mánudagur, apríl 28, 2003

Prófatörn


Jújú, eins og hjá fleirum örvæntingarfullum Íslendingum um allan heim eru prófin að byrja hjá mér í H-skólanum. Fyrsta prófið er á morgun og hefur lestur fyrir það gengið samkvæmt áætlun, semsagt herfilega illa. Vonandi næ ég þó að klóra í bakkann og redda þessu með því að bulla eitthvað útí loftið, ég er nú í heimspeki for crying out loud. Ég tek þrjú próf og er búinn 7. maí. Allt er komið á hreint með vinnuna mína, ég byrja í henni 9. maí (ammælisdag móður minnar no less!) og fékk vaktina sem ég vildi og alles. No problem for John... Boblem.

Ég held ég þurfi að snúa mér aftur að bókunum. Renna yfir glósurnar aftur svona fyrir svefninn svo maður átti sig nú endanlega á að maður kunni ekkert í þessu og nái engum svefn í nótt af áhyggjum. Ætli það sé hægt að redda sér "Epistemology For Dummies!" með mjöög stuttum fyrirvara? Já það er rétt, ég er í fagi sem heitir Epistemology. Ef þú veist hvað það þýðir þá færðu fimmaur frá mér næst þegar ég hitti þig. Og já, allir að taka þátt í nýrri könnun!
..:: mr. boblem ::..
blog comments powered by Disqus