þriðjudagur, apríl 22, 2003

Life in the making...


Ég á miða á Hróarskeldu!!! Ef allt fer að óskum kemst ég á hátíðina með flugi og gistingu (í tjaldi en samt) fyrir 20 þús. kall! Það er enginn peningur. Ég held að þetta verði algjör helber snilld. Ég fæ að sjá Björk. Svoldið stúpid að mig hlakkar eiginlega mest til að sjá Björk og SigurRós, og fer til danmerkur til þess. En þannig er það nú samt. Svo er það að frétta af heimsreisu-málum að ég er farinn að stefna á reisu með HeimsKspekingnum og frændans. Stefnan er að fara á næsta ári og sigra heiminn, amk þrjár heimsálfur, ef ekki fleiri. Það verður all svaðalegt. Og við erum jafnvel að spá í að gera heimildarmynd um alla ferðina og selja hana fyrir morð fjár í útlöndum og verða svo frægir leikstjórar í Bollywood. Það gæti líka orðið gaman. Það er alltaf svo skemmtileg músík í myndunum sem eru gerðar í Bollywood. Hvergi í heiminum jafn mikil framleiðsla á bíómyndum.

Núna þarf ég að fara að taka mig saman í andlitinu og fara að læra fyrir þessi þrjú próf sem ég fer í á næstu tveimur vikum. Það verður erfitt. Þessi textar geta gert mann geðveikan. Ég tel mig ágætan, amk slarkfæran, í ensku, en að lesa texta sem einhver sérvitringur skrifaði á heimspekilegu fræði máli árið 1539 er ógeð erfitt. Í fyrsta lagi að skilja og í öðru lagi að halda sér við efnið. Þetta getur verið mjög áhugavert þegar maður skilur þetta, og pælingar í samandi við þetta þegar búið er að tengja þetta við nútímann, en að ströglast í gegnum þessa texta sem er ekki búið að þýða... úff maður. Ætil það dugi að sofa með þetta undir koddanum? Skaðar varla að prófa, þó gæti ég vaknað með hálsríg. Heimspekilegan hálsríg. Það myndi þá samsvara sér vel með harðsperrunum sem ég fékk (í bakið!) eftir ballið. Það var Sálinni að kenna. Sálarlegur bakverkur og heimspekilegur hálsrígur. Ég er farinn að hlakka til að fara til læknis með þessa kvilla... :) Pís át.
..:: magchen ::..
(E.s: Taktu þátt í nýrri könnun, og það er bannað að fara af síðunni án þess að skrifa eitthvað í chattið efst til vinstri!!!)
blog comments powered by Disqus