sunnudagur, apríl 20, 2003

Gleðilega páska!


Fyrir mér snerist páskadagur alltaf um að vakna snemma og leita að páskaeggjunum sínum og þegar þau voru fundin (oft eftir langa mæðu og margar vísbendingar frá hálfsofandi foreldrum) þá var sest í sófann og glápt á vídjó og borðað súkkulaði þar til maður var að springa. Meira að segja áður en við eignuðumst vídjó þá var iðulega leigt vídjó útá leigu svo við gætum örugglega haft eitthvað til að glápa á þennan eina dag ársins. Þá var spennandi að fá að borða nammi svona snemma á morgnana og líka að fá að horfa á hvaða mynd sem manni langaði á spólu. Ekki það að ég hafi búið við eitthvað harðræði, en þegar ég var lítill var þetta ekkert daglegt brauð. Þessir páskar eru heldur frábrugðnir þessari nostalgíu, ég og Fjóla systir erum ein heima því móðir okkar er útá landi (hver skilur börnin sín eftir ein heima á páskadag!?) þannig að við ætlum bara að mæta í grillveislu hjá bróður mágs okkar með honum og systur okkar. Það verður eflaust mjög gaman bara. En núna er ég að spá í að skella mér út í körfubolta svona í tilefni páskanna. Ekki borða yfir ykkur. Það veit aldrei á gott. :) (Allir að taka þátt í nýrri könnun!)
..:: magz ::..
blog comments powered by Disqus