föstudagur, apríl 18, 2003

HEY KANÍNA! KONDÍ PARTÝ!


Ég efast um að Jói ætli að splæsa í kvöld, og efast ég enn meira um að kanínur muni fjölmenna, en í Sjallann fer ég í kvöld og djamma með Sálinni og nokkrum öðrum vel völdum einstaklingum, aðallega Akureyringum. Vonast ég til að föstudagurinn langi standi undir nafni og að við getum verið að langt fram á nótt án þess að það bitni á laugardeginum því þá þarf ég að keyra suður aftur. Ekki veit ég hvað laugardagskvöldið ber í skauti sér, en á sunnudasgskvöld og aðfaranótt mánudags verð ég djammandi með kanínum á mínum heimavelli, því þá verður Sálin í Stapa.

Í gærkvöldi fór ég á kaffihús með nokkrum fögrum yngismeyjum, og var þar enginn annar en Stefán Jakobsson úr VMA sem skemmti með söng og gítarspili við annan mann. Drengurinn kann semsagt að syngja fleiri lög og stóð hann sig með miklum ágætum. Eftir það var rúntað útí nóttina og var alveg pakkað á rúntinum. Ekki það að hann sé eitthvað stór, en það var ekkert í gangi í bænum og því flykktust félagsverur Akureyrar "í bæinn" og sýndu sig og sáu aðra gegnum mishreinar bílrúður. Akureyri er að ég held betur að titlinum "höfuðborg hnakkanna" komin heldur en Selfoss því ég er allt morandi í überhnökkum og túrbótussum. Hér er þetta fólk kallað copy-paste fólkið og þykir mér það afar viðeigandi nafn. Allir steyptir í sama mótið. Þetta er örugglega ágætis fólk ef vel er að gáð en afskaplega óheppið í fatasmekk og persónuleikum. Segi svona. Stelpurnar eru nú samt margar hverjar fallegar sem gull, og maður á það oft til að líta um öxl hér í bæ því kvenfólkið er ekki skorið við öxl. Því held ég að óhætt sé að álykta að ég eigi eftir að skemmta mér og öðrum ákaflega vel í kvöld, líka með tilliti til þess að veðurguðirnir virðast líka vera komnir í djammgírinn. Sumar og sól.
..:: magchen in über action ::..
blog comments powered by Disqus