laugardagur, apríl 05, 2003

Þúsund og ein gröf


Þúsund Írakar féllu í nótt og einn Bandaríkjamaður. Vá hvað þetta stríð er súrealískt. In other news, það er búið að ná bankaræningjanum! Helvítis vesin. Var ég sá eini sem hélt með honum? Mig langar alltaf (eða svona yfirleitt) að bankaræningjar komist upp með ránið. Maður þarf sko að vera hugaður (eða bara ótrúlega heimskur) til að ræna banka og það er notta alltaf til þessi goðsögn um hið fullkomna rán...

Tommi skrifaði í gestabókina mína að ég ætti bara að drífa mig út í heimsreisu. Kannski endar það bara þannig. Ég er mest að spá í að fara aftur til Ástralíu (það er jú heimsálfa) aftur, það land er bara eintóm snilld út í gegn. Uppáhalds landið mitt í heiminum. Svo er nottla spennandi að taka Suður-Ameríku, Asíu eða Afríku. Held að ég vildi síður flakka um Evrópu, maður er bara búinn að sjá svo mikið af þessum löndum. En Tommi, fyrst þú ert svona uppfullur af visku, geturu nokkuð sagt mér hvernig í andsk... ég get reddað mér miða á Hróarskeldu? Ég var nefnilega svo heimskur að bíða of lengi með að panta á exit.is. Anyone? Mig langar á Hróarskeldu!!! Sérstaklega af því að (belive it or not) SigurRós mun spila þar!!! Ég hef samt engar tilkynningar séð um það, fyrir utan þessa hérna, en ég hef enga ástæðu til að efast um þetta. Mig langar svooo mikið. Vill einhver koma með mér?
..:: red ::..
blog comments powered by Disqus