þriðjudagur, apríl 15, 2003

Akureyris


Já lesandi góður. Ég er að fara til Akureyris. Eða, ef klukkan er meira en tólf á hádegi þriðjudaginn 15. apríl 2003 þá er ég kominn til Akureyris! Finnst þér það ekki magnað!? (eða ef það er liðin uþb vika frá þessari dagsetningu þá er ég kominn heim aftur...). Ég er búinn að tala við nokkra sem sjá ekki dagsetninguna á færslunum mínum á þessari forlátu bloggsíðu! Það finnst mér alveg magnað. Tekur þú ekki örugglega eftir henni...? Hún er undir textanum efst í hverri færslu. Mér finnst þetta sniðugt og ætla ekki að breyta þessu. *hrmph!*

Ég er hættur að nenna að fárast yfir því að enginn skuli skrifa í sjátátið mitt (ok, ekki enginn en svona næstum því). Það þýðir ekki að ég sé ekki lengur fúll útaf því, því ég er það! Fólk hrúgast hér inn og vonandi les það amk eitthvað af því sem ég hef að segja. Og ég neita að trúa því að lesendur þessarar síðu séu alveg heiladauðir og hafi því einhverja skoðun á því sem ég hef að segja. Þá er um að gera að skrifa smá komment. Og fyrst ég er nú farinn að fárast yfir þessu öllu saman þá er fólk líka hætt að skrifa í gestabókina. Jæja, nóg komið af röfli í bili. Sjáumst á Akureyris! :)
..:: max ::..
blog comments powered by Disqus