þriðjudagur, apríl 08, 2003

Hlaða dauðans


Af því fólki sem er á lífi í dag er talið að um hálfur milljarður muni látast af völdum tóbaks. Fleiri deyja í heiminum vegna tóbaks heldur en vegna alnæmis, eiturlyfja, umferðarslysa, morða og sjálfsvíga samanlagt. Þetta er svoldið svaðalegt.

Ég er í hlöðunni og þetta er næstsíðasti dagurinn minn í heimspeki. Það er góð tilhugsun. Svo fer ég að vinna fljótlega og það er líka góð tilhugsun því það þýðir feitur launatjékki! Nei ok, kannski ekki alveg, en að minnsta kosti launatjékki. Svo þarf ég að læra fyrir og taka próf á meðan ég er í vinnunni sem er ekki svo góð tilhugsun. Þannig að það eru blendnar tilfinningar hjá mér þessa dagana. En, ávallt hress.
..:: magchen ::..
blog comments powered by Disqus