig langar fátt meira en að eignast kærustu. Auðvitað ekki bara hvaða stelpu sem er og ekki stelpu sem væri bara eitthvað að leika sér heldur stelpu sem væri virkilega hrifin af mér og sem ég er jafn hrifinn af á móti. Stelpu sem væri með mér af því hver ég er en ekki bara af því að hún vill vera með einhverjum eða af því að ég var hrifinn af henni. Stelpu sem ég get ekki beðið eftir að hitta í hver skipti sem ég hitti hana þótt við séum búin að þekkjast heillengi, og stelpu sem ég get ekki hugsað mér að fara frá í hvert skipti sem við þurfum að kveðjast. Stelpu sem ég get kysst og kúrað hjá endalaust. Mig langar ekki bara í kunningja eða vinkonu eða ríðufélaga. Mig langar í kærustu.
Eins og kom fram í þessari afar skemmtilegu færslu hér að neðan (sem var btw skrifuð í nótt við afar erfiðar aðstæður) þá fórum við nokkir vinirnir saman í bíó. Við sáum myndina x men tveir sem er bara hin ágætasta mynd verð ég nú að segja. Meira að segja bara þrusu góð að flestu leyti. Ég sá ekki fyrri myndina (held ég ég hafi ákveðið fyrirfram að hún væri leiðinleg) þannig að ég get ekki borið þær saman, en ég var búinn að heyra að þessi væri mun betri hún hefur fengið þrusu góða dóma og átti þetta kannski þátt í því að ég ákvað að skella mér. Þetta er mjög góð mynd uppá allan hasar að gera og sem ofurhetju mynd er hún bara mjög góð líka. Þannig að ef þú heldur að þú hafir gaman af henni þá hefuru það eflaust, en ef þú heldur að hún sé ömurleg þá á hún eftir að koma þér á óvart ef þú sérð hana samt. Hún fær þrjár af fjórum stjörnum hjá mér og er það mjög vel af sér vikið á mínum skala miðað við gerð myndarinnar. Á undan myndinni var sýndur trailer úr Matrix 2 og held ég að hún verði all svakalega góð. Þeim tókst allavega að gera svaðalega góðan trailer úr henni og kitlaði hann afskaplega því mann þyrsti í meira þegar trailerinn var búinn.