fimmtudagur, apríl 24, 2003

Who gives a fuck?!


Ég hef oft sagt við fólk að ég sé snillingur í að sannfæra sjálfan mig um hluti. Þótt orðið snillingur komi fyrir í þessari fullyrðingu er þetta engan vegin mannkostur. Þetta er slæmur ávani, því oft er ekkert sniðugt að vera að sannfæra sig um allan fjandann sama hvað það er. En svona til þess að sanna mál mitt ætla ég að koma með þrjár pælingar sem geta hjálpað ykkur að sannfæra ykkur um hvað sem er! Það skal tekið fram að það er bannað að nota þessar pælingar sem afsökun fyrir að drepa fólk eða fremja eitthvað annað eins voðaverk. Þetta skal nota til að hjálpa sjálfum sér að komast að niðurstöðu um eitthvað sem mann langar að vera sannfærður um. Úff, ég veit ekkert hvort þið skiljið hvað ég er að fara en skítt með það. Here it goes.

Ég er eina manneskjan í alheiminum og það eina sem skiptir máli.
Hugsun mín er eina tenging mín við alheiminn. Það er ekkert sem ég get bent á að sé "fyrir utan" hugsun mína. Öll mín skynjun á heiminum, sem á að heita fyrir utan kollinn minn, er bara í hausnum á mér. Hvort sem það er sjón, snerting, heyrn eða eitthvað annað þá er þetta bara allt í hausnum á mér. Þú ert ekki til, eða réttara sagt, þú ert bara til í hausnum á mér! Það er ekkert að gerast í heiminum nema að ég er að skrifa þessi orð á tölvuna mína og ég er að hlusta á tónlist (Moby, Play, lag nr.8). Af hverju skiptir þá eitthvað máli sem ég geri? Ég get gert hvað sem ég vill. Allt er réttlætanlegt því ég er alheimurinn. Og hana nú. "Þú" getur svo útfært þetta á "sjálfa/n þig". En málið er að ég get hugsað, "Who gives a fuck?! It's all in my head."

Það sem ég geri hefur engin áhrif í alheiminum!
Ef þú hugsar um það þá er heimurinn það stór að það sem við gerum skiptir engu máli. Ég er ekki bara að tala um jörðina. Það eru til óteljandi margar plánetur (leyfi ég mér að fullyrða) og burtséð frá því hvort þær hýsa líf eða ekki þá hefur okkar litla pláneta engin áhrif. Og þú ert bara agnarlítil arða á þessum hnetti okkar. Hverjum er ekki sama hvað þú tekur þér fyrir hendur? Mottóið er: "Who gives a fuck?! The universe doesn't!"

Framtíðin gleymir öllu sem þú gerir.
Við þurfum ekki að líta nema nokkur ár fram í tímann, þá verður allt gleymt og grafið sem þú gerðir. Og að ég tali nú ekki um þegar líf þitt er runnið sitt skeið, þá er öllum sama! Auðvitað er það von okkar allra (held ég) að okkar verði minnst eftir að við förum yfir móðuna miklu, en líkurnar á því verða nú að teljast hverfandi. Allir sem þekktu ykkur munu líka enda í gröfinni og þannig mun ekkert skipta nokkru einasta máli hvað þú gerðir við líf þitt. Þannig að við hljótum að komast að þessari einföldu niðurstöðu, "Who gives a fuck?! The future doesn't!"

Þannig að drífðu bara í því sem þig langar að gera. Sofðu í fimm mínútur í viðbót, fáðu þér ís, farðu á fyllerí, farðu til útlanda, gerðu það sem þig langar til! Við vitum að við erum ekki fullkomin og gerum ekki alltaf það sem er ætlast til af okkur. En af hverju er okkur ekki sama? Lífið er of stutt til að eyða því í samviskubit yfir því sem við "ættum" að vera að gera. Fuck dat! Góðar stundir.
..:: m-zing ::..
blog comments powered by Disqus