fimmtudagur, apríl 10, 2003

Á svona dögum...


...langar mann bara að leggjast í hýði. Dagurinn í dag átti að vera góður, síðasti skóladagurinn um langa tíð (að öllum líkindum) og bara gleði í mínu hjarta með það. En alheimurinn var ekki lengi að útrýma allri gleði í mínu hjarta. Á heimleið úr Reykjavík, nánar tiltekið á Bústaðarvegi, sá ökumaður jeppa nokkurs sig knúinn til að snarhemla með þeim afleiðingum að næsti bíll þar fyrir aftan nauðhemlaði og ég fylgdi fast á hæla honum. Heldur fast fylgdi ég þó, því ég endaði aftaná bílnum fyrir framan mig og jeppinn ók burtu. Semsagt, ég keyrði aftaná bílinn í algjörum órétti þótt þetta hafi engan veginn verið mér að kenna. Við fylltum út tjónaskýrslu og þegar heim í Keflavík var komið fórum við beinustu leið niðrá VÍS og skiluðum inn skýrslunni. Þar fengum við þó þær ágætu fréttir að ef ekkert væri að okkar bíl myndi tryggingin borga hinn bílinn. Lítið sást á okkar bíl en stuðarinn á hinum var vel beyglaður. En þessi "gleðitíðindi" voru skammgóður vermir því þegar heim var komið beið eftir mér glóðvolg sektartilkynning frá því að "undercover" löggubíll útí kanti nappaði mig á 70 þar sem hámarkið er 50. Það þýðir rúman ellefuþúsund kall úr buddunni minni. Og ekki má ég við því. Maður getur ekki annað en elskað svona daga. Eða bíddu... jú! ÉG HATA SVONA DAGA!
..:: fuck off ::..
blog comments powered by Disqus