miðvikudagur, apríl 16, 2003

Söngkeppnin

Ég veit að ég er svoldið seinn á því en mig langar að minnast örlítið á söngkeppni framhaldsskólanema sem var haldin hér á Akureyri um daginn. Ég horfði á keppnina í sjónvarpinu (var meira að segja uppí sumarbústað og spilaði póker á fullu inn á milli skemmtilegu lagana!) og hafði bara gaman að. Úrslitin voru hinsvegar algjört prump. Það heyrði hver einasti maður (fólkið í bústaðnum var amk sammála) að þessi maður með þetta lag átti að vinna. Þetta er hann Stefán Jakobsson úr VMA sem söng gamalt Scorpions lag, Still Loving You, (Ég elska þig enn). Þeir sem unnu voru nottla þvílíkt góðir og allt það, en þessi maður átti svo skilið að lenda amk í einhverju sæti ef ekki því fyrsta. Náið í lagið og dæmið sjálf.

Talandi um ósanngjörn úrslit þá er líka hægt að nálgast Eurovísu með Botnleðju hérna fyrir áhugasama. Gaman að því. Djöfull er maður alltaf ferskur og langt á undan hinum. :þ
..:: mags ::..
blog comments powered by Disqus