Útþrá...
Hitti kúrekastelpuna í sundhöllinni (alltaf jafn sæt!) og við í Ferðafélaginu Vilmundur Ríó erum að fara að hittast. Vá hvað mig langar aftur til Ríó. Við krakkarnir sem fórum saman ákváðum að við ætlum aftur eftir fjögur ár og ætlum að safna fyrir því með því að leggja fyrir í hverjum mánuði. Ég er nottla ekki byrjaður (stúpid ég) enda er það erfitt þegar það er engin innkoma í bókhaldið. Bara úrkoma.
Orð vikunnar: Limgerði. Hversu heimskulegt er þetta orð?!! Amk gátum ég og Goldeneye hlegið vel af því. Kannski (orð síðustu viku!) erum við bara svona vanþroskaðir og heimskir en það er þá bara bezta mál líka! Ignorance is bliss...
Það er ekki bara vegna Ríó og ferðafélagsins sem titill þessarar færslu er Útþrá..., heldur er það líka Hróarskelda og Ástralía sem kalla á mig þessa dagana. Ég held að ég verði að svara Ásgeiri (frænda og góðvini Goldeneye) játandi. Það er hægt að vita mínus! Ég veit mínus. Mínus um hvað ég vil. En hinsvegar veit að mig langar á tónleika á morgun með Mínus. Þar munu líka spila Dáðadrengir (ef leitað er vandlega má finna krækju á heimasíðu þeirra hér á síðunni) og Sign. Mig langar mikið að sjá Dáðadrengina "læv", enda er tónlist þeirra afskaplega "jolly" og skemmtileg og örugglega ennþá betri læv. Svo endar það kannski með því að maður fari á Scooter og jafnvel Jackass bara líka! (langar einhvern í miða á hálfvirði?) Það er nebbla aukasýning á laugardaginn sem er líka bönnuð eins og sú á föstudagskvöldið, aldrei að vita nema maður kíki fyrst maður fær tveir fyrir einn tilboð. Með þessum orðum kveður Magchen og óskar þeim sem eru á leið til Kanarí á morgun góðrar ferðar og mikillar skemmtunar!! (ég veit það verður erfitt án mín...)
..:: magchen ::..
Halló heimur!
Fyrir 2 árum