laugardagur, apríl 05, 2003

Snilld hjá Betu


Djöfull hló ég þegar ég las Moggann áðan. Betarokk er mikið búin að tala um nauðsyn Velvakanda, og gerir mikið grín að þessum dálki (amk held ég að það sé tilgangurinn) með því að senda inn greinar reglulega. Ein slík birtist í dag (lau) í Mogganum og fjallar um að það sé ágætt að vera einhleyp/ur. Gaman að gaurnum sem hún sá úti að labba og var svo brosandi að henni þótti ástæða til að skrifa um það í Moggann. Maður verður að prófa þetta.
..:: max ::..
blog comments powered by Disqus