föstudagur, apríl 11, 2003

Word of advice...


Ef þið lendið í því að eiga svona dag eins og ég átti í dag, þar sem allt gengur á afturfótunum (sjá færsluna hér á undan) þá er ég með eina ábendingu fyrir ykkur. Aldrei, og ég endurtek aldrei segja, það getur nú ekki versnað úr þessu, eða eitthvað álíka. Jú, þú giskaðir rétt. Dagurinn minn versnaði eftir að ég skrifaði síðustu færslu. Ég ákvað stuttu eftir að ég skrifaði færsluna að nóg væri komið af þessum guðsvolaða degi og fór að sofa til að sleppa úr þessum hörmungum. En stuttu eftir að ég sofnaði var ég vakinn. Það var móðir mín og var hún búin að fara með bílinn til að athuga með skemmdir. Og það sem virtist vera svo lítið var það sko alls ekki. Skemmdir á hinu og þessu undir húddinu, s.s. bara allt í fokki. Hundraðogfimmtíuþúsundkall takk fyrir og amen. Við þurfum semsagt að leita til trygginganna og láta þær borga þetta og borga sjálf sjötíuþúsundkall. Og mestur hluti þeirrar upphæðar lendir á mér að sjálfsögðu. Ég má ekki við þessu. Fyrsti launaseðillinn sem ég er búinn að hlakka svo til að fá... er horfinn. Áður en ég fékk að finna peningalyktina. Alheimurinn elskar mig þessa dagana. Og þú, lesandi góður, ert ekki búinn að heyra nema brot af óförum mínum síðustu vikur. Veit einhver hvar ég get fengið haglabyssu á vægu verði?
..:: fuck you too ::..
blog comments powered by Disqus