sunnudagur, apríl 27, 2003

Paddy's


Mikið svakaðslega var gaman í gær. Byrjaði á því að vakna og átta mig á því að ég gæti ekkert lært þennan daginn því ég var að fara í brúðkaup! Og það var ekkert svona familíu brúðkaup eitthvað, nei nei, fyrsti vinur minn var að gifta sig! Eða réttara sagt vinkona. Djöfull er maður orðinn gamall. En það var bara mjög fínt, athöfnin flott og svo var haldið uppá völl í veisluna því gaurinn sem hún giftist er í hernum. Eftir veisluna héldum ég og Stony McGee í partý hjá ungum jafnaðarmönnum og var það bara aldeilis gaman. Fulllt af fólki sem ég þekkti og bara fjör. Eftir dágóðan rúnt með HeimsKspekingnum og tveimur fögrum yngismeyjum var svo haldið á Paddy's, nýja írska pöbbinn (fyrrverandi H-38) og var þar stemmning svakaleg! Þar var svo djammað fram eftir nóttu og það var barasta þrusu gaman! Alveg pakkað af fólki ein ég er einhvernveginn bara hættur að láta það fá á mig. Fínt að hafa mikið af fólki, þá eru fleiri til að spjalla við og svona! Anyhoo, núna á ég að vera að læra (fyrsta próf á þri.) þannig að ég læt þetta nægja í bili! Stay fresh.
..:: magchen in action ::..
blog comments powered by Disqus