laugardagur, apríl 05, 2003

Times are a changing...


Nú hef ég tekið mig til og breytt síðunni minni. Ég rakst á stórsniðuga síðu sem heitir rss.molar.is. Þar geturu útbúið svona valmynd (eða hvað er hægt að kalla þetta?) eins og ég er búinn að gera hér til hægri. Hugmynd mín er svo að fá fólk ég þekki sem er að blogga (þið vitið hver þið eruð!) til að skrá sig inn á þetta og þá er hægt að búa til svona yfirlitsmynd fyrir það fólk! Hvað græðir maður á því gæti einhver spurt... Jú. Það er einfalt. Þá þarf maður ekki að eyða tíma í að kíkja á hvert einasta blogg sem mann langar að skoða, heldur hefur bara tilbúinn við höndina lista yfir þá sem eru búnir að uppfæra nýlega! Þetta er svoldið sniðugt. Ef mig langar að hafa þig með á listanum þá ertu örugglega búin/n að fá frá mér póst þar sem ég bið þig um að skrá þig (vantaði að vísu fullt af e-mailum, sendu mér bara línu ef þér finnst þetta sniðugt!). Ef einhver sem ekki fær frá mér póst hefur á áhuga á að vera á listanum mínum þá er hægt að taka það til athugunar. En allir bloggarar ættu endilega að skrá sig á þetta sem fyrst því það tekur smá tíma fyrir þetta að vera staðfest. Ég setti inn nokkrar síður á þetta til að sýna hvernig þetta virkar, t.d. mbl.is, baggalút, huga.is, vísindavefinn og fleiri sniðuga vefi. Endilega nýtið ykkur þetta og skoðið það sem vekur áhuga ykkar. (ef þið viljið halda áfram að skoða þessa síðu verðið þið að hægrismella og velja 'Open in New Window').

Ég tók líka út ChatterBoxið mitt enda var það lítið notað. Um að gera að nýta bara ShoutOutið í staðinn, alltaf gaman að fá comment á það sem maður er að gera. Allavega, lítið að frétta af mér. Síðasta skólavikan hjá mér í næstu viku, sem þýðir að ég á bara tvo skóladaga eftir! Svo er þriggja vikna bið í þessi þrjú próf sem ég þarf að taka. Þetta er að verða búið. Sem vekur hjá mér ótta því ég veit ekkert hvað ég ætla að gera í framhaldinu! Er hægt að vera professional bloggari? Hver myndi borga fyrir það? Hmmm... eitthvað til að hugsa betur um...
..:: max ::..
blog comments powered by Disqus