Saturday
Ég átti eftir að minnast á merkilega hluti sem ég gerði á laugardaginn. Ég átti eftir að minnast á hluti sem ég gerði á föstudaginn að vísu en þeir voru ekki merkilegir þannig að það er ekkert gaman að lesa um það. En á laugardeginum fór ég á Jackass. Ekki er hægt að segja annað en að þeir hafi staðið undir nafni. Ég hef aldrei séð nokkurn mann æla jafn mikið og Steve-O gerði. Hann braut ljósaperu á hausnum á sér og skar sig allan á tungunni með brotunum þannig að hann var alblóðugur. Hann heftaði punginn á sér við lærið á sér. Hann sprengdi nokkra bjóra á hausnum á sér. Hann gerði ýmislegt sem ég myndi aldrei gera. Hinir gerðu mest lítið. Hjólabrettaatriðið var kúl og atriðið með stigann á hökunni. Ég varð ekki fyrir vonbrigðum með sýninguna eins og margir, því ég gerði mér engar væntingar. Ég meina hvað gætu þessir menn mögulega haft merkilegt fram að færa?
Hitt sem ég gerði sem vert er að segja frá er að ég horfði á Bowling for Columbine, heimildamyndina frægu sem vann óskarinn. Þetta er virkilega góð mynd og alveg brjáluð ádeila á bandarískt samfélag. Maður trúir bara varla að Kani hafi gert þessa mynd. Ég er ekki vanur að horfa á heimildamyndir, hvað þá heimildamyndir sem eru tveir og hálfur tími, en þessi hélt mér við efnið og var barasta virkilega góð. Þrjár stjörnur af fjórum. Allir að kíkja á þessa mynd!
..:: max ::..
Halló heimur!
Fyrir 2 árum